Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum kært allmarga ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 192 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Ökumaðurinn sem jafnframt er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna var handtekinn og sviptur ökuréttindum. Hans bíður ákæra að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni syðra.
Þá voru nokkrir ökumenn teknir úr umferð vegna gruns um fíkniefnaakstur. Einn þeirra var handtekinn tvo daga í röð vegna þessa og annar reyndist jafnframt vera með fíkniefni í fórum sínum. Enn fremur hafði lögregla afskipti af fáeinum sem óku sviptir ökuréttindum.
