Alltaf má fá annað skip Guðrún Ágústsdóttir og René Biasone skrifar 14. maí 2018 09:45 Við áttum ekki von á því að krafa okkar um að Elliðárdalurinn yrði verndaður og útivistarsvæði dalsins stækkað yrði að pólítísku bitbeini. Jórunn Pála Jónasdóttir skrifar svarpistil við grein okkar sem birtist hér á Vísi á föstudaginn. Ekki til þess að fagna því að við í Vinstri grænum viljum styrkja og stækka náttúruverndarsvæði í borginn og standa vörð um Elliðárdalinn, heldur til þess að fetta fingur út í að við höfum efasemdir um hugmyndir um nýja atvinnustarfsemi í dalnum. Við teljum því rétt að halda nokkrum atriðum til haga í þessari umræðu. Krafa Hollvinasamtaka Elliðárdalsins Líkt og aðrir hollvinir Elliðárdalsins höfum við haft áhyggjur af framtíð hans um margra ára skeið. Guðrún tók þátt í að stofna Hollvinasamtök Elliðaárdalsins 2012 og var varaformaður samtakanna í nokkur ár. Tilgangur félagsins er „að standa vörð um Elliðaárdalinn, mynda sátt um ytri mörk hans sem og lífríki og mannvirki innan og á mörkum hans. Sáttin verði byggð á sjónarmiðum náttúruverndar, útivistar og menningar.“ Ein helsta krafa okkar var og er að afmarka dalinn, en afmörkun dalsins er forsenda friðunar. Tengsl okkar við dalinn eru djúp. Guðrún hefur búið í áratugi í Rafstöðvarhverfinu og alið þar upp börn sín. Dalurinn er einstök perla, en laxveiðiá í miðri borg er einstakt á heimsvísu. Við höfum verið á móti nýbyggingum í dalnum alla tíð, ekki síst stórbyggingum eins og nýrri byggingu fyrir rafveitustarfsemi sem byggð var seint á síðustu öld og þá var því lofað jafnframt að Toppstöðin yrði rifin í kjölfarið. Það var ekki gert og verður ekki gert. Svo datt fólki í hug að byggja yfir Fornbílaklúbbinn, sem var gert, en húsið breytti um hlutverk og varð líkamsræktarstöð, „Boot Camp“ og þurfti mikil bílastæði, en stóð svo tómt um hríð þar til Hitt húsið fékk hluta hússins. Umfangsmikill atvinnurekstur á ekki erindi í dalinn Þessar byggingar hafa rýrt gildi dalsins að pllar okkar mati og þegar við heyrðum um BioDome þá urðum við bæði áhyggjufull. Við fögnuðum því mjög að fá kynningu á hugmyndinni frá aðstandanda BioDome á aðalfundi Hollvinafélagsins í síðustu viku. Aðalfundi sem Guðrún stjórnaði eins og venjulega. Við hlustuðum bæði með athygli og að lokinni kynningunni urðu töluverðar umræður og ljóst að fundarmenn höfðu áhyggjur af því að þessi starfsemi við Stekkjarbakkann gæti rýrt gildi dalsins verulega. Ein spurning úr sal var um það hvað yrði gert við byggingarnar ef viðskiptahugmyndin gengi ekki upp. Kæmi þá annars konar starfsemi í byggingarnar? Og hver þá? Engan heyrðum við mæla þessu bót. Formaður félagsins hafði í upphafi fundar sagt frá kynningu sem hann hafði fengið fyrir aðalfundinn og var síður en svo jákvæður í garð hugsanlegrar framkvæmdar. Þessi fundur var auglýstur og opinn öllum og ítarleg kynning fulltrúa BioDome því síður en svo trúnaðarmál eins og Jórunn Pála Jónasdóttir frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins heldur fram. Þarna hefðu fjölmiðlar getað verið hefðu þeir haft áhuga. Líf Magneudóttir samþykkti ásamt meirihlutanum að senda umsókn um lóð BioDomeAldin í umsagnarferli. Þar gefst fólki kostur á að koma með athugasemdir og þegar þær hafa verið yfirfarnar er tekin ákvörðun um lóðaúthlutun. Fyrr ekki. Nýfundinn áhugi Sjálfstæðisflokksins á náttúruvernd Nýfundinn áhugi Sjálfstæðisflokksins á Elliðárdalnum er vissulega fagnaðarefni. Á 25 ára ferli sem vara- og aðalborgarfulltrúi í Reykjavík man ég ekki eftir því að hafa heyrt Sjálfstæðisflokkinn nefna friðun dalsins fyrr en nú tæpum mánuði fyrir kosningar. Svo kæra Jórunn. Vertu velkomin með um borð í Elliða skipið hans Ketilbjörns gamla, með okkur René, Hollvinafélaginu og fjölmörgum öðrum sem viljum berjast fyrir því að þessi einstaka perla í náttúru Íslands, sem við í Reykjavík berum ábyrgð á, verði friðuð. Því fleiri sem vilja leggjast á árarnar með okkur hollvinum dalsins því betra. Velkomin um borð. Lifi Elliðaárdalurinn. Guðrún Ágústsdóttir er félagi í Hollvinasamtökum Elliðárdalsins og skipar 7 sæti á framboðslista VG í borgarstjórnarkosningunum. René Biasone er teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun og skipar 5 sæti á framboðslista VG í borgarstjórnarkosningunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 René Biasone Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Við áttum ekki von á því að krafa okkar um að Elliðárdalurinn yrði verndaður og útivistarsvæði dalsins stækkað yrði að pólítísku bitbeini. Jórunn Pála Jónasdóttir skrifar svarpistil við grein okkar sem birtist hér á Vísi á föstudaginn. Ekki til þess að fagna því að við í Vinstri grænum viljum styrkja og stækka náttúruverndarsvæði í borginn og standa vörð um Elliðárdalinn, heldur til þess að fetta fingur út í að við höfum efasemdir um hugmyndir um nýja atvinnustarfsemi í dalnum. Við teljum því rétt að halda nokkrum atriðum til haga í þessari umræðu. Krafa Hollvinasamtaka Elliðárdalsins Líkt og aðrir hollvinir Elliðárdalsins höfum við haft áhyggjur af framtíð hans um margra ára skeið. Guðrún tók þátt í að stofna Hollvinasamtök Elliðaárdalsins 2012 og var varaformaður samtakanna í nokkur ár. Tilgangur félagsins er „að standa vörð um Elliðaárdalinn, mynda sátt um ytri mörk hans sem og lífríki og mannvirki innan og á mörkum hans. Sáttin verði byggð á sjónarmiðum náttúruverndar, útivistar og menningar.“ Ein helsta krafa okkar var og er að afmarka dalinn, en afmörkun dalsins er forsenda friðunar. Tengsl okkar við dalinn eru djúp. Guðrún hefur búið í áratugi í Rafstöðvarhverfinu og alið þar upp börn sín. Dalurinn er einstök perla, en laxveiðiá í miðri borg er einstakt á heimsvísu. Við höfum verið á móti nýbyggingum í dalnum alla tíð, ekki síst stórbyggingum eins og nýrri byggingu fyrir rafveitustarfsemi sem byggð var seint á síðustu öld og þá var því lofað jafnframt að Toppstöðin yrði rifin í kjölfarið. Það var ekki gert og verður ekki gert. Svo datt fólki í hug að byggja yfir Fornbílaklúbbinn, sem var gert, en húsið breytti um hlutverk og varð líkamsræktarstöð, „Boot Camp“ og þurfti mikil bílastæði, en stóð svo tómt um hríð þar til Hitt húsið fékk hluta hússins. Umfangsmikill atvinnurekstur á ekki erindi í dalinn Þessar byggingar hafa rýrt gildi dalsins að pllar okkar mati og þegar við heyrðum um BioDome þá urðum við bæði áhyggjufull. Við fögnuðum því mjög að fá kynningu á hugmyndinni frá aðstandanda BioDome á aðalfundi Hollvinafélagsins í síðustu viku. Aðalfundi sem Guðrún stjórnaði eins og venjulega. Við hlustuðum bæði með athygli og að lokinni kynningunni urðu töluverðar umræður og ljóst að fundarmenn höfðu áhyggjur af því að þessi starfsemi við Stekkjarbakkann gæti rýrt gildi dalsins verulega. Ein spurning úr sal var um það hvað yrði gert við byggingarnar ef viðskiptahugmyndin gengi ekki upp. Kæmi þá annars konar starfsemi í byggingarnar? Og hver þá? Engan heyrðum við mæla þessu bót. Formaður félagsins hafði í upphafi fundar sagt frá kynningu sem hann hafði fengið fyrir aðalfundinn og var síður en svo jákvæður í garð hugsanlegrar framkvæmdar. Þessi fundur var auglýstur og opinn öllum og ítarleg kynning fulltrúa BioDome því síður en svo trúnaðarmál eins og Jórunn Pála Jónasdóttir frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins heldur fram. Þarna hefðu fjölmiðlar getað verið hefðu þeir haft áhuga. Líf Magneudóttir samþykkti ásamt meirihlutanum að senda umsókn um lóð BioDomeAldin í umsagnarferli. Þar gefst fólki kostur á að koma með athugasemdir og þegar þær hafa verið yfirfarnar er tekin ákvörðun um lóðaúthlutun. Fyrr ekki. Nýfundinn áhugi Sjálfstæðisflokksins á náttúruvernd Nýfundinn áhugi Sjálfstæðisflokksins á Elliðárdalnum er vissulega fagnaðarefni. Á 25 ára ferli sem vara- og aðalborgarfulltrúi í Reykjavík man ég ekki eftir því að hafa heyrt Sjálfstæðisflokkinn nefna friðun dalsins fyrr en nú tæpum mánuði fyrir kosningar. Svo kæra Jórunn. Vertu velkomin með um borð í Elliða skipið hans Ketilbjörns gamla, með okkur René, Hollvinafélaginu og fjölmörgum öðrum sem viljum berjast fyrir því að þessi einstaka perla í náttúru Íslands, sem við í Reykjavík berum ábyrgð á, verði friðuð. Því fleiri sem vilja leggjast á árarnar með okkur hollvinum dalsins því betra. Velkomin um borð. Lifi Elliðaárdalurinn. Guðrún Ágústsdóttir er félagi í Hollvinasamtökum Elliðárdalsins og skipar 7 sæti á framboðslista VG í borgarstjórnarkosningunum. René Biasone er teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun og skipar 5 sæti á framboðslista VG í borgarstjórnarkosningunum.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar