Tiger: Spilaði miklu betur en skorið segir til um Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. maí 2018 10:30 Tiger á ferðinni í gær. vísir/getty Tiger Woods sýndi oft á tíðum mögnuð tilþrif á Players-meistaramótinu um helgina en möguleikar hans á að enda með efstu mönnum sukku í vatninu á hinni frægu 17. holu Sawgrass-vallarins. Hann endaði jafn öðrum í ellefta sæti en var um tíma í öðru sætu á mótinu. Hringina fjóra spilaði hann á 72, 71, 65 og 69 höggum. Þó svo margt hafi glatast í vatninu á 17. holunni þá var Tiger mjög jákvæður eftir mótið enda sýndi hann lengstum að hann er að koma til baka með stæl. „Ég spilaði rosalega vel í dag. Ég var að hitta boltann alveg ofboðslega vel. Ég var með fulla stjórn á því sem ég var að gera frá upphafshöggi fram á flötina. Mér leið vel í öllu sem ég var að gera. Ég spilaði miklu betur en skorið segir til um,“ sagði Tiger brattur en það var oft á tíðum unun að fylgjast með honum og aðdáendur hans glöddust yfir þessari frammistöðu. Tiger var í 92. sæti heimslistans fyrir mótið en mun hoppa í sæti númer 80. Hann hefði farið mun hærra ef hann hefði ekki farið í vatnið. Tiger varð einnig af háum fjárhæðum og mikilvægum stigum í keppni um FedEx-bikarinn. Golf Tengdar fréttir Simpson vann örugglega á Players Bandaríkjamaðurinn Webb Simpson sigraði Players mótið í golfi sem kláraðist í nótt. Frábær spilamennska á öðrum hring lagði grunninn að sigrinum. 13. maí 2018 23:01 Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn „Sýndum þvílíkan karakter að vinna þennan leik“ Sport Guðlaugur Victor lagði upp mark Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods sýndi oft á tíðum mögnuð tilþrif á Players-meistaramótinu um helgina en möguleikar hans á að enda með efstu mönnum sukku í vatninu á hinni frægu 17. holu Sawgrass-vallarins. Hann endaði jafn öðrum í ellefta sæti en var um tíma í öðru sætu á mótinu. Hringina fjóra spilaði hann á 72, 71, 65 og 69 höggum. Þó svo margt hafi glatast í vatninu á 17. holunni þá var Tiger mjög jákvæður eftir mótið enda sýndi hann lengstum að hann er að koma til baka með stæl. „Ég spilaði rosalega vel í dag. Ég var að hitta boltann alveg ofboðslega vel. Ég var með fulla stjórn á því sem ég var að gera frá upphafshöggi fram á flötina. Mér leið vel í öllu sem ég var að gera. Ég spilaði miklu betur en skorið segir til um,“ sagði Tiger brattur en það var oft á tíðum unun að fylgjast með honum og aðdáendur hans glöddust yfir þessari frammistöðu. Tiger var í 92. sæti heimslistans fyrir mótið en mun hoppa í sæti númer 80. Hann hefði farið mun hærra ef hann hefði ekki farið í vatnið. Tiger varð einnig af háum fjárhæðum og mikilvægum stigum í keppni um FedEx-bikarinn.
Golf Tengdar fréttir Simpson vann örugglega á Players Bandaríkjamaðurinn Webb Simpson sigraði Players mótið í golfi sem kláraðist í nótt. Frábær spilamennska á öðrum hring lagði grunninn að sigrinum. 13. maí 2018 23:01 Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn „Sýndum þvílíkan karakter að vinna þennan leik“ Sport Guðlaugur Victor lagði upp mark Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Simpson vann örugglega á Players Bandaríkjamaðurinn Webb Simpson sigraði Players mótið í golfi sem kláraðist í nótt. Frábær spilamennska á öðrum hring lagði grunninn að sigrinum. 13. maí 2018 23:01