Vansvefta Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 14. maí 2018 10:00 Síðustu ár hefur hver rannsóknin á fætur annarri sýnt að íslenskir unglingar fá ekki nægan svefn. Þeir sofa um sex klukkutíma en þurfa að sofa minnst átta tíma. Þeir sofna seint en vakna snemma því skólaklukkan glymur í morgunsárið og kalli hennar verður að hlýða. Það er vitað að ónægur svefn rænir einstaklinga orku, dregur úr einbeitingu þeirra, skerðir minni og skapar aukna hættu á þunglyndi. Það er engin tilviljun að ein vinsælasta pyntingaraðferð allra tíma er að ræna þann sem buga á svefni. Góður svefn er ekta töframeðal, eins og þeir vita sem bera gæfu til að sofa svefni hinna réttlátu flestar nætur. Þeir sem eiga erfitt með svefn vita mætavel hversu mikið böl fylgir því. Þegar svo er komið að stór þjóðfélagshópur, unglingarnir, er vansvefta flesta daga mætti ætla að menn hefðu dug til að breyta því sem breyta þarf. Samt breytist ekkert. Það er fjarska auðveld lausn að láta skólatímann byrja einum til tveimur tímum seinna á morgnana en nú er. Í hinu hefðbundna skólakerfi er þetta ekki þannig, enda er kerfið sorglega íhaldssamt. Það er eins og skólakerfið sé hannað með hagsmuni kennara í huga fremur en að áherslan sé á hvað henti nemendum best. Ósköp er það nú öfugsnúið. Blessunarlega finnst þó skólafólk sem leggur sitt af mörkum til að breyta úreltu kerfi. Má þar nefna skóla Hjallastefnunnar sem hefur leitt svo afar margt gott af sér. Hjá Hjallastefnunni í Reykjavík er nemendum gefinn kostur á að mæta seinna á morgnana. Þannig á skóli að vera – fyrir nemendur. Það er löngu tímabært að breyta skólakerfinu á þann veg að unglingar þurfi ekki að rífa sig upp eldsnemma á morgnana þegar þeir eru dauðþreyttir og þrá ekkert fremur en að fá að kúra lengur. Skólastofan á að vera skemmtilegur og áhugaverður staður þar sem hugur nemandans er virkur og tekur fagnandi á móti alls kyns upplýsingum. Þar á stöðug hugmyndavinna að vera í gangi. Þetta þýðir um leið að þangað eiga nemendur að koma þegar þeir eru fullvaknaðir. Fagfólk hefur verið óþreytandi við að benda á að unglingar fá ekki nægan svefn og ítrekar hvað eftir annað að breytinga sé þörf. Fjölmiðlar gera rannsóknum fræðimanna á þessu sviði ætíð ítarleg skil. Ár eftir ár er okkur sögð sama niðurstaðan: Unglingar þurfa meiri svefn. Allir kinka samþykkjandi kolli og þykjast skilja alvöru málsins. En svo gerist alls ekki neitt. Vandi, sem er alls ekki erfitt að leysa, er viðvarandi vegna skeytingarleysis. Hið hefðbundna skólakerfi er svo þungt í vöfum að ekkert er aðhafst, þótt nauðsyn þess að skólinn byrji seinna morgnana ætti að blasa við flestum. Fyrst skólakerfið bregst ekki við þá er til önnur aðferð sem er sú að breyta klukkunni og færa hana um einn eða tvo tíma. Afar einföld aðgerð í þágu æsku landsins. Við viljum að hún sé frísk og kát, en ekki buguð af þreytu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðustu ár hefur hver rannsóknin á fætur annarri sýnt að íslenskir unglingar fá ekki nægan svefn. Þeir sofa um sex klukkutíma en þurfa að sofa minnst átta tíma. Þeir sofna seint en vakna snemma því skólaklukkan glymur í morgunsárið og kalli hennar verður að hlýða. Það er vitað að ónægur svefn rænir einstaklinga orku, dregur úr einbeitingu þeirra, skerðir minni og skapar aukna hættu á þunglyndi. Það er engin tilviljun að ein vinsælasta pyntingaraðferð allra tíma er að ræna þann sem buga á svefni. Góður svefn er ekta töframeðal, eins og þeir vita sem bera gæfu til að sofa svefni hinna réttlátu flestar nætur. Þeir sem eiga erfitt með svefn vita mætavel hversu mikið böl fylgir því. Þegar svo er komið að stór þjóðfélagshópur, unglingarnir, er vansvefta flesta daga mætti ætla að menn hefðu dug til að breyta því sem breyta þarf. Samt breytist ekkert. Það er fjarska auðveld lausn að láta skólatímann byrja einum til tveimur tímum seinna á morgnana en nú er. Í hinu hefðbundna skólakerfi er þetta ekki þannig, enda er kerfið sorglega íhaldssamt. Það er eins og skólakerfið sé hannað með hagsmuni kennara í huga fremur en að áherslan sé á hvað henti nemendum best. Ósköp er það nú öfugsnúið. Blessunarlega finnst þó skólafólk sem leggur sitt af mörkum til að breyta úreltu kerfi. Má þar nefna skóla Hjallastefnunnar sem hefur leitt svo afar margt gott af sér. Hjá Hjallastefnunni í Reykjavík er nemendum gefinn kostur á að mæta seinna á morgnana. Þannig á skóli að vera – fyrir nemendur. Það er löngu tímabært að breyta skólakerfinu á þann veg að unglingar þurfi ekki að rífa sig upp eldsnemma á morgnana þegar þeir eru dauðþreyttir og þrá ekkert fremur en að fá að kúra lengur. Skólastofan á að vera skemmtilegur og áhugaverður staður þar sem hugur nemandans er virkur og tekur fagnandi á móti alls kyns upplýsingum. Þar á stöðug hugmyndavinna að vera í gangi. Þetta þýðir um leið að þangað eiga nemendur að koma þegar þeir eru fullvaknaðir. Fagfólk hefur verið óþreytandi við að benda á að unglingar fá ekki nægan svefn og ítrekar hvað eftir annað að breytinga sé þörf. Fjölmiðlar gera rannsóknum fræðimanna á þessu sviði ætíð ítarleg skil. Ár eftir ár er okkur sögð sama niðurstaðan: Unglingar þurfa meiri svefn. Allir kinka samþykkjandi kolli og þykjast skilja alvöru málsins. En svo gerist alls ekki neitt. Vandi, sem er alls ekki erfitt að leysa, er viðvarandi vegna skeytingarleysis. Hið hefðbundna skólakerfi er svo þungt í vöfum að ekkert er aðhafst, þótt nauðsyn þess að skólinn byrji seinna morgnana ætti að blasa við flestum. Fyrst skólakerfið bregst ekki við þá er til önnur aðferð sem er sú að breyta klukkunni og færa hana um einn eða tvo tíma. Afar einföld aðgerð í þágu æsku landsins. Við viljum að hún sé frísk og kát, en ekki buguð af þreytu.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun