Lewis Hamilton vann sinn annan sigur í röð í Formúlu 1 þegar hann kom fyrstur í mark eftir nokkuð öruggan akstur í Barcelona í dag.
Mikið gekk á í brautinni í dag, stór árekstur varð strax á fyrsta hring og tvisvar var öryggisbíllinn sendur út í brautina ásamt því að þó nokkrir ökuþórar lentu í minni árekstrum.
Valtterri Bottas, liðsfélagi Hamilton á Mercedes, varð í öðru sæti og Max Verstappen á Red Bull í því þriðja.
Ferrarimenn áttu erfitt uppdráttar í brautinni í dag, Sebastian Vettel lenti í fjórða sæti og Kimi Raikkonen kláraði ekki keppni eftir að vél hans bilaði á 24. hring.
Hamilton er með 17 stiga forystu í stigakeppni ökuþóra eftir stigurinn.
Formúla 1