Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir skrifar 13. maí 2018 07:00 Nöturlegur veruleiki kvenna á Íslandi hefur verið afhjúpaður í fjölmörgum byltingum undanfarinna ára. Beauty tips, #konurtala, #höfumhátt og nú síðast #metoo hafa sýnt að kynbundið ofbeldi er rótgróið samfélagsmein sem er samofið öllum stofnunum samfélagsins. Kvennahreyfingin hefur einsett sér að uppræta ofbeldi og tryggja öryggi fólks af öllum kynjum og óháðuppruna. Til að Reykjavík geti orðið raunverulega örugg borg þarf að takast á við ofbeldi fortíðarinnar og ofbeldi samtímans á sama tíma og við verðum að fyrirbyggja frekara ofbeldi.Fortíðin Ofbeldi fortíðar hefur gríðarleg áhrif á samfélagið í dag. Gömul sár hafa gróið misvel, þau ýfast upp meðreglubundnu millibili og hafa áhrif á starfsorku, samskipti og daglegt líf þolenda. Reykjavíkurborg verður aðstyðja enn betur við bakið á þeim grasrótarsamtökum sem veita þolendum stuðning og hlúa vel að Bjarkarhlíðsvo hún fái að vaxa og dafna í samræmi við þarfir og vilja þolenda.Samtíminn Ofbeldi grasserar í samtímanum: á vinnustöðum, í skólum, heilbrigðiskerfinu og frístundum, á opinberum vettvangi og inni á heimilum, í nánum samböndum og milli algerlega ókunnugra einstaklinga. Þetta ofbeldi er afleiðing nauðgunarmenningar sem hvílir á stoðum úreltra staðalmynda um prúðar og undirgefnar konur og ákveðna, sígraða karla. Þetta ofbeldi þrífst í þögn og aðgerðarleysi og er stutt af meðvirkni með gerendum og dómhörku gagnvart þolendum. Þessu verður að breyta. Kvennahreyfingin hyggst standa fyrir almennum vitundarvakningum um ofbeldi og ofbeldismenningu í samstarfi við grasrótarsamtök, fyrirtæki og stofnanir. Markviss og regluleg fræðsla verður eðlilegur hluti af daglegum störfum alls starfsfólks borgarinnar. Verkferlar verða yfirfarnir og tryggt að gripið verði til aðgerða um leið og ofbeldi lætur á sér kræla, án þess að þolandinn þurfi að bera á því ábyrgð. Samstarf lögreglu og barnaverndar verður elft enn frekar til að tryggja fumlaus og rétt viðbrögð við heimilisofbeldi og barnavernd verður elfd til muna.Framtíðin Til að brjóta upp ofbeldismenningu samfélagsins mun Kvennahreyfingin leggja til stórelfdan Jafnréttisskóla með nægum mannafla og fjármagni til að fræða allt starfsfólk í skóla- og frístundastarfi um kynjaðar staðalmyndir og skaðleg áhrif þeirra. Öll börn munu fá sérstök kynjafræðinámskeið með reglulegu millibili gegnum allt skólakerfið þar sem þau verða styrkt til að brjótast úr viðjum skaðlegra staðalmynda og rækta áhugamál og hæfileika óháð viðmiðum samfélagsins þar um. Unglingar fá fræðslu um virðingu í nánum samböndum og mörkin milli kynlífs og ofbeldis. Þannig ætlum við að tryggja frelsi komandi kynslóða undan ofbeldismenningunni sem heftir okkur öll.Femínísk borgarstjórn getur breytt Það skiptir máli að hafa femínísta í æðstu embættum. Bjarkarhlíð er gott dæmi um það sem getur gerst þegar konur komast í stöður þar sem þær hafa vald til að breyta. Sóley og Heiða Björg í borgarstjórn, Eygló sem félagsmálaráðherra og Sigríður Björk sem lögreglustjóri tóku höndum saman og létu þennan langþráða draum rætast. Konur sem skilja og virða reynsluheim kvenna og setja velferð kvenna í forgang. Kvennahreyfingin heitir því að leggja allt sitt af mörkum til að tryggja öryggi allra borgarbúa. Hún ætlar aðskapa borg þar sem fólk af öllum kynjum getur gengið um borgina á öllum tímum sólarhrings án þess að vera með lykla milli fingranna. Hún ætlar að skapa borg þar sem unglingar þekkja og virða mörk í kynferðislegum samskiptum. Hún ætlar að skapa borg þar sem fólk af öllum kynjum og ólíkum uppruna er metið að verðleikum, hefur jöfn tækifæri og getur tekið virkan þátt í öllu því sem Reykjavík hefur uppá að bjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Sjá meira
Nöturlegur veruleiki kvenna á Íslandi hefur verið afhjúpaður í fjölmörgum byltingum undanfarinna ára. Beauty tips, #konurtala, #höfumhátt og nú síðast #metoo hafa sýnt að kynbundið ofbeldi er rótgróið samfélagsmein sem er samofið öllum stofnunum samfélagsins. Kvennahreyfingin hefur einsett sér að uppræta ofbeldi og tryggja öryggi fólks af öllum kynjum og óháðuppruna. Til að Reykjavík geti orðið raunverulega örugg borg þarf að takast á við ofbeldi fortíðarinnar og ofbeldi samtímans á sama tíma og við verðum að fyrirbyggja frekara ofbeldi.Fortíðin Ofbeldi fortíðar hefur gríðarleg áhrif á samfélagið í dag. Gömul sár hafa gróið misvel, þau ýfast upp meðreglubundnu millibili og hafa áhrif á starfsorku, samskipti og daglegt líf þolenda. Reykjavíkurborg verður aðstyðja enn betur við bakið á þeim grasrótarsamtökum sem veita þolendum stuðning og hlúa vel að Bjarkarhlíðsvo hún fái að vaxa og dafna í samræmi við þarfir og vilja þolenda.Samtíminn Ofbeldi grasserar í samtímanum: á vinnustöðum, í skólum, heilbrigðiskerfinu og frístundum, á opinberum vettvangi og inni á heimilum, í nánum samböndum og milli algerlega ókunnugra einstaklinga. Þetta ofbeldi er afleiðing nauðgunarmenningar sem hvílir á stoðum úreltra staðalmynda um prúðar og undirgefnar konur og ákveðna, sígraða karla. Þetta ofbeldi þrífst í þögn og aðgerðarleysi og er stutt af meðvirkni með gerendum og dómhörku gagnvart þolendum. Þessu verður að breyta. Kvennahreyfingin hyggst standa fyrir almennum vitundarvakningum um ofbeldi og ofbeldismenningu í samstarfi við grasrótarsamtök, fyrirtæki og stofnanir. Markviss og regluleg fræðsla verður eðlilegur hluti af daglegum störfum alls starfsfólks borgarinnar. Verkferlar verða yfirfarnir og tryggt að gripið verði til aðgerða um leið og ofbeldi lætur á sér kræla, án þess að þolandinn þurfi að bera á því ábyrgð. Samstarf lögreglu og barnaverndar verður elft enn frekar til að tryggja fumlaus og rétt viðbrögð við heimilisofbeldi og barnavernd verður elfd til muna.Framtíðin Til að brjóta upp ofbeldismenningu samfélagsins mun Kvennahreyfingin leggja til stórelfdan Jafnréttisskóla með nægum mannafla og fjármagni til að fræða allt starfsfólk í skóla- og frístundastarfi um kynjaðar staðalmyndir og skaðleg áhrif þeirra. Öll börn munu fá sérstök kynjafræðinámskeið með reglulegu millibili gegnum allt skólakerfið þar sem þau verða styrkt til að brjótast úr viðjum skaðlegra staðalmynda og rækta áhugamál og hæfileika óháð viðmiðum samfélagsins þar um. Unglingar fá fræðslu um virðingu í nánum samböndum og mörkin milli kynlífs og ofbeldis. Þannig ætlum við að tryggja frelsi komandi kynslóða undan ofbeldismenningunni sem heftir okkur öll.Femínísk borgarstjórn getur breytt Það skiptir máli að hafa femínísta í æðstu embættum. Bjarkarhlíð er gott dæmi um það sem getur gerst þegar konur komast í stöður þar sem þær hafa vald til að breyta. Sóley og Heiða Björg í borgarstjórn, Eygló sem félagsmálaráðherra og Sigríður Björk sem lögreglustjóri tóku höndum saman og létu þennan langþráða draum rætast. Konur sem skilja og virða reynsluheim kvenna og setja velferð kvenna í forgang. Kvennahreyfingin heitir því að leggja allt sitt af mörkum til að tryggja öryggi allra borgarbúa. Hún ætlar aðskapa borg þar sem fólk af öllum kynjum getur gengið um borgina á öllum tímum sólarhrings án þess að vera með lykla milli fingranna. Hún ætlar að skapa borg þar sem unglingar þekkja og virða mörk í kynferðislegum samskiptum. Hún ætlar að skapa borg þar sem fólk af öllum kynjum og ólíkum uppruna er metið að verðleikum, hefur jöfn tækifæri og getur tekið virkan þátt í öllu því sem Reykjavík hefur uppá að bjóða.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun