Grunnskólakennarinn og ímynd hans í samfélaginu Guðbjörg Magnúsdóttir skrifar 12. maí 2018 10:03 Sem grunnskólakennari og móðir barna á grunnskólaaldri hef ég oft á tíðum bæði fengið að finna það á eigin skinni og hlustað á aðra foreldra tala um hversu lítil virðing er borin fyrir grunnskólakennurum. Ég hef oft á tíðum í minni vinnu fengið foreldra með mér í lið til að aðstoða nemendur að tækla ýmiskonar erfiðleika sem verða á vegi þeirra. Oftast gengur það virkilega vel, en því miður kemur fyrir að grunnskólakennarar finni að foreldrarnir treysti kennarum ekki fyllilega fyrir börnunum sínum.Samvinna skóla og heimilaGrunnskólakennarar hafa því miður ekki nógu góða ímynd í samfélaginu. Þetta finnum við kennarar oft hjá nemendum okkar. Maður hefur heyrt nemendur tala um að kennarar geri ekki annað en að röfla, nenni ekki að vinna og séu alltaf í fríi eða nöldra yfir því að fá ekki nógu há laun. Að sjálfsögðu er þetta ekki komið frá krökkunum, heldur eru þau að hafa eftir eitthvað sem þau hafa heyrt heima. Virðingarleysi við skólareglum er af sama meiði. Krakkar eru í símanum í miðri kennslustund og leggja hann ekki frá sér þrátt fyrir tilmæli. Þau eru að þvælast um skólastofuna eða ganga út úr kennslustund án þess að biðja um leyfi. Þetta er mjög slæm þróun og getur leitt til þess að nemendur hætta að bera virðingu fyrir kennurum og því sem þeir biðja nemendur um að gera. Samvinna milli heimilis og skóla er það sem gerir gæfumuninn í starfi okkar grunnskólakennara. Menntun og uppeldi barnanna gerist bæði á heimilunum og í skólunum. Við kennarar erum fagmanneskjur, en foreldrarnir þekkja sín börn auðvitað best. Saman náum við bestum árangri þegar við vinnum saman og sýnum hvort öðru skilning og virðingu, og styðjum hvort annað.Aukum virðingu fyrir kennurumVið þurfum að taka höndum saman og bæta ímynd kennara og auka virðingu fyrir störfum þeirra. Ég tel að eitt af helstu verkefnum nýrrar borgarstjórnar eigi að vera að vinna með grunnskólakennurum að því að auka auka virðingu fyrir því mikilvæga starfi sem unnið er í skólum borgarinnar. Við eigum að tala upp skólana, og hætta að tala þá niður. Við þurfum að taka á agavandamálum í skóla og virðingaleysi nemenda gagnvart kennurum og styrkja og auka samvinnu milli heimila og skóla. Það myndi létta álag á kennurum og auðvelda þeim að einbeita sér að kennslu, í stað þess að halda uppi aga í kennslustofunni.Léttum álagi og minnkum streituKennarar eru undir gríðarlegu álagi. Bugun og þreyta í grunnskólum borgarinnar er alvarlegt vandamál. Hér þarf borgin að koma til móts við kennara með styttingu vinnuvikunnar og auknu faglegu sjálfstæði. Mál sem við í Vinstri grænum höfum lagt áherslu á. Við viljum líka að grunnskólar borgarinnar verði fjölskulduvænir vinnustaðir. Að mínu mati er nauðsynlegt að foreldrar, kennarar og Reykjavíkurborg taki höndum saman og leggist á eitt við að bæta virðingu og traust til grunnskólans og fólksins sem heldur starfi þeirra uppi, kennurunum. Ef við aukum virðingu nemenda fyrir kennurum þá munum við ekki aðeins létta óþörfu álagi af kennurum, heldur stórbæta skólastarfið, öllum, og þó sérstaklega nemendum til hagsbóta. Leggjumst saman á eitt og bætum grunnskólana okkar – í allra þágu!Guðbjörg Magnúsdóttir, grunnskólakennari skipar 8 sæti á framboðslista Vinstri grænna í borgarstjórnarkosningunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Sem grunnskólakennari og móðir barna á grunnskólaaldri hef ég oft á tíðum bæði fengið að finna það á eigin skinni og hlustað á aðra foreldra tala um hversu lítil virðing er borin fyrir grunnskólakennurum. Ég hef oft á tíðum í minni vinnu fengið foreldra með mér í lið til að aðstoða nemendur að tækla ýmiskonar erfiðleika sem verða á vegi þeirra. Oftast gengur það virkilega vel, en því miður kemur fyrir að grunnskólakennarar finni að foreldrarnir treysti kennarum ekki fyllilega fyrir börnunum sínum.Samvinna skóla og heimilaGrunnskólakennarar hafa því miður ekki nógu góða ímynd í samfélaginu. Þetta finnum við kennarar oft hjá nemendum okkar. Maður hefur heyrt nemendur tala um að kennarar geri ekki annað en að röfla, nenni ekki að vinna og séu alltaf í fríi eða nöldra yfir því að fá ekki nógu há laun. Að sjálfsögðu er þetta ekki komið frá krökkunum, heldur eru þau að hafa eftir eitthvað sem þau hafa heyrt heima. Virðingarleysi við skólareglum er af sama meiði. Krakkar eru í símanum í miðri kennslustund og leggja hann ekki frá sér þrátt fyrir tilmæli. Þau eru að þvælast um skólastofuna eða ganga út úr kennslustund án þess að biðja um leyfi. Þetta er mjög slæm þróun og getur leitt til þess að nemendur hætta að bera virðingu fyrir kennurum og því sem þeir biðja nemendur um að gera. Samvinna milli heimilis og skóla er það sem gerir gæfumuninn í starfi okkar grunnskólakennara. Menntun og uppeldi barnanna gerist bæði á heimilunum og í skólunum. Við kennarar erum fagmanneskjur, en foreldrarnir þekkja sín börn auðvitað best. Saman náum við bestum árangri þegar við vinnum saman og sýnum hvort öðru skilning og virðingu, og styðjum hvort annað.Aukum virðingu fyrir kennurumVið þurfum að taka höndum saman og bæta ímynd kennara og auka virðingu fyrir störfum þeirra. Ég tel að eitt af helstu verkefnum nýrrar borgarstjórnar eigi að vera að vinna með grunnskólakennurum að því að auka auka virðingu fyrir því mikilvæga starfi sem unnið er í skólum borgarinnar. Við eigum að tala upp skólana, og hætta að tala þá niður. Við þurfum að taka á agavandamálum í skóla og virðingaleysi nemenda gagnvart kennurum og styrkja og auka samvinnu milli heimila og skóla. Það myndi létta álag á kennurum og auðvelda þeim að einbeita sér að kennslu, í stað þess að halda uppi aga í kennslustofunni.Léttum álagi og minnkum streituKennarar eru undir gríðarlegu álagi. Bugun og þreyta í grunnskólum borgarinnar er alvarlegt vandamál. Hér þarf borgin að koma til móts við kennara með styttingu vinnuvikunnar og auknu faglegu sjálfstæði. Mál sem við í Vinstri grænum höfum lagt áherslu á. Við viljum líka að grunnskólar borgarinnar verði fjölskulduvænir vinnustaðir. Að mínu mati er nauðsynlegt að foreldrar, kennarar og Reykjavíkurborg taki höndum saman og leggist á eitt við að bæta virðingu og traust til grunnskólans og fólksins sem heldur starfi þeirra uppi, kennurunum. Ef við aukum virðingu nemenda fyrir kennurum þá munum við ekki aðeins létta óþörfu álagi af kennurum, heldur stórbæta skólastarfið, öllum, og þó sérstaklega nemendum til hagsbóta. Leggjumst saman á eitt og bætum grunnskólana okkar – í allra þágu!Guðbjörg Magnúsdóttir, grunnskólakennari skipar 8 sæti á framboðslista Vinstri grænna í borgarstjórnarkosningunum.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun