Forsætisráðherra drap biskup við skákborðið Hersir Aron Ólafsson skrifar 11. maí 2018 20:00 Forsætisráðherra drap biskup við Reykjavíkurhöfn í dag. Þó var aðeins um skákmann að ræða, en skákmaraþon Hróksins til styrktar börnum í Jemen hófst í morgun. Þar er áheitum og styrkjum safnað við skákiðkun næstu tvo daga, en tilefnið er að ár er nú liðið frá andláti Jóhönnu Kristjónsdóttur, móður Hrafns Jökulssonar, forseta Hróksins. Jóhanna kynnti fjölmarga Íslendinga fyrir Mið-Austurlöndum sem fararstjóri um árabil auk þess að vera ötul í góðgerðarstarfi og ýmiss konar söfnunum. „Þetta er bara eitt versta neyðarástand í heimi. Af 29 milljón íbúum þá þurfa 22 milljónir á neyðaraðstoð að halda. Þar af eru 11,3 milljónir barna, sem er næstum því hvert einasta barn í landinu,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi um ástandið í Jemen. Teflt var frá klukkan níu í morgun og stendur maraþonið allt fram til miðnættis. Andstæðingurinn Róbert Lagerman, varaforseti Hróksins, var ósigraður þegar fréttastofu bar að garði. „Úrslitin í raun og veru skipta engu máli. Það er bara að koma og tefla, taka þátt í þessari söfnun við okkur,“ segir Róbert. Bæði er teflt í dag og á morgun – allt til miðnættis. Fjölmörg fyrirtæki styrkja söfnunina, bæði með beinum styrkjum auk þess sem þau styrkja UNICEF og Fatimusjóðinn svokallaða fyrir hverja teflda og skráða skák. Þegar hafa safnast á fimmtu milljón króna, en Hróksmenn hvetja alla til að mæta og tefla. „Það er bara um að gera að styrkja börn í Jemen,“ segir Henný Nielsen, herforingi hjá Hróknum. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Forsætisráðherra drap biskup við Reykjavíkurhöfn í dag. Þó var aðeins um skákmann að ræða, en skákmaraþon Hróksins til styrktar börnum í Jemen hófst í morgun. Þar er áheitum og styrkjum safnað við skákiðkun næstu tvo daga, en tilefnið er að ár er nú liðið frá andláti Jóhönnu Kristjónsdóttur, móður Hrafns Jökulssonar, forseta Hróksins. Jóhanna kynnti fjölmarga Íslendinga fyrir Mið-Austurlöndum sem fararstjóri um árabil auk þess að vera ötul í góðgerðarstarfi og ýmiss konar söfnunum. „Þetta er bara eitt versta neyðarástand í heimi. Af 29 milljón íbúum þá þurfa 22 milljónir á neyðaraðstoð að halda. Þar af eru 11,3 milljónir barna, sem er næstum því hvert einasta barn í landinu,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi um ástandið í Jemen. Teflt var frá klukkan níu í morgun og stendur maraþonið allt fram til miðnættis. Andstæðingurinn Róbert Lagerman, varaforseti Hróksins, var ósigraður þegar fréttastofu bar að garði. „Úrslitin í raun og veru skipta engu máli. Það er bara að koma og tefla, taka þátt í þessari söfnun við okkur,“ segir Róbert. Bæði er teflt í dag og á morgun – allt til miðnættis. Fjölmörg fyrirtæki styrkja söfnunina, bæði með beinum styrkjum auk þess sem þau styrkja UNICEF og Fatimusjóðinn svokallaða fyrir hverja teflda og skráða skák. Þegar hafa safnast á fimmtu milljón króna, en Hróksmenn hvetja alla til að mæta og tefla. „Það er bara um að gera að styrkja börn í Jemen,“ segir Henný Nielsen, herforingi hjá Hróknum.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira