Hvaða tala kemur eftir 7.320.442? Þórlindur Kjartansson skrifar 11. maí 2018 07:00 Allt frá því ég var barn man ég eftir því að heyra fólk lýsa með þjósti yfir andúð á utanbókarlærdómi. Það virkar einhvern veginn lógískt að það sé sóun á heilastarfsemi að leggja hluti á minnið. Betra sé að spara plássið fyrir sköpunargáfuna en sækja bara upplýsingar og staðreyndir eftir þörfum. Ennfremur heyrist það gjarnan sagt að samhengislaus „páfagaukalærdómur“ sé gamaldags og gagnslaus. Þetta má til dæmis lesa úr drögum að menntastefnu sem borgarráð Reykjavíkur sendi frá sér nýverið. Þar eru talin upp fimm markmið í skóla- og frístundastarfi. Fæst snúast um að skólinn eigi að tryggja að nemendur hafi tileinkað sér þekkingu eða færni—ef frá er talið að þau skuli geta lesið sér til gagns og gamans. Þess í stað er lögð áhersla á að upplifun barna af skólanum sé jákvæð, að þau þrói sterka sjálfsmynd, sjálfstraust, frumkvæði, sköpunargáfu og tileinki sér heilbrigðan lífsstíl, svo eitthvað sé nefnt. En vellíðan er ekki endilega eftirsóknarverð ef hún er á kostnað þroska, skapandi hugsun án þekkingar er yfirleitt fáránleg—og sjálfstraust án færni getur beinlínis verið hættulegt. Það er þess vegna ekkert smámál ef það er rétt sem sumir skólamenn, þar á meðal Jón Pétur Zimsen, halda fram, að það sé vísvitandi verið að draga úr áherslu á þekkingu og færni í skólakerfinu. Það er ýmislegt gagnlegt sem leynist í kennsluaðferðum og menntastefnum, svo sem eins og páfagaukalærdómur, sem þykja vera úr takti við tímann.Skapandi páfagaukar Og hvaða tala skyldi koma næst á eftir 7.320.442? Það mun vera talan 7.320.443. Eflaust finnst mörgum merkilegt að ég kunni svona margar tölur. Hann hlýtur að vera snjall þessi pistlahöfundur að kunna að telja upp í meira en sjö milljónir og fipast ekkert. Kannski hefur hann svindlað og hringt í vin sinn Pawel Bartoszek og hann hefur flett því upp fyrir hann í þykkri bók með öllum mögulegum tölum sem stærðfræðingar geyma í hillunum sínum. En, nei nei. Ég vissi þetta alveg sjálfur. Og það er allt út af páfagaukalærdómi. Þegar lítil börn læra tölustafina eru þau nefnilega að læra eins og páfagaukar. Þau læra fyrst að skilja muninn á einum og mörgum, svo læra þau muninn á einum, tveimur og mörgum—en að fá tilfinningu fyrir muninum á þrettán og fjórtán tekur mörg ár—jafnvel þótt barnið sé vant því að þylja upp talnarununa hárrétt. En þessi páfagaukalærdómur gerir það að verkum að allt fullorðið fólk kann fullkomlega að telja, meira að segja upp í tölur sem það hefur aldrei áður séð. Og þótt okkur finnist ekki merkilegt að vita hvaða tala kemur á eftir 7.320.442 þá tók það mannkynið meira en tíu þúsund ár að finna svarið, og það tekur hverja manneskju mörg ár að læra aðferðina. Ástæða þess að okkur finnst ekki merkilegt að geta svarað spurningunni er ekki sú að hún er einföld—heldur sú að við búum öll yfir ótrúlega flókinni færni sem jafnvel gáfaðasta fólk fornaldar gat ekki látið sig dreyma um. Þekking, skilningur, færni, sköpun Engum dytti í hug að það væri ásættanlegt að nemendur útskrifuðust úr grunnskóla án þess að hafa öðlast fullkomna færni í notkun talnakerfisins. Og þótt það sé freistandi að taka þá færni sem sjálfsögðum hlut, þá byggist hún einmitt á gamaldags páfagaukalærdómi. Maður þarf að kunna hluti áður en maður skilur þá og maður þarf að skilja hluti áður en maður getur beitt þeim; og maður þarf að hafa færni í að beita þekkingu áður en maður getur skapað eitthvað nýtt og gagnlegt. Til þess að sjá samhengi og mynstur þarf manneskjan að reiða sig á kynstrin öll af inngróinni þekkingu, sem ekki er hægt að fletta upp eftir þörfum. Utanbókarlærdómur og páfagaukalærdómur verða því smám saman að forsendu skilnings sem svo getur leitt til þekkingar, skilnings, visku eða jafnvel frumlegrar hugsunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Allt frá því ég var barn man ég eftir því að heyra fólk lýsa með þjósti yfir andúð á utanbókarlærdómi. Það virkar einhvern veginn lógískt að það sé sóun á heilastarfsemi að leggja hluti á minnið. Betra sé að spara plássið fyrir sköpunargáfuna en sækja bara upplýsingar og staðreyndir eftir þörfum. Ennfremur heyrist það gjarnan sagt að samhengislaus „páfagaukalærdómur“ sé gamaldags og gagnslaus. Þetta má til dæmis lesa úr drögum að menntastefnu sem borgarráð Reykjavíkur sendi frá sér nýverið. Þar eru talin upp fimm markmið í skóla- og frístundastarfi. Fæst snúast um að skólinn eigi að tryggja að nemendur hafi tileinkað sér þekkingu eða færni—ef frá er talið að þau skuli geta lesið sér til gagns og gamans. Þess í stað er lögð áhersla á að upplifun barna af skólanum sé jákvæð, að þau þrói sterka sjálfsmynd, sjálfstraust, frumkvæði, sköpunargáfu og tileinki sér heilbrigðan lífsstíl, svo eitthvað sé nefnt. En vellíðan er ekki endilega eftirsóknarverð ef hún er á kostnað þroska, skapandi hugsun án þekkingar er yfirleitt fáránleg—og sjálfstraust án færni getur beinlínis verið hættulegt. Það er þess vegna ekkert smámál ef það er rétt sem sumir skólamenn, þar á meðal Jón Pétur Zimsen, halda fram, að það sé vísvitandi verið að draga úr áherslu á þekkingu og færni í skólakerfinu. Það er ýmislegt gagnlegt sem leynist í kennsluaðferðum og menntastefnum, svo sem eins og páfagaukalærdómur, sem þykja vera úr takti við tímann.Skapandi páfagaukar Og hvaða tala skyldi koma næst á eftir 7.320.442? Það mun vera talan 7.320.443. Eflaust finnst mörgum merkilegt að ég kunni svona margar tölur. Hann hlýtur að vera snjall þessi pistlahöfundur að kunna að telja upp í meira en sjö milljónir og fipast ekkert. Kannski hefur hann svindlað og hringt í vin sinn Pawel Bartoszek og hann hefur flett því upp fyrir hann í þykkri bók með öllum mögulegum tölum sem stærðfræðingar geyma í hillunum sínum. En, nei nei. Ég vissi þetta alveg sjálfur. Og það er allt út af páfagaukalærdómi. Þegar lítil börn læra tölustafina eru þau nefnilega að læra eins og páfagaukar. Þau læra fyrst að skilja muninn á einum og mörgum, svo læra þau muninn á einum, tveimur og mörgum—en að fá tilfinningu fyrir muninum á þrettán og fjórtán tekur mörg ár—jafnvel þótt barnið sé vant því að þylja upp talnarununa hárrétt. En þessi páfagaukalærdómur gerir það að verkum að allt fullorðið fólk kann fullkomlega að telja, meira að segja upp í tölur sem það hefur aldrei áður séð. Og þótt okkur finnist ekki merkilegt að vita hvaða tala kemur á eftir 7.320.442 þá tók það mannkynið meira en tíu þúsund ár að finna svarið, og það tekur hverja manneskju mörg ár að læra aðferðina. Ástæða þess að okkur finnst ekki merkilegt að geta svarað spurningunni er ekki sú að hún er einföld—heldur sú að við búum öll yfir ótrúlega flókinni færni sem jafnvel gáfaðasta fólk fornaldar gat ekki látið sig dreyma um. Þekking, skilningur, færni, sköpun Engum dytti í hug að það væri ásættanlegt að nemendur útskrifuðust úr grunnskóla án þess að hafa öðlast fullkomna færni í notkun talnakerfisins. Og þótt það sé freistandi að taka þá færni sem sjálfsögðum hlut, þá byggist hún einmitt á gamaldags páfagaukalærdómi. Maður þarf að kunna hluti áður en maður skilur þá og maður þarf að skilja hluti áður en maður getur beitt þeim; og maður þarf að hafa færni í að beita þekkingu áður en maður getur skapað eitthvað nýtt og gagnlegt. Til þess að sjá samhengi og mynstur þarf manneskjan að reiða sig á kynstrin öll af inngróinni þekkingu, sem ekki er hægt að fletta upp eftir þörfum. Utanbókarlærdómur og páfagaukalærdómur verða því smám saman að forsendu skilnings sem svo getur leitt til þekkingar, skilnings, visku eða jafnvel frumlegrar hugsunar.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar