Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2018 23:02 AT&T er stærsta fjarskiptafyrirtæki í heimi. Vísir/AFP Bandaríska fjarskiptafyrirtækið AT&T réði persónulegan lögmann Donalds Trump Bandaríkjaforseta aðeins nokkrum dögum eftir að hann sór embættiseið í fyrra til að ráðleggja fyrirtækinu í tengslum við margmilljarða dollara samruna sem var þá á borði bandarískra yfirvalda. Lögmaðurinn fékk meira en hálfa milljón dollara fyrir.Greiðslur AT&T og fleiri stórra fyrirtækja til Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, komu í ljós í vikunni í tengslum við mál klámmyndaleikkonu sem vill fá að segja frá kynferðislegu sambandi sem hún segist hafa átt við Trump árið 2006.Washington Post greinir nú frá því að ein af ástæðunum fyrir því að fjarskiptarisinn réði Cohen þremur dögum eftir embættiseiðinn í janúar í fyrra hafi verið sú að hann vildi ráðgjöf í tengslum við 85 milljarða dollara samruna við Time Warner. Samruninn var þá á borði Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC). Blaðið vísar í skjöl frá skúffufélagi Cohen sem það hefur undir höndum. Cohen fékk greidda 50.000 dollara á mánuði frá AT&T, alls um 600.000 dollara, í gegnum skúffufélagið Essential Consultants. Það er sama félag og greiddi Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonunni se, segist hafa átt vingott við Trump, 130.000 dollara fyrir að þegja um sambandið rétt fyrir kosningarnar árið 2016. Bandaríska blaðið segir óljóst hvaða sérþekkingu Cohen bjó yfir sem fyrirtækið ásældist. Hann hefur fyrst og fremst starfað sem lögmaður í fasteignabransanum og rekið leigubílaþjónustu. Alls virðist félag hans hafa þegið milljónir dollara frá stórfyrirtækjum fyrir aðgang og innsýn í stjórn Trump.Segir Trump ekki hafa vitað af samningunum Trump var gagrýninn á samrunann í kosningabaráttunni á sínum tíma og ríkisstjórn hans lagðist gegn honum. Málið er nú fyrir dómstólum. Time Warner á meðal annars CNN-fréttastöðina sem Trump hefur ítrekað sakað um að flytja „falsfréttir“. Talsmenn Cohen og AT&T vildu ekki tjá sig um fréttirnar. Fyrirtækið hefur áður sagst hafa viljað fá innsýn inn í nýju ríkisstjórnina. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, segir forsetann ekki hafa vitað af ráðgjafarstörfum Cohen. Svissneski lyfjarisinn Novartis greiddi Cohen einnig fyrir ráðgjafarstörf. Forstjóri þess sagði í gær að samningurinn við Cohen hafi verið „mistök“. Novartis hefur þurft að greiða milljónir dollara í dómssáttir og sektir vegna mútugreiðslna til stjórnmálamanna, embættismanna og lækna í nokkrum löndum. Cohen er nú til alríkisrannsóknar vegna mögulegra fjársvika. Yfirvöld gerðu húsleit á skrifstofu hans, íbúð og hótelherbergi í síðasta mánuði. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 Lyfjafyrirtæki ekki lengur með samning við lögmann Trump Svissneskt lyfjafyrirtæki sem hefur orðið uppvíst að spillingu annars staðar greiddi félagi lögmanns Trump Bandaríkjaforseti rúma milljón dollara í fyrra og fram á þetta ár. 9. maí 2018 15:29 Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17 Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Bandaríska fjarskiptafyrirtækið AT&T réði persónulegan lögmann Donalds Trump Bandaríkjaforseta aðeins nokkrum dögum eftir að hann sór embættiseið í fyrra til að ráðleggja fyrirtækinu í tengslum við margmilljarða dollara samruna sem var þá á borði bandarískra yfirvalda. Lögmaðurinn fékk meira en hálfa milljón dollara fyrir.Greiðslur AT&T og fleiri stórra fyrirtækja til Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, komu í ljós í vikunni í tengslum við mál klámmyndaleikkonu sem vill fá að segja frá kynferðislegu sambandi sem hún segist hafa átt við Trump árið 2006.Washington Post greinir nú frá því að ein af ástæðunum fyrir því að fjarskiptarisinn réði Cohen þremur dögum eftir embættiseiðinn í janúar í fyrra hafi verið sú að hann vildi ráðgjöf í tengslum við 85 milljarða dollara samruna við Time Warner. Samruninn var þá á borði Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC). Blaðið vísar í skjöl frá skúffufélagi Cohen sem það hefur undir höndum. Cohen fékk greidda 50.000 dollara á mánuði frá AT&T, alls um 600.000 dollara, í gegnum skúffufélagið Essential Consultants. Það er sama félag og greiddi Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonunni se, segist hafa átt vingott við Trump, 130.000 dollara fyrir að þegja um sambandið rétt fyrir kosningarnar árið 2016. Bandaríska blaðið segir óljóst hvaða sérþekkingu Cohen bjó yfir sem fyrirtækið ásældist. Hann hefur fyrst og fremst starfað sem lögmaður í fasteignabransanum og rekið leigubílaþjónustu. Alls virðist félag hans hafa þegið milljónir dollara frá stórfyrirtækjum fyrir aðgang og innsýn í stjórn Trump.Segir Trump ekki hafa vitað af samningunum Trump var gagrýninn á samrunann í kosningabaráttunni á sínum tíma og ríkisstjórn hans lagðist gegn honum. Málið er nú fyrir dómstólum. Time Warner á meðal annars CNN-fréttastöðina sem Trump hefur ítrekað sakað um að flytja „falsfréttir“. Talsmenn Cohen og AT&T vildu ekki tjá sig um fréttirnar. Fyrirtækið hefur áður sagst hafa viljað fá innsýn inn í nýju ríkisstjórnina. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, segir forsetann ekki hafa vitað af ráðgjafarstörfum Cohen. Svissneski lyfjarisinn Novartis greiddi Cohen einnig fyrir ráðgjafarstörf. Forstjóri þess sagði í gær að samningurinn við Cohen hafi verið „mistök“. Novartis hefur þurft að greiða milljónir dollara í dómssáttir og sektir vegna mútugreiðslna til stjórnmálamanna, embættismanna og lækna í nokkrum löndum. Cohen er nú til alríkisrannsóknar vegna mögulegra fjársvika. Yfirvöld gerðu húsleit á skrifstofu hans, íbúð og hótelherbergi í síðasta mánuði.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 Lyfjafyrirtæki ekki lengur með samning við lögmann Trump Svissneskt lyfjafyrirtæki sem hefur orðið uppvíst að spillingu annars staðar greiddi félagi lögmanns Trump Bandaríkjaforseti rúma milljón dollara í fyrra og fram á þetta ár. 9. maí 2018 15:29 Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17 Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55
FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00
Lyfjafyrirtæki ekki lengur með samning við lögmann Trump Svissneskt lyfjafyrirtæki sem hefur orðið uppvíst að spillingu annars staðar greiddi félagi lögmanns Trump Bandaríkjaforseti rúma milljón dollara í fyrra og fram á þetta ár. 9. maí 2018 15:29
Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17