Það þarf af rannsaka einkavæðingu Granda Reinhold Richter skrifar 10. maí 2018 20:28 Við þurfum að gera upp við nýfrjálshyggjuna, ekki bara hvernig skattar hinna ríku voru lækkaðir og þannig grafið undan velferðarkerfinu, heldur líka hvernig örfáar fjölskyldur náðu að sölsa undir sig almannaeigur. Fyrir okkur Reykvíkinga vegur salan á Bæjarútgerðinni þar þyngst. Sú sala markaði upphaf nýfrjálshyggjunnar og einkavæðingar almannaeigna í Reykjavík. Fjölskyldur Kristjáns Loftssonar og viðskiptafélaga seldu sinn hlut sinn í HB-Granda um daginn á 21,7 milljarð króna til Guðmundar Kristjánssonar í Brim. Hlut sinn í HBGranda eignuðust Kristján og félagar 1988 þegar þeir keyptu ásamt Sjóvá 78% hlut Reykjavíkurborgar í Granda. Davíð Oddsson borgarstjóri seldi þessu fólki hlut borgarbúa í Granda á 500 milljónir króna árið 1988. Á núvirði eru þetta um 2.070 milljónir króna. Og hlutirnir sem voru seldir um daginn eru aðeins partur af því sem Davíð seldi árið 1988. Ætli Kristján og félagar hafi ekki greitt um 1.400 milljónir króna á núvirði fyrir það sem þeir voru að selja fyrir 21.700 milljónir króna. Þeir högnuðust því um meira en 20 milljarða króna í gegnum klíkuskap. Það er kallað klíkuræði, óligarkismi, þar sem einkavinir valdhafa hagnast af að sölsa undir sig almannaeigur. Þetta er ástandið í Rússlandi og víða í Austur-Evrópu, en þetta ástand hefur varað í marga áratugi á Íslandi. Og dæmið sé líklega enn verra. Þegar Davíð Oddsson var borgarstjóri og bjargaði Ísbirninum frá gjaldþroti 1985, með því að sameina það fyrirtæki inn í Bæjarútgerð Reykjavíkur, yfirtók borgarsjóður miklar skuldir af fyrirtækinu, hátt í 1,5 milljarð króna á núvirði. Það mætti því halda því fram að Davíð borgarstjóri hafi selt hlut borgarbúa á nánast ekki neitt. Sama hlut og var seldur um daginn á 21,7 milljarð króna. Það mætti gera eitthvað fyrir þá upphæð. Eitthvað gáfulegra en að gefa Kristjáni Loftssyni og félögum. Ég efast um að borgarbúar myndi kjósa þá niðurstöðu í dag. Það má benda á að nota mætti 20 milljarða sem 20% stofnframlag til byggingar fjögur til fimm þúsund íbúða. Þótt við getum ekki endurheimt þessar eignir, né náð hagnaðinum af þeim sem sölsuðu þær undir sig, þá er alla vega betra að þekkja söguna. Hvernig eignir almennings voru færðar til örfárra á nýfrjálshyggjuárunum. Reykjavíkingar eiga rétt á að vita hvað varð um eigur þeirra. Bæjarútgerð Reykjavíkur var stofnuð eftir stríð til að tryggja sjómönnum og verkafólki í Reykjavík vinnu. Hún var rekin með sóma fram undir lok áttunda áratuginn, þegar hún lenti í vanda eins og flest útgerðarfyrirtæki landsins. Þrátt fyrir útfærslu landhelginnar dróst afli saman og offjárfesting sligaði útgerðina. Kvótakerfið var einmitt sett á til að draga úr fjárfestingum og minnka kostnað við veiðarnar. En áður en hagkvæmni kvótakerfisins náði að bæta rekstur bæjarútgerðanna voru þær seldar, ekki bara í Reykjavík heldur líka í Hafnarfirði, á Akureyri og víðar. Það voru því einkaaðilar, í flestum tilfellum innvígðir og innmúraðir sjálfstæðismenn, sem tóku inn hagnaðinn af kvótakerfinu. Almenningur, eigendur bæjarútgerðanna, fékk ekkert. Einkavæðing bæjarútgerðanna var ekkert síður blóðug en einkavæðing bankanna á sínum tíma. Það voru bæjarútgerðir og útgerðir samvinnuhreyfingarinnar sem komu fótunum undir Íslendinga eftir stríð. Þær voru stofnaðar til að tryggja fólki atvinnu. Í dag eru þessar almannaeigur og fyrrum félagslegar eignir komnar í hendur örfárra fjölskyldna sem veigra sér ekki við að loka fiskvinnslustöðvum og segja upp tugum og hundruðum starfsmanna ef þær halda að þær geti grætt á því. Einkavæðingin snýst því ekki aðeins um krónur og aura heldur líka um að fólk geti búið við öryggi og trausta afkomu.Höfundur er aðaltrúnaðarmaður hjá Ísal og frambjóðandi sósíalista í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Sjávarútvegur Mest lesið Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Við þurfum að gera upp við nýfrjálshyggjuna, ekki bara hvernig skattar hinna ríku voru lækkaðir og þannig grafið undan velferðarkerfinu, heldur líka hvernig örfáar fjölskyldur náðu að sölsa undir sig almannaeigur. Fyrir okkur Reykvíkinga vegur salan á Bæjarútgerðinni þar þyngst. Sú sala markaði upphaf nýfrjálshyggjunnar og einkavæðingar almannaeigna í Reykjavík. Fjölskyldur Kristjáns Loftssonar og viðskiptafélaga seldu sinn hlut sinn í HB-Granda um daginn á 21,7 milljarð króna til Guðmundar Kristjánssonar í Brim. Hlut sinn í HBGranda eignuðust Kristján og félagar 1988 þegar þeir keyptu ásamt Sjóvá 78% hlut Reykjavíkurborgar í Granda. Davíð Oddsson borgarstjóri seldi þessu fólki hlut borgarbúa í Granda á 500 milljónir króna árið 1988. Á núvirði eru þetta um 2.070 milljónir króna. Og hlutirnir sem voru seldir um daginn eru aðeins partur af því sem Davíð seldi árið 1988. Ætli Kristján og félagar hafi ekki greitt um 1.400 milljónir króna á núvirði fyrir það sem þeir voru að selja fyrir 21.700 milljónir króna. Þeir högnuðust því um meira en 20 milljarða króna í gegnum klíkuskap. Það er kallað klíkuræði, óligarkismi, þar sem einkavinir valdhafa hagnast af að sölsa undir sig almannaeigur. Þetta er ástandið í Rússlandi og víða í Austur-Evrópu, en þetta ástand hefur varað í marga áratugi á Íslandi. Og dæmið sé líklega enn verra. Þegar Davíð Oddsson var borgarstjóri og bjargaði Ísbirninum frá gjaldþroti 1985, með því að sameina það fyrirtæki inn í Bæjarútgerð Reykjavíkur, yfirtók borgarsjóður miklar skuldir af fyrirtækinu, hátt í 1,5 milljarð króna á núvirði. Það mætti því halda því fram að Davíð borgarstjóri hafi selt hlut borgarbúa á nánast ekki neitt. Sama hlut og var seldur um daginn á 21,7 milljarð króna. Það mætti gera eitthvað fyrir þá upphæð. Eitthvað gáfulegra en að gefa Kristjáni Loftssyni og félögum. Ég efast um að borgarbúar myndi kjósa þá niðurstöðu í dag. Það má benda á að nota mætti 20 milljarða sem 20% stofnframlag til byggingar fjögur til fimm þúsund íbúða. Þótt við getum ekki endurheimt þessar eignir, né náð hagnaðinum af þeim sem sölsuðu þær undir sig, þá er alla vega betra að þekkja söguna. Hvernig eignir almennings voru færðar til örfárra á nýfrjálshyggjuárunum. Reykjavíkingar eiga rétt á að vita hvað varð um eigur þeirra. Bæjarútgerð Reykjavíkur var stofnuð eftir stríð til að tryggja sjómönnum og verkafólki í Reykjavík vinnu. Hún var rekin með sóma fram undir lok áttunda áratuginn, þegar hún lenti í vanda eins og flest útgerðarfyrirtæki landsins. Þrátt fyrir útfærslu landhelginnar dróst afli saman og offjárfesting sligaði útgerðina. Kvótakerfið var einmitt sett á til að draga úr fjárfestingum og minnka kostnað við veiðarnar. En áður en hagkvæmni kvótakerfisins náði að bæta rekstur bæjarútgerðanna voru þær seldar, ekki bara í Reykjavík heldur líka í Hafnarfirði, á Akureyri og víðar. Það voru því einkaaðilar, í flestum tilfellum innvígðir og innmúraðir sjálfstæðismenn, sem tóku inn hagnaðinn af kvótakerfinu. Almenningur, eigendur bæjarútgerðanna, fékk ekkert. Einkavæðing bæjarútgerðanna var ekkert síður blóðug en einkavæðing bankanna á sínum tíma. Það voru bæjarútgerðir og útgerðir samvinnuhreyfingarinnar sem komu fótunum undir Íslendinga eftir stríð. Þær voru stofnaðar til að tryggja fólki atvinnu. Í dag eru þessar almannaeigur og fyrrum félagslegar eignir komnar í hendur örfárra fjölskyldna sem veigra sér ekki við að loka fiskvinnslustöðvum og segja upp tugum og hundruðum starfsmanna ef þær halda að þær geti grætt á því. Einkavæðingin snýst því ekki aðeins um krónur og aura heldur líka um að fólk geti búið við öryggi og trausta afkomu.Höfundur er aðaltrúnaðarmaður hjá Ísal og frambjóðandi sósíalista í Reykjavík.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun