Hugsi yfir leynd hagsmunaskráningar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. maí 2018 10:00 Helga Vala Helgadóttir segir málsmeðferðina skjóta skökku við VÍSIR/VILHELM Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Helga Vala Helgadóttir, segir tilgang með hagsmunaskráningu æðstu ráðamanna þjóðarinnar vera að tryggja að farið sé að réttum leikreglum og byggja upp traust. Helga Vala spyr hvar gagnsæið verði í fyrirhugaðri hagsmunaskráningu ráðuneytisstjóra og aðstoðarmanna ráðherra sem ríkisstjórnin ákvað að verði ekki opinber. „Eiga ráðuneytin að hafa eftirlit með ráðuneytisstjórum og aðstoðarmönnum ráðherra?“ spyr Helga Vala. Hún vísar til þekktra mála um hagsmunaárekstra og spillingu æðstu embættismanna. „Þessi mál hafa yfirleitt komið upp vegna þess að það er einhver utanaðkomandi sem bendir á en ekki kerfið sjálft.“ Fyrirhuguð hagsmunaskráning kemur til vegna ábendinga frá Greco, samtökum Evrópuríkja, gegn spillingu. Í skýrslu Greco segir að dæmin sanni nauðsyn þess að reglur um hagsmunaskráningu nái yfir ráðuneytisstjóra og er þar vísað til innherjaupplýsinga sem hafi verið notaðar með refsiverðum hætti. Í skýrslu Greco segir að huga beri að því að víkka reglurnar út svo þær nái til nánustu fjölskyldumeðlima. Stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir að hafa ekki fylgt fyrri ábendingum Greco þess efnis í tilviki þingmanna og ráðherra. Nefndin hafi fundað með Persónuvernd, sem telji persónuverndarlög ekki í vegi fyrir því í tilviki nánustu skyldmenna, sé kveðið á um upplýsingagjöfina í lögum. Þá vísar Greco til þess að framkvæmd gildandi reglna sé ábótavant og aðhaldið komi að mestu leyti frá fjölmiðlafólki með fréttum af rangri upplýsingagjöf eða endurteknum fyrirspurnum um hagsmunaskráningu stjórnmálamanna. Greco-nefndin leggur ríka áherslu á umbætur þar að lútandi í þágu gegnsæis og ráðvendni æðstu embættismanna ríkisins. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Sjá meira
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Helga Vala Helgadóttir, segir tilgang með hagsmunaskráningu æðstu ráðamanna þjóðarinnar vera að tryggja að farið sé að réttum leikreglum og byggja upp traust. Helga Vala spyr hvar gagnsæið verði í fyrirhugaðri hagsmunaskráningu ráðuneytisstjóra og aðstoðarmanna ráðherra sem ríkisstjórnin ákvað að verði ekki opinber. „Eiga ráðuneytin að hafa eftirlit með ráðuneytisstjórum og aðstoðarmönnum ráðherra?“ spyr Helga Vala. Hún vísar til þekktra mála um hagsmunaárekstra og spillingu æðstu embættismanna. „Þessi mál hafa yfirleitt komið upp vegna þess að það er einhver utanaðkomandi sem bendir á en ekki kerfið sjálft.“ Fyrirhuguð hagsmunaskráning kemur til vegna ábendinga frá Greco, samtökum Evrópuríkja, gegn spillingu. Í skýrslu Greco segir að dæmin sanni nauðsyn þess að reglur um hagsmunaskráningu nái yfir ráðuneytisstjóra og er þar vísað til innherjaupplýsinga sem hafi verið notaðar með refsiverðum hætti. Í skýrslu Greco segir að huga beri að því að víkka reglurnar út svo þær nái til nánustu fjölskyldumeðlima. Stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir að hafa ekki fylgt fyrri ábendingum Greco þess efnis í tilviki þingmanna og ráðherra. Nefndin hafi fundað með Persónuvernd, sem telji persónuverndarlög ekki í vegi fyrir því í tilviki nánustu skyldmenna, sé kveðið á um upplýsingagjöfina í lögum. Þá vísar Greco til þess að framkvæmd gildandi reglna sé ábótavant og aðhaldið komi að mestu leyti frá fjölmiðlafólki með fréttum af rangri upplýsingagjöf eða endurteknum fyrirspurnum um hagsmunaskráningu stjórnmálamanna. Greco-nefndin leggur ríka áherslu á umbætur þar að lútandi í þágu gegnsæis og ráðvendni æðstu embættismanna ríkisins.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Sjá meira