Hér á Shoal Creek vellinum í Alabama fylki í Bandaríkjunum hefur ástandið verið betra. Völlurinn er á floti eftir miklar rigningar sem hafa fylgt hitabeltisstorminum Alberto sem gengið hefur yfir fylkið síðustu daga með mikilli úrkomu. Í gær, þriðjudag, fengu leikmenn ekki að leika æfingahring á vellinum sökum vinds og mikillar úrkomu.
Einungis eftir klukkan 15:00 á staðartíma í gær fengu leikmenn leyfi til að nota æfingarsvæðið til að halda sér í formi.
Ólafía Þórunn á bókaðan rástíma í æfingahring í dag klukkan 08:19 á 10.teig og vonandi verður ástandið á Shoal Creek vellinum þannig að hægt verði að leika völlinn vegna mikillar bleytu.
