Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2018 19:12 Fellibylurinn María lék Púertó Ríkó grátt í september í fyrra og setur enn mark sitt á daglegt líf íbúa þar. Vísir/EPA Að minnsta kosti 4.645 manns létu lífið vegna fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í fyrra samkvæmt nýrri rannsókn heilbrigðisvísindamanna. Opinberar tölur um mannskaðann segja hins vegar að aðeins 64 hafi farist af völdum fellibylsins. Rannsóknin beindi sjónum að röskunum á heilbrigðisþjónustu og grunnþjónustu við aldraða og langveika á eyjunni eftir að María olli eyðileggingu þar í september. Rafmagn er ekki enn komið á sums staðar á eyjunni vegna skemmdanna sem urðu á raforkukerfinu. Washington Post segir að sumir bæir hafi verið algerlega einangraðir í nokkrar vikur eftir fellibylinn.Heilbrigðisþjónusta á eyjunni var í lamasessi eftir Maríu. Olíuvaraaflstöðvar sáu þeim fyrir rafmagni en á sama tíma varð vart við olíuskort í landinu. Flytja þurfti alvarlega veika sjúklinga til meginlands Bandaríkjanna þar sem ekki var hægt að veita þeim þá meðferð sem þurftu á að halda á eyjunni. „Niðurstöður okkar benda til þess að opinber tala látinna um 64 sé verulegt vanmat af raunverulegri byrði dauðsfalla eftir fellibylinn Maríu,“ segja höfundar rannsóknarinnar. Opinberu tölurnar hafa enda sætt harðri gagnrýndi sérfræðinga og eyjaskeggja. Rannsakendurnir gagnrýna stjórnvöld á Púertó Ríkó fyrir hvernig þau töldu þá sem létust og tregðu til að deila upplýsingum. Það skaði áætlanagerð fyrir náttúruhamfarir í framtíðinni. Tjónið af völdum Maríu er talið nema um níutíu milljörðum dollara. Það er það þriðja mesta á bandarísku landsvæði frá árinu 1900. Sjúkrahús þurfti að keyra á olíuvaraaflstöðvum Íbúar Púertó Ríkó glíma enn við vatnsskort, óáreiðanlegt rafmagn og skort á grunnþjónustu þó að átta mánuðir séu liðnir frá hamförunum. Ríkisstjórn Donalds Trump forseta hefur verið gagnrýnd fyrir að taka neyðarástandið á Púertó Ríkó eftir fellibylinn ekki eins föstum tökum og eftir stóra fellibyli sem gengu yfir Texas og Flórída. Púertó Ríkó er bandarískt yfirráðasvæði. Trump gerði lítið til að breyta þeirri ásýnd þegar hann tísti um að íbúar eyjarinnar vildu fá allt upp í hendurnar og tengdi neyðaraðstoð við erfiða fjárhagsstöðu yfirvalda þar. Tengdar fréttir Hátt í hálf milljón enn án rafmagns á Púertó Ríkó eftir fellibylinn í haust Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að versti stormur sem gengið hafði yfir Púertó Ríkó í 85 ár olli usla þar. 25. janúar 2018 18:33 Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar Donald Trump kennir demókrötum um ummæli borgarstjóra San Juan varðandi hægvirkt hjálparstarf. 30. september 2017 12:11 Bandaríkjastjórn hættir neyðaraðstoð við Púertó Ríkó Enn er stór hluti íbúa eyjarinnar án rafmagns og í dreifbýli er aðgangur að hreinu vatni og mat enn takmarkaður. 31. janúar 2018 10:25 Tjón vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira Í heildina nam tjón af völdum náttúruhamfara í Bandaríkjunum rúmum 300 milljörðum dollara í fyrra. 8. janúar 2018 16:36 Þingmaður grét þegar hann ræddi Puerto Rico „Bandaríkin eru öflugasta og auðugasta þjóð heimsins og þetta eru ekki viðbrögð sem sýna mátt okkar og auð.“ 1. október 2017 07:53 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Að minnsta kosti 4.645 manns létu lífið vegna fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í fyrra samkvæmt nýrri rannsókn heilbrigðisvísindamanna. Opinberar tölur um mannskaðann segja hins vegar að aðeins 64 hafi farist af völdum fellibylsins. Rannsóknin beindi sjónum að röskunum á heilbrigðisþjónustu og grunnþjónustu við aldraða og langveika á eyjunni eftir að María olli eyðileggingu þar í september. Rafmagn er ekki enn komið á sums staðar á eyjunni vegna skemmdanna sem urðu á raforkukerfinu. Washington Post segir að sumir bæir hafi verið algerlega einangraðir í nokkrar vikur eftir fellibylinn.Heilbrigðisþjónusta á eyjunni var í lamasessi eftir Maríu. Olíuvaraaflstöðvar sáu þeim fyrir rafmagni en á sama tíma varð vart við olíuskort í landinu. Flytja þurfti alvarlega veika sjúklinga til meginlands Bandaríkjanna þar sem ekki var hægt að veita þeim þá meðferð sem þurftu á að halda á eyjunni. „Niðurstöður okkar benda til þess að opinber tala látinna um 64 sé verulegt vanmat af raunverulegri byrði dauðsfalla eftir fellibylinn Maríu,“ segja höfundar rannsóknarinnar. Opinberu tölurnar hafa enda sætt harðri gagnrýndi sérfræðinga og eyjaskeggja. Rannsakendurnir gagnrýna stjórnvöld á Púertó Ríkó fyrir hvernig þau töldu þá sem létust og tregðu til að deila upplýsingum. Það skaði áætlanagerð fyrir náttúruhamfarir í framtíðinni. Tjónið af völdum Maríu er talið nema um níutíu milljörðum dollara. Það er það þriðja mesta á bandarísku landsvæði frá árinu 1900. Sjúkrahús þurfti að keyra á olíuvaraaflstöðvum Íbúar Púertó Ríkó glíma enn við vatnsskort, óáreiðanlegt rafmagn og skort á grunnþjónustu þó að átta mánuðir séu liðnir frá hamförunum. Ríkisstjórn Donalds Trump forseta hefur verið gagnrýnd fyrir að taka neyðarástandið á Púertó Ríkó eftir fellibylinn ekki eins föstum tökum og eftir stóra fellibyli sem gengu yfir Texas og Flórída. Púertó Ríkó er bandarískt yfirráðasvæði. Trump gerði lítið til að breyta þeirri ásýnd þegar hann tísti um að íbúar eyjarinnar vildu fá allt upp í hendurnar og tengdi neyðaraðstoð við erfiða fjárhagsstöðu yfirvalda þar.
Tengdar fréttir Hátt í hálf milljón enn án rafmagns á Púertó Ríkó eftir fellibylinn í haust Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að versti stormur sem gengið hafði yfir Púertó Ríkó í 85 ár olli usla þar. 25. janúar 2018 18:33 Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar Donald Trump kennir demókrötum um ummæli borgarstjóra San Juan varðandi hægvirkt hjálparstarf. 30. september 2017 12:11 Bandaríkjastjórn hættir neyðaraðstoð við Púertó Ríkó Enn er stór hluti íbúa eyjarinnar án rafmagns og í dreifbýli er aðgangur að hreinu vatni og mat enn takmarkaður. 31. janúar 2018 10:25 Tjón vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira Í heildina nam tjón af völdum náttúruhamfara í Bandaríkjunum rúmum 300 milljörðum dollara í fyrra. 8. janúar 2018 16:36 Þingmaður grét þegar hann ræddi Puerto Rico „Bandaríkin eru öflugasta og auðugasta þjóð heimsins og þetta eru ekki viðbrögð sem sýna mátt okkar og auð.“ 1. október 2017 07:53 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Hátt í hálf milljón enn án rafmagns á Púertó Ríkó eftir fellibylinn í haust Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að versti stormur sem gengið hafði yfir Púertó Ríkó í 85 ár olli usla þar. 25. janúar 2018 18:33
Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar Donald Trump kennir demókrötum um ummæli borgarstjóra San Juan varðandi hægvirkt hjálparstarf. 30. september 2017 12:11
Bandaríkjastjórn hættir neyðaraðstoð við Púertó Ríkó Enn er stór hluti íbúa eyjarinnar án rafmagns og í dreifbýli er aðgangur að hreinu vatni og mat enn takmarkaður. 31. janúar 2018 10:25
Tjón vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira Í heildina nam tjón af völdum náttúruhamfara í Bandaríkjunum rúmum 300 milljörðum dollara í fyrra. 8. janúar 2018 16:36
Þingmaður grét þegar hann ræddi Puerto Rico „Bandaríkin eru öflugasta og auðugasta þjóð heimsins og þetta eru ekki viðbrögð sem sýna mátt okkar og auð.“ 1. október 2017 07:53