Erlent

Morgan Freeman hótar lögsókn vegna ásakana um áreitni

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Freeman segist bara hafa verið að grínast þegar hann strauk konum og hældi útliti þeirra á tökustað
Freeman segist bara hafa verið að grínast þegar hann strauk konum og hældi útliti þeirra á tökustað Vísir/AFP
Lögfræðingar leikarans Morgan Freeman krefjast þess að bandaríska sjónvarpsstöðin CNN dragi til baka fréttir sem fluttar voru af ásökunum um kynferðisleft áreiti Freemans. Freeman baðst opinberlega afsökunar eftir að málið komst í fjölmiðla en sendi síðan frá sér aðra og loðnari yfirlýsingu þar sem hann sagðist óttast að þetta skyggði á langan og farsælan feril sinn. Einnig gaf hann til kynna að áreitnin hafi öll verið eitt stórt grín af sinni hálfu.

Nú hafa lögfræðingar hans sent tíu blaðsíðna bréf til forstjóra CNN þar sem fjölmiðillinn er sakaður um ærumeyðingar og lyga. Orðalagið gefur til kynna að Freeman hyggist leita réttar síns og höfða málsókn ef fréttirnar verða ekki leiðréttar.

Alls ræddi CNN við sextán viðmælendur áður en fréttin fór í loftið; átta vitni og átta konur sem segja Freeman hafa áreitt sig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×