Þeir sem eru tilefndir sem leikmaður mánaðarins eru KR-ingurinn Pálmi Rafn Pálmason, Blikinn Gísli Eyjólfsson og Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson.
Fyrsta markið skoraði Keflvíkingurinn Frans Elvarsson gegn Stjörnunni í fyrstu umferð. Svo kemur mark Fjölnismannsins Almarrs Ormarssonar í fjórðu umferð gegn Keflavík. Síðast en ekki síst er mark Sito Seoane fyrir Grindavík í leik gegn Valsmönnum.