Erlent

Sjötíu milljón kjúklingar drepist vegna mótmælanna

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Langar bílaraðir hafa myndast um alla Brasilíu.
Langar bílaraðir hafa myndast um alla Brasilíu. Vísir/AFp
Olíuverðslækkunin virðist ekki hafa sefað reiði vörubílstjóra, sem mótmælt hafa í Brasilíu síðustu vikur.

Flest verkalýðsfélög vörubílstjóra tóku fagnandi 13 krónu lækkun díselverðs, sem forseti Brasilíu boðaði í gær, en þrátt fyrir það virðast nokkur þeirra ætla að halda aðgerðum sínum áfram.

Stórir vöruflutningabílar hafa stíflað fjölfarnar umferðaræðar og lamað samgöngur í Brasilíu. Það hefur orðið til þess að raska nær öllu atvinnulífi landsins. Stærðarinnar verksmiðjum hefur verið lokað og kjötframleiðendur hafa greint frá því að um 70 milljón kjúklingar hafi drepist á síðustu dögum vegna fóðurskorts.

Sjá einnig: Lækka olíuverð til að friða vörubílstjóra

Langar raðir hafa myndast á bensínstöðvum, lítið sem ekkert eldsneyti er eftir á brasilískum flugvöllum og hillur verslana eru víða tómar.

Olíuflutningabílar hafa jafnvel þurft að fá lögreglufygld í gegnum þau héröð sem verst hafa orðið úti eftir aðgerðir vörubílstjóranna.

Stjórnvöld segja að hatrammir stjórnarandstæðingar hafi náð tökum á verkalýðshreyfingunni, sem á móti hefur kallað eftir afsögn forsetans. Hann hefur hótað að senda herinn á vörubílstjórana ef þeir stöðva ekki aðgerðir sínar.

Nýlæg hækkun olíuverðs er talin hafa verið kveikjan að mótmælunum. Olíverð í Brasilíu hefur tvöfaldast frá árinu 2016.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×