Úrslitin óbreytt í Hafnarfirði: „Þetta var grátlega tæpt“ Kjartan Kjartansson og Samúel Karl Ólason skrifa 28. maí 2018 22:16 Samfylkinguna vantaði tíu atkvæði en VG fimm til að fella fimmta mann Sjálfstæðisflokksins. Vísir/stefán Endurtalning atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði breytti engu um niðurstöðu þeirra. Samfylkingin og Vinstri græn óskuðu eftir endurtalningunni. Þórdís Bjarnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Hafnarfirði, staðfesti í kvöld að endurtalningin hefði engu breytt um úrslitin. Byrjað var að telja aftur kl. 17 í dag. Aðeins munaði fimm atkvæðum á því að annað hvort Samfylkingin eða Vinstri græn næðu að fella fimmta bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Niðurstaðan þýðir að Vinstri græn ná engum manni inn í bæjarstjórn en flokkurinn var með einn bæjarfulltrúa á síðasta kjörtímabili.„Þetta var grátlega tæpt. Eitt er að ná ekki manni inn en þegar maður sér það á kosninganótt að það eru fimm atkvæði, finnst manni það sorglegt,“ segir Elva Dögg Ásudóttir, oddviti VG í Hafnarfirði. Hún segir ástæðu þess að þau hafi beðið um endurtalningu vera svo þau gætu verið glöð í eigin skinni og viss um að úrslitin hafi verið grandskoðuð. Elva bendir á að árið 2014 hafi farið fram endurtalning í Hafnarfirði og þá hafi sextán atvkæði til Framsóknarflokksins fundist. „Það er eðlilegt. Þetta er mannlegt og við erum fólk að telja. Okkur fannst nánast skylda að láta athuga þetta. Nú er bara komin niðurstaða og við unum við hana,“ segir Elva. „Þetta er pólitík.“ Kosningar 2018 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Endurtalning atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði breytti engu um niðurstöðu þeirra. Samfylkingin og Vinstri græn óskuðu eftir endurtalningunni. Þórdís Bjarnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Hafnarfirði, staðfesti í kvöld að endurtalningin hefði engu breytt um úrslitin. Byrjað var að telja aftur kl. 17 í dag. Aðeins munaði fimm atkvæðum á því að annað hvort Samfylkingin eða Vinstri græn næðu að fella fimmta bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Niðurstaðan þýðir að Vinstri græn ná engum manni inn í bæjarstjórn en flokkurinn var með einn bæjarfulltrúa á síðasta kjörtímabili.„Þetta var grátlega tæpt. Eitt er að ná ekki manni inn en þegar maður sér það á kosninganótt að það eru fimm atkvæði, finnst manni það sorglegt,“ segir Elva Dögg Ásudóttir, oddviti VG í Hafnarfirði. Hún segir ástæðu þess að þau hafi beðið um endurtalningu vera svo þau gætu verið glöð í eigin skinni og viss um að úrslitin hafi verið grandskoðuð. Elva bendir á að árið 2014 hafi farið fram endurtalning í Hafnarfirði og þá hafi sextán atvkæði til Framsóknarflokksins fundist. „Það er eðlilegt. Þetta er mannlegt og við erum fólk að telja. Okkur fannst nánast skylda að láta athuga þetta. Nú er bara komin niðurstaða og við unum við hana,“ segir Elva. „Þetta er pólitík.“
Kosningar 2018 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira