Nýir meirihlutar byrjaðir að myndast í bæjarstjórnum Kristján Már Unnarsson skrifar 28. maí 2018 20:30 Frá Siglufirði. Bærinn er hluti Fjallabyggðar ásamt Ólafsfirði. Vísir/Gísli Berg. Nýir meirihlutar í bæjarstjórnum eru strax farnir að taka á sig mynd á nokkrum stöðum, eftir kosningar laugardagsins, og byrjað að huga að ráðningum bæjarstjóra. Þannig virðist ljóst að Sævar Freyr Þráinsson verði áfram á Akranesi og Gunnar I. Birgisson áfram í Fjallabyggð. Fjallað var stöðuna í fréttum Stöðvar 2. Í Reykjanesbæ eru hafnar viðræður Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar og komu fulltrúar flokkanna saman nú síðdegis til fyrsta fundar, að sögn Friðjóns Einarssonar, oddvita Samfylkingarinnar. Í Hafnarfirði segir oddviti sjálfstæðismanna, Rósa Guðbjartsdóttir, að þeir stefni að því að ræða við fulltrúa allra flokka í dag og á morgun og býst Rósa við að framhaldið skýrist síðdegis á morgun. Á Akranesi hittust fulltrúar Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks nú síðdegis, samkvæmt heimildum fréttastofu, og búist við að þeir hefji formlegar meirihlutaviðræður. Þar lýstu allir flokkar því yfir fyrir kosningar að þeir vildu hafa Sævar Frey Þráinsson áfram sem bæjarstjóra. Á Ísafirði er Framsóknarflokkur í lykilstöðu eftir að meirihluti Í-listans féll. Oddviti framsóknarmanna, Marzellíus Sveinbjörnsson, segir þá núna liggja undir feldi eftir að hafa þreifað á bæði Í-lista og D-lista og þeir muni ákveða í kvöld eða morgun um framhaldið. Í Fjallabyggð eru fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Betri Fjallabyggðar nánast búnir að mynda nýjan meirihluta, að sögn Helgu Helgadóttur, oddvita sjálfstæðismanna. Þar er gert ráð fyrir að Gunnar I. Birgisson verði endurráðinn bæjarstjóri. Á Akureyri héldu Framsóknarflokkur, L-listi og Samfylkingin meirihluta sínum og hafa flokkarnir þrír þegar hafið viðræður um að halda samstarfinu áfram. Á Húsavík ætla fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna að hittast í kvöld um meirihlutamyndun í Norðurþingi, að sögn Óla Halldórssonar, oddvita Vinstri grænna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallabyggð Tengdar fréttir Viðræður hafnar í Vestmannaeyjum Fulltrúar Eyjalistans og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum hittust á fundi nú síðdegis. Í kvöld munu svo fulltrúar Eyjalistans hitta fulltrúa H-listans. 28. maí 2018 20:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Nýir meirihlutar í bæjarstjórnum eru strax farnir að taka á sig mynd á nokkrum stöðum, eftir kosningar laugardagsins, og byrjað að huga að ráðningum bæjarstjóra. Þannig virðist ljóst að Sævar Freyr Þráinsson verði áfram á Akranesi og Gunnar I. Birgisson áfram í Fjallabyggð. Fjallað var stöðuna í fréttum Stöðvar 2. Í Reykjanesbæ eru hafnar viðræður Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar og komu fulltrúar flokkanna saman nú síðdegis til fyrsta fundar, að sögn Friðjóns Einarssonar, oddvita Samfylkingarinnar. Í Hafnarfirði segir oddviti sjálfstæðismanna, Rósa Guðbjartsdóttir, að þeir stefni að því að ræða við fulltrúa allra flokka í dag og á morgun og býst Rósa við að framhaldið skýrist síðdegis á morgun. Á Akranesi hittust fulltrúar Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks nú síðdegis, samkvæmt heimildum fréttastofu, og búist við að þeir hefji formlegar meirihlutaviðræður. Þar lýstu allir flokkar því yfir fyrir kosningar að þeir vildu hafa Sævar Frey Þráinsson áfram sem bæjarstjóra. Á Ísafirði er Framsóknarflokkur í lykilstöðu eftir að meirihluti Í-listans féll. Oddviti framsóknarmanna, Marzellíus Sveinbjörnsson, segir þá núna liggja undir feldi eftir að hafa þreifað á bæði Í-lista og D-lista og þeir muni ákveða í kvöld eða morgun um framhaldið. Í Fjallabyggð eru fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Betri Fjallabyggðar nánast búnir að mynda nýjan meirihluta, að sögn Helgu Helgadóttur, oddvita sjálfstæðismanna. Þar er gert ráð fyrir að Gunnar I. Birgisson verði endurráðinn bæjarstjóri. Á Akureyri héldu Framsóknarflokkur, L-listi og Samfylkingin meirihluta sínum og hafa flokkarnir þrír þegar hafið viðræður um að halda samstarfinu áfram. Á Húsavík ætla fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna að hittast í kvöld um meirihlutamyndun í Norðurþingi, að sögn Óla Halldórssonar, oddvita Vinstri grænna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fjallabyggð Tengdar fréttir Viðræður hafnar í Vestmannaeyjum Fulltrúar Eyjalistans og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum hittust á fundi nú síðdegis. Í kvöld munu svo fulltrúar Eyjalistans hitta fulltrúa H-listans. 28. maí 2018 20:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Viðræður hafnar í Vestmannaeyjum Fulltrúar Eyjalistans og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum hittust á fundi nú síðdegis. Í kvöld munu svo fulltrúar Eyjalistans hitta fulltrúa H-listans. 28. maí 2018 20:00