Særða dýrið Ricciardo hélt út í Mónakó Bragi Þórðarson skrifar 28. maí 2018 20:30 Ricciardo fagnar um helgina vísir/getty Ástralinn Daniel Ricciardo kom sá og sigraði þegar að sjötta umferðin í Formúlu 1 fór fram í Mónakó um helgina. Ricciardo náði auk þess besta tíma á öllum æfingum og tímatökum á sínum Red Bull. Það eina sem vantaði til að fullkomna helgina var hraðasti hringur í kappakstrinum. „Nú er verkið hálfnað,“ sagði Ástralinn eftir tímatökurnar á laugardeginum. Það reyndist hárrétt þar sem Daniel leiddi alla hringina á þröngu götum Mónakó. Liðsfélagi Ricciardo hjá Red Bull, Max Verstappen, gerði mistök á þriðju æfingu er hann keyrði á vegg. Liðið náði ekki að gera við bílinn í tæka tíð fyrir tímatökurnar og ræsti Verstappen því aftastur. Hollendingnum tókst þó að keyra sig alla leið upp í níunda sætið í kappakstrinum. Mistökin á æfingunni voru hans sjöttu í sex keppnum og er akstursstíll hans því stór partur af slæmu gengi Red Bull það sem af er ári. Það er alveg ljóst að Red Bull bíllinn er hraður, eins og Ricciardo sýndi nú um helgina sem og í Kína er hann stóð uppi sem sigurvegar þar. En bilanir og mistök ökuþóra liðsins hafa kostað Red Bull alltof mörg stig og er liðið nú þegar orðið 71 stigi á eftir Mercedes.Ekki auðvelt fyrir sigurvegarann „Ég hef ekkert afl,“ sagði Daniel Ricciardo í talstöðinni til liðsins á 28. hring Mónakó-kappakstursins. Þá hafði bilun í vél bílsins valdið því að Ástralinn þurfti að klára keppni með 25 prósent minna afl en venjulega. Ricciardo kláraði þó frábærlega og sýndi því aðra hlið af sjálfum sér í leiðinni. Daniel er aðalega þekktur fyrir frábæra framúrakstra en um helgina sýndi Ástralinn að hann getur líka sýnt aga. Sebastian Vettel hjá Ferrari varð annar um helgina þrátt fyrir vélarvandræði hjá Red Bull. Ricciardo keyrði eins og sært dýr, en Vettel réðst til atlögu eins og grænmetisæta með alltof slitin dekk undir Ferrari bíl sínum. Lewis Hamilton kom í mark í þriðja sæti rúmum 17 sekúndum á eftir fyrsta sætinu, síðan komu Finnarnir Kimi Raikkonen hjá Ferrari og Valtteri Bottas hjá Mercedes.Leiðinlegur kappakstur Fyrstu sex sætin breyttust ekkert frá ræsingu til enda keppninnar og fer þessi Mónakó-kappakstur því seint í sögubækurnar. „Leiðinglegt, alveg svakalega leiðinleg keppni,“ sagði Fernando Alonso eftir kappaksturinn og tók Lewis Hamilton undir það. „Frá sjötta hring vorum við bara að dóla,“ sagði Bretinn enda komu tímabil í keppninni þar sem efstu fimm bílarnir voru að keyra allt að fjórum sekúndum hægar á hring en þeir öftustu. Þetta má rekja til dekkjanna sem að Pirelli komu með fyrir liðin í Mónakó. Endingartími þeirra var alltof mikill og þurftu ökumenn því að keyra varlega meiri hluta keppninnar til að passa dekkinn. Þar sem framúrakstur er mjög erfiður á götum Mónakó treystu liðin sér ekki til að stoppa tvisvar. Force India stóð stig frábærlega í þessari keppni og sýndi hinn ungi Esteban Occon enn og aftur gæði sín með að klára í sjötta sæti. Kappaksturinn í Mónakó varð hins vegar enn önnur martröðin fyrir Williams liðið og voru ökumenn liðsins í síðustu sætunum. Eftir kappaksturinn er Sebestian Vettel búinn að minnka muninn í Lewis Hamilton í slagnum um heimsmeistaratitilinn, nú er munurinn aðeins 14 stig. Ferrari minnkuðu einnig muninn í Mercedes í baráttunni um titil bílasmiða í 22 stig. Næsta keppni fer fram í Kanada eftir tvær vikur á Gilles Villeneuve brautinni í Montreal. Keppnin um fyrsta sætið virðist ætla að vera milli Ferrari og Mercedes en það er ennþá ómögulegt að afskrifa Red Bull. Formúla Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Ástralinn Daniel Ricciardo kom sá og sigraði þegar að sjötta umferðin í Formúlu 1 fór fram í Mónakó um helgina. Ricciardo náði auk þess besta tíma á öllum æfingum og tímatökum á sínum Red Bull. Það eina sem vantaði til að fullkomna helgina var hraðasti hringur í kappakstrinum. „Nú er verkið hálfnað,“ sagði Ástralinn eftir tímatökurnar á laugardeginum. Það reyndist hárrétt þar sem Daniel leiddi alla hringina á þröngu götum Mónakó. Liðsfélagi Ricciardo hjá Red Bull, Max Verstappen, gerði mistök á þriðju æfingu er hann keyrði á vegg. Liðið náði ekki að gera við bílinn í tæka tíð fyrir tímatökurnar og ræsti Verstappen því aftastur. Hollendingnum tókst þó að keyra sig alla leið upp í níunda sætið í kappakstrinum. Mistökin á æfingunni voru hans sjöttu í sex keppnum og er akstursstíll hans því stór partur af slæmu gengi Red Bull það sem af er ári. Það er alveg ljóst að Red Bull bíllinn er hraður, eins og Ricciardo sýndi nú um helgina sem og í Kína er hann stóð uppi sem sigurvegar þar. En bilanir og mistök ökuþóra liðsins hafa kostað Red Bull alltof mörg stig og er liðið nú þegar orðið 71 stigi á eftir Mercedes.Ekki auðvelt fyrir sigurvegarann „Ég hef ekkert afl,“ sagði Daniel Ricciardo í talstöðinni til liðsins á 28. hring Mónakó-kappakstursins. Þá hafði bilun í vél bílsins valdið því að Ástralinn þurfti að klára keppni með 25 prósent minna afl en venjulega. Ricciardo kláraði þó frábærlega og sýndi því aðra hlið af sjálfum sér í leiðinni. Daniel er aðalega þekktur fyrir frábæra framúrakstra en um helgina sýndi Ástralinn að hann getur líka sýnt aga. Sebastian Vettel hjá Ferrari varð annar um helgina þrátt fyrir vélarvandræði hjá Red Bull. Ricciardo keyrði eins og sært dýr, en Vettel réðst til atlögu eins og grænmetisæta með alltof slitin dekk undir Ferrari bíl sínum. Lewis Hamilton kom í mark í þriðja sæti rúmum 17 sekúndum á eftir fyrsta sætinu, síðan komu Finnarnir Kimi Raikkonen hjá Ferrari og Valtteri Bottas hjá Mercedes.Leiðinlegur kappakstur Fyrstu sex sætin breyttust ekkert frá ræsingu til enda keppninnar og fer þessi Mónakó-kappakstur því seint í sögubækurnar. „Leiðinglegt, alveg svakalega leiðinleg keppni,“ sagði Fernando Alonso eftir kappaksturinn og tók Lewis Hamilton undir það. „Frá sjötta hring vorum við bara að dóla,“ sagði Bretinn enda komu tímabil í keppninni þar sem efstu fimm bílarnir voru að keyra allt að fjórum sekúndum hægar á hring en þeir öftustu. Þetta má rekja til dekkjanna sem að Pirelli komu með fyrir liðin í Mónakó. Endingartími þeirra var alltof mikill og þurftu ökumenn því að keyra varlega meiri hluta keppninnar til að passa dekkinn. Þar sem framúrakstur er mjög erfiður á götum Mónakó treystu liðin sér ekki til að stoppa tvisvar. Force India stóð stig frábærlega í þessari keppni og sýndi hinn ungi Esteban Occon enn og aftur gæði sín með að klára í sjötta sæti. Kappaksturinn í Mónakó varð hins vegar enn önnur martröðin fyrir Williams liðið og voru ökumenn liðsins í síðustu sætunum. Eftir kappaksturinn er Sebestian Vettel búinn að minnka muninn í Lewis Hamilton í slagnum um heimsmeistaratitilinn, nú er munurinn aðeins 14 stig. Ferrari minnkuðu einnig muninn í Mercedes í baráttunni um titil bílasmiða í 22 stig. Næsta keppni fer fram í Kanada eftir tvær vikur á Gilles Villeneuve brautinni í Montreal. Keppnin um fyrsta sætið virðist ætla að vera milli Ferrari og Mercedes en það er ennþá ómögulegt að afskrifa Red Bull.
Formúla Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira