Innlent

Flestir strikuðu yfir Eyþór

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Yfirkjörstjórn hefur lokið yfirferð sinni.
Yfirkjörstjórn hefur lokið yfirferð sinni. Vísir/Vilhelm
Kjósendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík nýttu sumir tækifærið í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum og strikuðu yfir nafn á lista. Oftast var strikað yfir nafn Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins.

Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík segir, í samtali við Vísi, að 530 kjósendur hafi strikað yfir nafn Eyþórs á kjörseðlinum eða sem nemur um 3% kjósenda flokksins í borginni.  Af 18.145 kjósendum Sjálfstæðisflokksins strikaði 701 kjósandi yfir nafn einhvern af frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins. 3,9% Kjósenda flokksins gerði það.

Af 15.260 atkvæðum sem féllu til handa Samfylkingarinnar voru 426 yfirstrikanir eða sem nemur 2,8%. 70 strikuðu yfir Dag en flestar yfirstrikanir voru neðar á listanum.

Af kjósendum Viðreisnar sem voru 4.812 voru 134 yfirstrikanir eða sem nemur um 2,8%.

Af kjósendum Flokks fólksins sem voru 2.509 talsins voru 32 sem strikuðu yfir nafn á lista eða sem nemur 1,8%.

Af kjósendum Miðflokksins sem voru 3.615 talsins voru 55 sem strikuðu yfir frambjóðendur eða sem nemur 1,5%.

Af kjósendum Pírata sem voru 4.556 talsins voru 58 með yfirstrikun eða sem nemur 1,3%.

Af kjósendum Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs sem voru 2700 talsins voru 31 sem strikaði yfir nafn eða sem nemur 1,1%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×