Hér á landi er litið á íþróttir barna sem leik en ekki vinnu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. maí 2018 11:15 Viðar Halldórsson dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands Skjáskot/Stöð2 Við getum ekki slitið barna- og unglingastarfið frá afreksstarfinu. Það er eitt af sérkennum íslenskra íþrótta og skipulags íslenskra íþrótta, sem þekkist eiginlega varla í löndunum í kringum okkur, að við slítum ekki í sundur uppeldishlutann og afrekshlutann,“ segir Viðar Halldórsson dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands. Viðar heldur erindi í dag á viðburði á vegum Háskóla Íslands, Hvernig höldum við gleðinni í íþróttum á tímum afreksmennsku?, en streymt verður frá fundinum hér á Vísi klukkan 12. „Þetta kerfi og skipulag okkar er svolítið sérstakt hvað þetta varðar. Líka að halda því fram að þetta kerfi og þetta skipulag geri það að verkum að karlalandsliðið okkar í fótbolta er að fara á HM. Vegna þess að það eru góð gildi í starfinu og það er talað um að það sé góður karakter í liðinu, mikill vinskapur og mikil stemning.“ Það séu mjög jákvæð gildi í liðinu og svo auðvitað líka góðir fótboltamenn. „Það er afrakstur af þessu starfi að mörgu leyti því við erum ekki að slíta þetta í sundur eins og gerist víða erlendis þar sem verið er að slíta í sundur afreksíþróttir sér. Þar eru bara allt önnur gildi og meiri einstaklingshyggja, kvíði, streita.“ Samkennd, stemning og vinskapur einkenni íþróttaliðin hér á landi, sem hafi áhrif sem á góðan árangur í nánast öllum okkar hópíþróttum síðustu ár. Hér á landi sé nálgast íþróttir barna sem leik en ekki vinnu. „Þá ferðu í þetta á allt öðrum forsendum. Það er ekki sömu væntingar og pressa og það er ekki eins mikið undir þannig lagað séð. Þannig að við náum að halda þessum óæskilegu þáttum aðeins í skefjum þar sem við nálgumst leikinn á öðrum forsendum.“Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan. Börn og uppeldi Tengdar fréttir Bein útsending: Hvernig höldum við gleðinni í íþróttum á tímum afreksmennsku? Hvernig er hægt að tryggja áfram félagslegt og uppeldislegt gildi íþrótta fyrir börn og ungmenni og stuðla um leið að áframhaldandi góðum árangri íslenskra íþróttamanna? 28. maí 2018 11:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Við getum ekki slitið barna- og unglingastarfið frá afreksstarfinu. Það er eitt af sérkennum íslenskra íþrótta og skipulags íslenskra íþrótta, sem þekkist eiginlega varla í löndunum í kringum okkur, að við slítum ekki í sundur uppeldishlutann og afrekshlutann,“ segir Viðar Halldórsson dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands. Viðar heldur erindi í dag á viðburði á vegum Háskóla Íslands, Hvernig höldum við gleðinni í íþróttum á tímum afreksmennsku?, en streymt verður frá fundinum hér á Vísi klukkan 12. „Þetta kerfi og skipulag okkar er svolítið sérstakt hvað þetta varðar. Líka að halda því fram að þetta kerfi og þetta skipulag geri það að verkum að karlalandsliðið okkar í fótbolta er að fara á HM. Vegna þess að það eru góð gildi í starfinu og það er talað um að það sé góður karakter í liðinu, mikill vinskapur og mikil stemning.“ Það séu mjög jákvæð gildi í liðinu og svo auðvitað líka góðir fótboltamenn. „Það er afrakstur af þessu starfi að mörgu leyti því við erum ekki að slíta þetta í sundur eins og gerist víða erlendis þar sem verið er að slíta í sundur afreksíþróttir sér. Þar eru bara allt önnur gildi og meiri einstaklingshyggja, kvíði, streita.“ Samkennd, stemning og vinskapur einkenni íþróttaliðin hér á landi, sem hafi áhrif sem á góðan árangur í nánast öllum okkar hópíþróttum síðustu ár. Hér á landi sé nálgast íþróttir barna sem leik en ekki vinnu. „Þá ferðu í þetta á allt öðrum forsendum. Það er ekki sömu væntingar og pressa og það er ekki eins mikið undir þannig lagað séð. Þannig að við náum að halda þessum óæskilegu þáttum aðeins í skefjum þar sem við nálgumst leikinn á öðrum forsendum.“Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.
Börn og uppeldi Tengdar fréttir Bein útsending: Hvernig höldum við gleðinni í íþróttum á tímum afreksmennsku? Hvernig er hægt að tryggja áfram félagslegt og uppeldislegt gildi íþrótta fyrir börn og ungmenni og stuðla um leið að áframhaldandi góðum árangri íslenskra íþróttamanna? 28. maí 2018 11:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Bein útsending: Hvernig höldum við gleðinni í íþróttum á tímum afreksmennsku? Hvernig er hægt að tryggja áfram félagslegt og uppeldislegt gildi íþrótta fyrir börn og ungmenni og stuðla um leið að áframhaldandi góðum árangri íslenskra íþróttamanna? 28. maí 2018 11:45