Engar formlegar viðræður hafnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. maí 2018 10:46 Málefnin ráða för en útilokar ekki borgarstjórastólinn. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Viðreisnar í Reykjavík, segir að jafnrétti og mannréttindi séu þau mál sem flokkurinn muni ekki hvika frá í viðræðum um myndun meirihluta í borgarstjórn. Engar formlegar viðræður eru hafnar á milli stjórnmálaflokkanna sem fengu borgarfulltrúa kjörna í borgarstjórnarkosningum síðasta laugardag en einhverjar þreifingar þess efnis eru byrjaðar. „Ég geri ráð fyrir því að dagurinn flæði áfram og það verður eitthvað spjallað í dag. Það er ekki þannig að fólk sitji á rökstólum. Þetta eru bara það margir,“ segir Þórdís Lóa í samtali við Vísi.Sérðu fyrir þér að ræða jöfnum höndum við hægri og vinstri vænginn?„Ja sko, við komum nýr flokkur inn og við erum bara að þreifa fyrir okkur. Þetta eru bara það margir og þetta er bara það snúið og við erum bara í þeim fasanum.“ Þórdís Lóa fékkst ekki til þess að nefna nein sértæk mál sem Viðreisn neitar að hvika frá en hún sagði að jafnrétti og mannréttindi væru leiðarljós í komandi viðræðum. „Það eru ákveðin mál sem við neitum að hvika frá og það er jafnrétti og mannréttindi. Það er grunngildið okkar. Þetta er nefnilega marglaga. Við viljum frjálslynda, alþjóðlega og jafnréttissinnaða borg og það er grunnurinn okkar. Síðan eru fullt af málefnum og verkefnum sem leggjast ofan á og við erum búin að útlista þau svo vel í stefnunni okkar og þegar við sýndum spilum. Það á ekki að flækjast fyrir neinum oddvitum hvað við stöndum fyrir, ekki frekar en við vitum hvað hinir standa fyrir.“ Viðreisn er í lykilstöðu í borginni og getur valið að vinna bæði til vinstri og hægri. Flokkurinn er stærstur nýju flokkanna og hlaut 8,2% atkvæða og tvo menn kjörna.Vísir/VilhelmÞórdís segir að Viðreisn hafi frá stofnun lagt gríðarlega áherslu á jafnrétti. „Ef þú bara skoðar verk Viðreisnar þá sérðu jafnlaunavottun, nauðgunarákvæðið, þingsályktunartillögu um leiðréttingu kvennastétta og það bara segir sína sögu.“ Spurð hvort hún sjái fyrir sér borgarstjórastólinn svarar Þórdís Lóa því til að málefnin séu í forgangi. „Ég hef alla tíð sagt að þetta snúist ekki um borgarstjórastólinn. Ég get alveg verið borgarstjóri eins og hver annar, ég hef bæði til þess reynslu og þekkingu en þetta snýst ekki um það, þetta snýst um málefnin. Við byrjum á því að vinna málefnin og síðan ákveðum við hver á að gera hvað og partur af því er að ákveða hver verður borgarstjóri,“ segir Þórdís Lóa. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Þórdís Lóa útilokar ekki neitt Þórdís Lóa segir að meirihlutaþreifingar hefjist strax í dag. 27. maí 2018 12:11 Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Viðreisnar í Reykjavík, segir að jafnrétti og mannréttindi séu þau mál sem flokkurinn muni ekki hvika frá í viðræðum um myndun meirihluta í borgarstjórn. Engar formlegar viðræður eru hafnar á milli stjórnmálaflokkanna sem fengu borgarfulltrúa kjörna í borgarstjórnarkosningum síðasta laugardag en einhverjar þreifingar þess efnis eru byrjaðar. „Ég geri ráð fyrir því að dagurinn flæði áfram og það verður eitthvað spjallað í dag. Það er ekki þannig að fólk sitji á rökstólum. Þetta eru bara það margir,“ segir Þórdís Lóa í samtali við Vísi.Sérðu fyrir þér að ræða jöfnum höndum við hægri og vinstri vænginn?„Ja sko, við komum nýr flokkur inn og við erum bara að þreifa fyrir okkur. Þetta eru bara það margir og þetta er bara það snúið og við erum bara í þeim fasanum.“ Þórdís Lóa fékkst ekki til þess að nefna nein sértæk mál sem Viðreisn neitar að hvika frá en hún sagði að jafnrétti og mannréttindi væru leiðarljós í komandi viðræðum. „Það eru ákveðin mál sem við neitum að hvika frá og það er jafnrétti og mannréttindi. Það er grunngildið okkar. Þetta er nefnilega marglaga. Við viljum frjálslynda, alþjóðlega og jafnréttissinnaða borg og það er grunnurinn okkar. Síðan eru fullt af málefnum og verkefnum sem leggjast ofan á og við erum búin að útlista þau svo vel í stefnunni okkar og þegar við sýndum spilum. Það á ekki að flækjast fyrir neinum oddvitum hvað við stöndum fyrir, ekki frekar en við vitum hvað hinir standa fyrir.“ Viðreisn er í lykilstöðu í borginni og getur valið að vinna bæði til vinstri og hægri. Flokkurinn er stærstur nýju flokkanna og hlaut 8,2% atkvæða og tvo menn kjörna.Vísir/VilhelmÞórdís segir að Viðreisn hafi frá stofnun lagt gríðarlega áherslu á jafnrétti. „Ef þú bara skoðar verk Viðreisnar þá sérðu jafnlaunavottun, nauðgunarákvæðið, þingsályktunartillögu um leiðréttingu kvennastétta og það bara segir sína sögu.“ Spurð hvort hún sjái fyrir sér borgarstjórastólinn svarar Þórdís Lóa því til að málefnin séu í forgangi. „Ég hef alla tíð sagt að þetta snúist ekki um borgarstjórastólinn. Ég get alveg verið borgarstjóri eins og hver annar, ég hef bæði til þess reynslu og þekkingu en þetta snýst ekki um það, þetta snýst um málefnin. Við byrjum á því að vinna málefnin og síðan ákveðum við hver á að gera hvað og partur af því er að ákveða hver verður borgarstjóri,“ segir Þórdís Lóa.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Þórdís Lóa útilokar ekki neitt Þórdís Lóa segir að meirihlutaþreifingar hefjist strax í dag. 27. maí 2018 12:11 Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira
Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46
Þórdís Lóa útilokar ekki neitt Þórdís Lóa segir að meirihlutaþreifingar hefjist strax í dag. 27. maí 2018 12:11