Tíndu flöskur og söfnuðu klinki til að eiga fyrir mat Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. maí 2018 20:30 Yngsti borgarfulltrúi í Reykjavík frá upphafi þekkir fátækt á Íslandi af eigin raun og vill breyta kerfinu. Hún er nýútskrifaður mannfræðingur og missir íbúðina sína um mánaðamótin, en hefur tryggt sér sæti í borgarstjórn. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, er nýorðin 26 ára gömul en með því að ná kjöri í borgarstjórn sló hún 44 ára gamalt met Davíðs Oddssonar sem var nokkrum mánuðum eldri þegar hann tók sæti í borgarstjórn. Sanna ólst upp hjá einstæðri móður sinni við mikla fátækt, að mestu hér á Íslandi en í nokkur ár bjuggu þær í London. Það að fá sér kaffibolla á kaffihúsi er því munaður sem hún hefur í gegnum tíðina ekki getað leyft sér en tekjur móður hennar dugðu oft skammt. „Við fórum í Mæðrastyrksnefnd eða vorum að hjóla með flöskur í nístingskulda út í endurvinnslu og þá fengum við 7 krónur fyrir eina flösku. Og svo vorum við að leita að klinki,” segir Sanna. Stundum áttu mæðgurnar ekki einu sinni fyrir mat að sögn Sönnu. „Einu sinni var ástandið svo slæmt að við áttum bara einhverjar 29 krónur og löbbuðum út í búð og vorum ekki búnar að borða almennilega í langan tíma og sjáum að það eina sem við höfum efni á er rúlla af Polo-myntum sem við skiptum á milli okkar.” Hefur mætt fordómum Hún segir engan eiga að þurfa að búa við slíkan veruleika og því vilji hún breyta kerfinu með róttækum aðgerðum. Sanna er nýútskrifuð úr mannfræði en meistararitgerðin hennar fjallaði um fólk af blönduðum uppruna „Móðir mín er íslensk en pabbi minn er frá Tansaníu í Afríku og ég hef aldrei komið þangað eða neitt svoleiðis, en fólk er rosalega oft að spyrja „where are you from?” og sumir ókunnugir sem að trúa því ekki að ég sé Íslendingur og hrósa manni jafnvel fyrir góða íslensku,” útskýrir Sanna sem á ekki í neinu sambandi við föður sinn. „Verst er kannski þegar fólk er að toga í hárið manns, bara ókunnugt fólk og er bara „vá mig langar að koma við þetta hár,” bætir hún við. Hún segir að á Íslandi hafi fólk af erlendum og blönduðum uppruna almennt ekki hafa verið nægilega sýnilegt í samfélaginu en vonast hún til að seta hennar í borgarstjórn geti haft áhrif til hins betra hvað það varðar. Sanna býr á stúdentagörðum en um mánaðamótin þarf hún að skila íbúðinni og er með miklar námslánaskuldir á bakinu. Nú virðast þó bjartari tímar framundan. „Ég er greinilega bara komin með nýja vinnu,” segir Sanna og hlær. Kosningar 2018 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Yngsti borgarfulltrúi í Reykjavík frá upphafi þekkir fátækt á Íslandi af eigin raun og vill breyta kerfinu. Hún er nýútskrifaður mannfræðingur og missir íbúðina sína um mánaðamótin, en hefur tryggt sér sæti í borgarstjórn. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, er nýorðin 26 ára gömul en með því að ná kjöri í borgarstjórn sló hún 44 ára gamalt met Davíðs Oddssonar sem var nokkrum mánuðum eldri þegar hann tók sæti í borgarstjórn. Sanna ólst upp hjá einstæðri móður sinni við mikla fátækt, að mestu hér á Íslandi en í nokkur ár bjuggu þær í London. Það að fá sér kaffibolla á kaffihúsi er því munaður sem hún hefur í gegnum tíðina ekki getað leyft sér en tekjur móður hennar dugðu oft skammt. „Við fórum í Mæðrastyrksnefnd eða vorum að hjóla með flöskur í nístingskulda út í endurvinnslu og þá fengum við 7 krónur fyrir eina flösku. Og svo vorum við að leita að klinki,” segir Sanna. Stundum áttu mæðgurnar ekki einu sinni fyrir mat að sögn Sönnu. „Einu sinni var ástandið svo slæmt að við áttum bara einhverjar 29 krónur og löbbuðum út í búð og vorum ekki búnar að borða almennilega í langan tíma og sjáum að það eina sem við höfum efni á er rúlla af Polo-myntum sem við skiptum á milli okkar.” Hefur mætt fordómum Hún segir engan eiga að þurfa að búa við slíkan veruleika og því vilji hún breyta kerfinu með róttækum aðgerðum. Sanna er nýútskrifuð úr mannfræði en meistararitgerðin hennar fjallaði um fólk af blönduðum uppruna „Móðir mín er íslensk en pabbi minn er frá Tansaníu í Afríku og ég hef aldrei komið þangað eða neitt svoleiðis, en fólk er rosalega oft að spyrja „where are you from?” og sumir ókunnugir sem að trúa því ekki að ég sé Íslendingur og hrósa manni jafnvel fyrir góða íslensku,” útskýrir Sanna sem á ekki í neinu sambandi við föður sinn. „Verst er kannski þegar fólk er að toga í hárið manns, bara ókunnugt fólk og er bara „vá mig langar að koma við þetta hár,” bætir hún við. Hún segir að á Íslandi hafi fólk af erlendum og blönduðum uppruna almennt ekki hafa verið nægilega sýnilegt í samfélaginu en vonast hún til að seta hennar í borgarstjórn geti haft áhrif til hins betra hvað það varðar. Sanna býr á stúdentagörðum en um mánaðamótin þarf hún að skila íbúðinni og er með miklar námslánaskuldir á bakinu. Nú virðast þó bjartari tímar framundan. „Ég er greinilega bara komin með nýja vinnu,” segir Sanna og hlær.
Kosningar 2018 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira