Spillingarmál skekur stjórnarflokkinn á Spáni Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2018 19:33 Rajoy á undir högg að sækja eftir að dómar féllu í spillingarmáli Lýðflokksins í síðustu viku. Vísir/AFP Ólga ríkir nú í spænskum stjórnmálum eftir að dómar féllu í viðamiklu spillingarmáli Lýðflokksins, flokks Mariano Rajoy forsætisráðherra, í síðustu viku. Hluti stjórnarandstöðunnar hefur lagt fram vantraust á Rajoy en annar hluti hennar krefst skyndikosninga. Gürtel-málið svonefnda er stærsta spillingarmál í sögu Spánar. Lýðflokkurinn þáði mútur í skiptum fyrir verktakasamninga í útboðum frá 1999 til 2005. Luis Barcenas, fyrrverandi gjaldkeri flokksins hlaut 33 ára fangelsisdóm fyrir mútuþægni, peningaþvætti og skattalagabrot í vikunni. Hann var einnig dæmdur til að greiða 44 milljónir evra í sekt. Auk Barcenas voru 28 aðrir stjórnmála- og athafnamenn sakfelldir fyrir mútugreiðslur. Höfuðpaurinn, athafnamaðurinn Francisco Correa, var dæmdur í 51 árs fangelsi. Rajoy bar vitni í málinu síðasta sumar. Lýðflokkurinn hlaut sjálfur dóm í málinu og var sektaður um 240.000 evrur.Rajoy hafnar nýjum kosningum og vantrausti Pedro Sánchez, formaður sósíalista, sagði á föstudag að málið hefði skaðað lýðræðið á Spáni og því hafi flokkurinn lagt fram vantrausttillögu á hendur Rajoy. Vinstrisinnaði stjórnarandstöðuflokkurinn Við getum segist ætla að styðja vantrauststillöguna. Borgararnir, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn af hægri vængnum, ætla aftur á móti ekki að styðja vantraustið. Þess í stað vill flokkurinn að Rajoy boði strax til nýrra kosninga. Albert Rivera, formaður Borgaranna, segir að spillingardómurinn yfir Lýðflokknum hafi bundið enda á þetta þing. Sósíalistar og Við getum hafa samanlagt 156 sæti á spænska þinginu en 176 atkvæði þarf til að samþykkja vantraust á ráðherra. Þingmenn Borgaranna og katalónskra sjálfstæðissinna þyrftu því að greiða atkvæði með henni til að tillagan næði fram að ganga, að sögn The Guardian. Rajoy hefur hafnað kröfum stjórnarandstöðunnar um kosningar og fullyrðir að vantraust myndi skaða efnahagsbata Spánar og stöðugleika. „Þessi tillaga er slæm fyrir Spán, slæm fyrir Spánverja, kemur með of mikla óvissu og er skaðleg öllum borgurum,“ segir Rajoy en flokkur hans ætlar að áfrýja sektinni sem hann var dæmdur til að greiða. Komi til nýrra þingkosninga á Spáni yrði það í þriðja skipti á fjórum árum sem Spánverjar veldu sér nýtt þing. Ekki tókst að mynda starfshæfan meirihluta eftir kosningarnar árið 2015 sem leiddi til þess að boðað var til nýrra kosninga árið eftir. Landslagið var lítið breytt eftir þær kosningar en Rajoy fékk á endanum umboð til að mynda minnihlutastjórn. Hann hefur verið forsætisráðherra Spánar frá árinu 2011. Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira
Ólga ríkir nú í spænskum stjórnmálum eftir að dómar féllu í viðamiklu spillingarmáli Lýðflokksins, flokks Mariano Rajoy forsætisráðherra, í síðustu viku. Hluti stjórnarandstöðunnar hefur lagt fram vantraust á Rajoy en annar hluti hennar krefst skyndikosninga. Gürtel-málið svonefnda er stærsta spillingarmál í sögu Spánar. Lýðflokkurinn þáði mútur í skiptum fyrir verktakasamninga í útboðum frá 1999 til 2005. Luis Barcenas, fyrrverandi gjaldkeri flokksins hlaut 33 ára fangelsisdóm fyrir mútuþægni, peningaþvætti og skattalagabrot í vikunni. Hann var einnig dæmdur til að greiða 44 milljónir evra í sekt. Auk Barcenas voru 28 aðrir stjórnmála- og athafnamenn sakfelldir fyrir mútugreiðslur. Höfuðpaurinn, athafnamaðurinn Francisco Correa, var dæmdur í 51 árs fangelsi. Rajoy bar vitni í málinu síðasta sumar. Lýðflokkurinn hlaut sjálfur dóm í málinu og var sektaður um 240.000 evrur.Rajoy hafnar nýjum kosningum og vantrausti Pedro Sánchez, formaður sósíalista, sagði á föstudag að málið hefði skaðað lýðræðið á Spáni og því hafi flokkurinn lagt fram vantrausttillögu á hendur Rajoy. Vinstrisinnaði stjórnarandstöðuflokkurinn Við getum segist ætla að styðja vantrauststillöguna. Borgararnir, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn af hægri vængnum, ætla aftur á móti ekki að styðja vantraustið. Þess í stað vill flokkurinn að Rajoy boði strax til nýrra kosninga. Albert Rivera, formaður Borgaranna, segir að spillingardómurinn yfir Lýðflokknum hafi bundið enda á þetta þing. Sósíalistar og Við getum hafa samanlagt 156 sæti á spænska þinginu en 176 atkvæði þarf til að samþykkja vantraust á ráðherra. Þingmenn Borgaranna og katalónskra sjálfstæðissinna þyrftu því að greiða atkvæði með henni til að tillagan næði fram að ganga, að sögn The Guardian. Rajoy hefur hafnað kröfum stjórnarandstöðunnar um kosningar og fullyrðir að vantraust myndi skaða efnahagsbata Spánar og stöðugleika. „Þessi tillaga er slæm fyrir Spán, slæm fyrir Spánverja, kemur með of mikla óvissu og er skaðleg öllum borgurum,“ segir Rajoy en flokkur hans ætlar að áfrýja sektinni sem hann var dæmdur til að greiða. Komi til nýrra þingkosninga á Spáni yrði það í þriðja skipti á fjórum árum sem Spánverjar veldu sér nýtt þing. Ekki tókst að mynda starfshæfan meirihluta eftir kosningarnar árið 2015 sem leiddi til þess að boðað var til nýrra kosninga árið eftir. Landslagið var lítið breytt eftir þær kosningar en Rajoy fékk á endanum umboð til að mynda minnihlutastjórn. Hann hefur verið forsætisráðherra Spánar frá árinu 2011.
Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira