Spillingarmál skekur stjórnarflokkinn á Spáni Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2018 19:33 Rajoy á undir högg að sækja eftir að dómar féllu í spillingarmáli Lýðflokksins í síðustu viku. Vísir/AFP Ólga ríkir nú í spænskum stjórnmálum eftir að dómar féllu í viðamiklu spillingarmáli Lýðflokksins, flokks Mariano Rajoy forsætisráðherra, í síðustu viku. Hluti stjórnarandstöðunnar hefur lagt fram vantraust á Rajoy en annar hluti hennar krefst skyndikosninga. Gürtel-málið svonefnda er stærsta spillingarmál í sögu Spánar. Lýðflokkurinn þáði mútur í skiptum fyrir verktakasamninga í útboðum frá 1999 til 2005. Luis Barcenas, fyrrverandi gjaldkeri flokksins hlaut 33 ára fangelsisdóm fyrir mútuþægni, peningaþvætti og skattalagabrot í vikunni. Hann var einnig dæmdur til að greiða 44 milljónir evra í sekt. Auk Barcenas voru 28 aðrir stjórnmála- og athafnamenn sakfelldir fyrir mútugreiðslur. Höfuðpaurinn, athafnamaðurinn Francisco Correa, var dæmdur í 51 árs fangelsi. Rajoy bar vitni í málinu síðasta sumar. Lýðflokkurinn hlaut sjálfur dóm í málinu og var sektaður um 240.000 evrur.Rajoy hafnar nýjum kosningum og vantrausti Pedro Sánchez, formaður sósíalista, sagði á föstudag að málið hefði skaðað lýðræðið á Spáni og því hafi flokkurinn lagt fram vantrausttillögu á hendur Rajoy. Vinstrisinnaði stjórnarandstöðuflokkurinn Við getum segist ætla að styðja vantrauststillöguna. Borgararnir, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn af hægri vængnum, ætla aftur á móti ekki að styðja vantraustið. Þess í stað vill flokkurinn að Rajoy boði strax til nýrra kosninga. Albert Rivera, formaður Borgaranna, segir að spillingardómurinn yfir Lýðflokknum hafi bundið enda á þetta þing. Sósíalistar og Við getum hafa samanlagt 156 sæti á spænska þinginu en 176 atkvæði þarf til að samþykkja vantraust á ráðherra. Þingmenn Borgaranna og katalónskra sjálfstæðissinna þyrftu því að greiða atkvæði með henni til að tillagan næði fram að ganga, að sögn The Guardian. Rajoy hefur hafnað kröfum stjórnarandstöðunnar um kosningar og fullyrðir að vantraust myndi skaða efnahagsbata Spánar og stöðugleika. „Þessi tillaga er slæm fyrir Spán, slæm fyrir Spánverja, kemur með of mikla óvissu og er skaðleg öllum borgurum,“ segir Rajoy en flokkur hans ætlar að áfrýja sektinni sem hann var dæmdur til að greiða. Komi til nýrra þingkosninga á Spáni yrði það í þriðja skipti á fjórum árum sem Spánverjar veldu sér nýtt þing. Ekki tókst að mynda starfshæfan meirihluta eftir kosningarnar árið 2015 sem leiddi til þess að boðað var til nýrra kosninga árið eftir. Landslagið var lítið breytt eftir þær kosningar en Rajoy fékk á endanum umboð til að mynda minnihlutastjórn. Hann hefur verið forsætisráðherra Spánar frá árinu 2011. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Ólga ríkir nú í spænskum stjórnmálum eftir að dómar féllu í viðamiklu spillingarmáli Lýðflokksins, flokks Mariano Rajoy forsætisráðherra, í síðustu viku. Hluti stjórnarandstöðunnar hefur lagt fram vantraust á Rajoy en annar hluti hennar krefst skyndikosninga. Gürtel-málið svonefnda er stærsta spillingarmál í sögu Spánar. Lýðflokkurinn þáði mútur í skiptum fyrir verktakasamninga í útboðum frá 1999 til 2005. Luis Barcenas, fyrrverandi gjaldkeri flokksins hlaut 33 ára fangelsisdóm fyrir mútuþægni, peningaþvætti og skattalagabrot í vikunni. Hann var einnig dæmdur til að greiða 44 milljónir evra í sekt. Auk Barcenas voru 28 aðrir stjórnmála- og athafnamenn sakfelldir fyrir mútugreiðslur. Höfuðpaurinn, athafnamaðurinn Francisco Correa, var dæmdur í 51 árs fangelsi. Rajoy bar vitni í málinu síðasta sumar. Lýðflokkurinn hlaut sjálfur dóm í málinu og var sektaður um 240.000 evrur.Rajoy hafnar nýjum kosningum og vantrausti Pedro Sánchez, formaður sósíalista, sagði á föstudag að málið hefði skaðað lýðræðið á Spáni og því hafi flokkurinn lagt fram vantrausttillögu á hendur Rajoy. Vinstrisinnaði stjórnarandstöðuflokkurinn Við getum segist ætla að styðja vantrauststillöguna. Borgararnir, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn af hægri vængnum, ætla aftur á móti ekki að styðja vantraustið. Þess í stað vill flokkurinn að Rajoy boði strax til nýrra kosninga. Albert Rivera, formaður Borgaranna, segir að spillingardómurinn yfir Lýðflokknum hafi bundið enda á þetta þing. Sósíalistar og Við getum hafa samanlagt 156 sæti á spænska þinginu en 176 atkvæði þarf til að samþykkja vantraust á ráðherra. Þingmenn Borgaranna og katalónskra sjálfstæðissinna þyrftu því að greiða atkvæði með henni til að tillagan næði fram að ganga, að sögn The Guardian. Rajoy hefur hafnað kröfum stjórnarandstöðunnar um kosningar og fullyrðir að vantraust myndi skaða efnahagsbata Spánar og stöðugleika. „Þessi tillaga er slæm fyrir Spán, slæm fyrir Spánverja, kemur með of mikla óvissu og er skaðleg öllum borgurum,“ segir Rajoy en flokkur hans ætlar að áfrýja sektinni sem hann var dæmdur til að greiða. Komi til nýrra þingkosninga á Spáni yrði það í þriðja skipti á fjórum árum sem Spánverjar veldu sér nýtt þing. Ekki tókst að mynda starfshæfan meirihluta eftir kosningarnar árið 2015 sem leiddi til þess að boðað var til nýrra kosninga árið eftir. Landslagið var lítið breytt eftir þær kosningar en Rajoy fékk á endanum umboð til að mynda minnihlutastjórn. Hann hefur verið forsætisráðherra Spánar frá árinu 2011.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira