Þórdís Lóa útilokar ekki neitt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. maí 2018 12:11 Þórdís Lóa segir að meirihlutaþreifingar hefjist strax í dag. Vísir/Margrét Helga „Ég er alvön því að vera sætasta stelpan á ballinu, sjáðu til,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, og skellir upp úr þegar hún er beðin um leggja mat á stöðuna sem er uppi að loknum borgarstjórnarkosningum. Viðreisn, með Þórdísi Lóu, í broddi fylkingar, er í lykilstöðu og getur horft bæði til vinstri og hægri þegar kemur að myndun meirihluta í borginni. Þórdís Lóa segir að meirihlutaþreifingar hefjist strax í dag. Viðreisn er með 8,2% atkvæða og tryggði sér tvo borgarfulltrúa í borgarstjórn, Þórdísi Lóu og Pawel Bartoszek og er stærsti nýi flokkurinn í borgarstjórn. Þórdís tók undir orð Kristjáns Kristjánssonar, þáttastjórnanda Sprengisands, um að Viðreisn væri í lykilstöðu til að velja á milli Dags B. Eggertssonar og Eyþór Arnalds. „Já, auðvitað erum við í oddastöðu en það eru miklu fleiri spil á borðinu líka. Við erum ótrúlega ánægð með niðurstöðurnar. Við lítum á þetta sem góðan sigur fyrir okkur. Við komum inn ný, um landið allt og Viðreisn hefur verið að gera frábæra hluti. Það er í rauninni mikið veganesti inn fyrir okkur næstu fjögur ár í sveitarstjórnarmálum.“Þórdís Lóa segir að samstarfsflötur sé bæði með flokkunum á hægri væng og vinstri væng.Vísir/Margrét HelgaAðspurð hvort hún gæti hugsað sér að vinna með Eyþóri og Sjálfstæðisflokknum segir Þórdís Lóa: „Já, ég er alveg viss um það,“ og bætir við að sérstaða flokksins sé fólgin í því að hann er á miðju hins pólitíska litrófs. „Við erum náttúrulega svolítið sérstök því við bæði horfum við á markaðsöflin og atvinnulífið en við erum líka með sterka velferðar-og jafnréttistaug og erum líka mjög sammála Vinstri grænum, sem dæmi, þegar kemur að umhverfismálum,“ segir Þórdís Lóa sem gefur ekkert uppi um það hvort henni hugnast betur að vinna til vinstri eða hægri. „Við erum, ef ég má nota það orð, „úrbanistar“. Við viljum þétta borgina, við viljum inn með úthverfin, við sjáum fyrir okkur borgarlínu og greiða götu einkabílsins í stokk,“ segir Þórdís Lóa en þessar áherslur eru mjög ráðandi í borgarskipulagi fráfarandi meirihluta í borgarstjórn. Þórdís Lóa segir að það sé alveg skýrt að Viðreisn gengur óbundin til þessara viðræðna en telur best að allir flokksleiðtogar ræði við sitt bakland áður en ákvarðanir eru teknar. Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
„Ég er alvön því að vera sætasta stelpan á ballinu, sjáðu til,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, og skellir upp úr þegar hún er beðin um leggja mat á stöðuna sem er uppi að loknum borgarstjórnarkosningum. Viðreisn, með Þórdísi Lóu, í broddi fylkingar, er í lykilstöðu og getur horft bæði til vinstri og hægri þegar kemur að myndun meirihluta í borginni. Þórdís Lóa segir að meirihlutaþreifingar hefjist strax í dag. Viðreisn er með 8,2% atkvæða og tryggði sér tvo borgarfulltrúa í borgarstjórn, Þórdísi Lóu og Pawel Bartoszek og er stærsti nýi flokkurinn í borgarstjórn. Þórdís tók undir orð Kristjáns Kristjánssonar, þáttastjórnanda Sprengisands, um að Viðreisn væri í lykilstöðu til að velja á milli Dags B. Eggertssonar og Eyþór Arnalds. „Já, auðvitað erum við í oddastöðu en það eru miklu fleiri spil á borðinu líka. Við erum ótrúlega ánægð með niðurstöðurnar. Við lítum á þetta sem góðan sigur fyrir okkur. Við komum inn ný, um landið allt og Viðreisn hefur verið að gera frábæra hluti. Það er í rauninni mikið veganesti inn fyrir okkur næstu fjögur ár í sveitarstjórnarmálum.“Þórdís Lóa segir að samstarfsflötur sé bæði með flokkunum á hægri væng og vinstri væng.Vísir/Margrét HelgaAðspurð hvort hún gæti hugsað sér að vinna með Eyþóri og Sjálfstæðisflokknum segir Þórdís Lóa: „Já, ég er alveg viss um það,“ og bætir við að sérstaða flokksins sé fólgin í því að hann er á miðju hins pólitíska litrófs. „Við erum náttúrulega svolítið sérstök því við bæði horfum við á markaðsöflin og atvinnulífið en við erum líka með sterka velferðar-og jafnréttistaug og erum líka mjög sammála Vinstri grænum, sem dæmi, þegar kemur að umhverfismálum,“ segir Þórdís Lóa sem gefur ekkert uppi um það hvort henni hugnast betur að vinna til vinstri eða hægri. „Við erum, ef ég má nota það orð, „úrbanistar“. Við viljum þétta borgina, við viljum inn með úthverfin, við sjáum fyrir okkur borgarlínu og greiða götu einkabílsins í stokk,“ segir Þórdís Lóa en þessar áherslur eru mjög ráðandi í borgarskipulagi fráfarandi meirihluta í borgarstjórn. Þórdís Lóa segir að það sé alveg skýrt að Viðreisn gengur óbundin til þessara viðræðna en telur best að allir flokksleiðtogar ræði við sitt bakland áður en ákvarðanir eru teknar.
Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira