Þórdís Lóa útilokar ekki neitt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. maí 2018 12:11 Þórdís Lóa segir að meirihlutaþreifingar hefjist strax í dag. Vísir/Margrét Helga „Ég er alvön því að vera sætasta stelpan á ballinu, sjáðu til,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, og skellir upp úr þegar hún er beðin um leggja mat á stöðuna sem er uppi að loknum borgarstjórnarkosningum. Viðreisn, með Þórdísi Lóu, í broddi fylkingar, er í lykilstöðu og getur horft bæði til vinstri og hægri þegar kemur að myndun meirihluta í borginni. Þórdís Lóa segir að meirihlutaþreifingar hefjist strax í dag. Viðreisn er með 8,2% atkvæða og tryggði sér tvo borgarfulltrúa í borgarstjórn, Þórdísi Lóu og Pawel Bartoszek og er stærsti nýi flokkurinn í borgarstjórn. Þórdís tók undir orð Kristjáns Kristjánssonar, þáttastjórnanda Sprengisands, um að Viðreisn væri í lykilstöðu til að velja á milli Dags B. Eggertssonar og Eyþór Arnalds. „Já, auðvitað erum við í oddastöðu en það eru miklu fleiri spil á borðinu líka. Við erum ótrúlega ánægð með niðurstöðurnar. Við lítum á þetta sem góðan sigur fyrir okkur. Við komum inn ný, um landið allt og Viðreisn hefur verið að gera frábæra hluti. Það er í rauninni mikið veganesti inn fyrir okkur næstu fjögur ár í sveitarstjórnarmálum.“Þórdís Lóa segir að samstarfsflötur sé bæði með flokkunum á hægri væng og vinstri væng.Vísir/Margrét HelgaAðspurð hvort hún gæti hugsað sér að vinna með Eyþóri og Sjálfstæðisflokknum segir Þórdís Lóa: „Já, ég er alveg viss um það,“ og bætir við að sérstaða flokksins sé fólgin í því að hann er á miðju hins pólitíska litrófs. „Við erum náttúrulega svolítið sérstök því við bæði horfum við á markaðsöflin og atvinnulífið en við erum líka með sterka velferðar-og jafnréttistaug og erum líka mjög sammála Vinstri grænum, sem dæmi, þegar kemur að umhverfismálum,“ segir Þórdís Lóa sem gefur ekkert uppi um það hvort henni hugnast betur að vinna til vinstri eða hægri. „Við erum, ef ég má nota það orð, „úrbanistar“. Við viljum þétta borgina, við viljum inn með úthverfin, við sjáum fyrir okkur borgarlínu og greiða götu einkabílsins í stokk,“ segir Þórdís Lóa en þessar áherslur eru mjög ráðandi í borgarskipulagi fráfarandi meirihluta í borgarstjórn. Þórdís Lóa segir að það sé alveg skýrt að Viðreisn gengur óbundin til þessara viðræðna en telur best að allir flokksleiðtogar ræði við sitt bakland áður en ákvarðanir eru teknar. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Ég er alvön því að vera sætasta stelpan á ballinu, sjáðu til,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, og skellir upp úr þegar hún er beðin um leggja mat á stöðuna sem er uppi að loknum borgarstjórnarkosningum. Viðreisn, með Þórdísi Lóu, í broddi fylkingar, er í lykilstöðu og getur horft bæði til vinstri og hægri þegar kemur að myndun meirihluta í borginni. Þórdís Lóa segir að meirihlutaþreifingar hefjist strax í dag. Viðreisn er með 8,2% atkvæða og tryggði sér tvo borgarfulltrúa í borgarstjórn, Þórdísi Lóu og Pawel Bartoszek og er stærsti nýi flokkurinn í borgarstjórn. Þórdís tók undir orð Kristjáns Kristjánssonar, þáttastjórnanda Sprengisands, um að Viðreisn væri í lykilstöðu til að velja á milli Dags B. Eggertssonar og Eyþór Arnalds. „Já, auðvitað erum við í oddastöðu en það eru miklu fleiri spil á borðinu líka. Við erum ótrúlega ánægð með niðurstöðurnar. Við lítum á þetta sem góðan sigur fyrir okkur. Við komum inn ný, um landið allt og Viðreisn hefur verið að gera frábæra hluti. Það er í rauninni mikið veganesti inn fyrir okkur næstu fjögur ár í sveitarstjórnarmálum.“Þórdís Lóa segir að samstarfsflötur sé bæði með flokkunum á hægri væng og vinstri væng.Vísir/Margrét HelgaAðspurð hvort hún gæti hugsað sér að vinna með Eyþóri og Sjálfstæðisflokknum segir Þórdís Lóa: „Já, ég er alveg viss um það,“ og bætir við að sérstaða flokksins sé fólgin í því að hann er á miðju hins pólitíska litrófs. „Við erum náttúrulega svolítið sérstök því við bæði horfum við á markaðsöflin og atvinnulífið en við erum líka með sterka velferðar-og jafnréttistaug og erum líka mjög sammála Vinstri grænum, sem dæmi, þegar kemur að umhverfismálum,“ segir Þórdís Lóa sem gefur ekkert uppi um það hvort henni hugnast betur að vinna til vinstri eða hægri. „Við erum, ef ég má nota það orð, „úrbanistar“. Við viljum þétta borgina, við viljum inn með úthverfin, við sjáum fyrir okkur borgarlínu og greiða götu einkabílsins í stokk,“ segir Þórdís Lóa en þessar áherslur eru mjög ráðandi í borgarskipulagi fráfarandi meirihluta í borgarstjórn. Þórdís Lóa segir að það sé alveg skýrt að Viðreisn gengur óbundin til þessara viðræðna en telur best að allir flokksleiðtogar ræði við sitt bakland áður en ákvarðanir eru teknar.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira