Gleði og sorg eftir viðburðaríka kosninganótt í Reykjavík Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. maí 2018 10:50 Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur er fallinn eftir nóttina með tíu borgarfulltrúa af tuttugu og þremur. Átta framboð náðu inn fulltrúa, þar af fjögur sem buðu fram í fyrsta sinn. Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur í Reykjavík í fyrsta sinn í tólf ár. Það var glatt á hjalla hjá Sjálfstæðismönnum allt frá fyrstu tölum, en flokkurinn fékk tæplega 31% atkvæða og átta kjörna fulltrúa undir forystu oddvitans Eyþórs Arnalds og Hildar Björnsdóttur, sem skipaði annað sæti. „Við höfum fundið mikinn meðbyr síðustu vikur og erum þakklát að fá þessa niðurstöðu,“ sagði Hildur þegar fyrstu tölur lágu fyrir.VG var um tíma með tvo fulltrúa en tapaði miklu fylgi frá því 2014 og endaði með einn.vísir/VilhelmNæststærst var Samfylkingin sem leiðir núverandi meirihluta með tæplega 26% atkvæða og sjö kjörna fulltrúa. Oddvitinn og borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson var brattur þegar hann ávarpaði samflokksmenn eftir fyrstu tölur í nótt. „Við skulum vera upplitsdjörf og bjartsýn, sjá hvað nóttin ber í skauti sér og takast svo á við stöðuna eins og hún verður þá,“ sagði Dagur. Nóttin bar þó fyrst og fremst vonbrigði í skauti sér, enda tapaði flokkurinn talsverðu fylgi frá síðustu kosningum. Viðreisn, sem bauð fram í borginni í fyrsta sinn, náði aftur á móti inn tveimur mönnum með ríflega átta prósent greiddra atkvæða. Segja má að flokkurinn sé í oddastöðu í myndun meirihluta, en annar maður á lista vildi þó ekki gefa upp hvert flokkurinn hallaðist á kosningavökunni í nótt.Jóhanna Bryndís, Helga Jóhanna og Kristín skemmtu sér konunglega á kosningavöku Viðreisnar sem fékk tvo fulltrúa kjörna.Vísir/Rakel Ósk„Þetta er þannig að við erum trú stefnunni okkar. Það var fólk sem kaus okkur út af þessari stefnu. Það er á okkar ábyrgð að finna pólitískar leiðir til að þessi stefna nái fram að ganga að sem stærstum hluta,“ sagði Pawel Bartoszek í nótt. Píratar bættu við sig örlitlu fylgi frá síðustu kosningum og náðu inn tveimur fulltrúum. Fjórir flokkar náðu inn einum manni hver, en stærstur þeirra var hinn nýlega stofnaði Sósíalistaflokkur Íslands. „Ég vil bara þakka ykkur öllum hjartanlega fyrir stuðninginn og baráttuna. Þetta er það sem við getum gert þegar við stöndum saman og rísum upp gegn óréttlætinu,“ sagði oddvitinn Sanna Magdalena Mörtudóttir þegar hún ávarpaði salinn á kosningavöku flokksins. Miðflokkurinn var þriðja nýja framboðið sem náði inn fulltrúa með 6,1% atkvæða undir forystu Vigdísar Hauksdóttur.Vigdís Hauksdóttir verður borgarfulltrúi fyrir Miðflokk.Vísir/Erla Björg„Við erum að fá menn úti um allt land, en ég er bara svo metnaðarfull sjálf að ég hefði viljað fá tvo. Ég trúi því að þeir liggi í kössunum niðri í Laugardal og bara spái því,“ sagði Vigdís. Sú spá rættist ekki, en Vigdís komst inn ein fulltrúa flokksins. Staða Vinstri grænna sveiflaðist nokkuð í nótt, en eftir fyrstu tölur mældist flokkurinn með tvo fulltrúa inni.Samfylkingin tapaði fylgi og fær sjö borgarfulltrúa.Vísir/Rakel Ósk„Við höfum skynjað mikinn meðbyr og höfum verið að hitta fólk og tala við fólk í borginni. Okkar málflutningi hefur verið vel tekið svo þetta eru gleðifréttir,“ sagði frambjóðandinn Elín Oddný Sigurðardóttir eftir fyrstu tölur. Það voru þó engar gleðifréttir sem biðu í lok nætur, en Elín Oddný sem skipaði annað sæti listans endaði úti. Niðurstaðan nokkuð fylgistap flokksins frá síðustu kosningum. Síðastur til að ná inn manni var svo Flokkur fólksins, með 4,3 prósent greiddra atkvæða og einn fulltrúa – en aðrir sátu eftir úti í kuldanum. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Sjá meira
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur er fallinn eftir nóttina með tíu borgarfulltrúa af tuttugu og þremur. Átta framboð náðu inn fulltrúa, þar af fjögur sem buðu fram í fyrsta sinn. Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur í Reykjavík í fyrsta sinn í tólf ár. Það var glatt á hjalla hjá Sjálfstæðismönnum allt frá fyrstu tölum, en flokkurinn fékk tæplega 31% atkvæða og átta kjörna fulltrúa undir forystu oddvitans Eyþórs Arnalds og Hildar Björnsdóttur, sem skipaði annað sæti. „Við höfum fundið mikinn meðbyr síðustu vikur og erum þakklát að fá þessa niðurstöðu,“ sagði Hildur þegar fyrstu tölur lágu fyrir.VG var um tíma með tvo fulltrúa en tapaði miklu fylgi frá því 2014 og endaði með einn.vísir/VilhelmNæststærst var Samfylkingin sem leiðir núverandi meirihluta með tæplega 26% atkvæða og sjö kjörna fulltrúa. Oddvitinn og borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson var brattur þegar hann ávarpaði samflokksmenn eftir fyrstu tölur í nótt. „Við skulum vera upplitsdjörf og bjartsýn, sjá hvað nóttin ber í skauti sér og takast svo á við stöðuna eins og hún verður þá,“ sagði Dagur. Nóttin bar þó fyrst og fremst vonbrigði í skauti sér, enda tapaði flokkurinn talsverðu fylgi frá síðustu kosningum. Viðreisn, sem bauð fram í borginni í fyrsta sinn, náði aftur á móti inn tveimur mönnum með ríflega átta prósent greiddra atkvæða. Segja má að flokkurinn sé í oddastöðu í myndun meirihluta, en annar maður á lista vildi þó ekki gefa upp hvert flokkurinn hallaðist á kosningavökunni í nótt.Jóhanna Bryndís, Helga Jóhanna og Kristín skemmtu sér konunglega á kosningavöku Viðreisnar sem fékk tvo fulltrúa kjörna.Vísir/Rakel Ósk„Þetta er þannig að við erum trú stefnunni okkar. Það var fólk sem kaus okkur út af þessari stefnu. Það er á okkar ábyrgð að finna pólitískar leiðir til að þessi stefna nái fram að ganga að sem stærstum hluta,“ sagði Pawel Bartoszek í nótt. Píratar bættu við sig örlitlu fylgi frá síðustu kosningum og náðu inn tveimur fulltrúum. Fjórir flokkar náðu inn einum manni hver, en stærstur þeirra var hinn nýlega stofnaði Sósíalistaflokkur Íslands. „Ég vil bara þakka ykkur öllum hjartanlega fyrir stuðninginn og baráttuna. Þetta er það sem við getum gert þegar við stöndum saman og rísum upp gegn óréttlætinu,“ sagði oddvitinn Sanna Magdalena Mörtudóttir þegar hún ávarpaði salinn á kosningavöku flokksins. Miðflokkurinn var þriðja nýja framboðið sem náði inn fulltrúa með 6,1% atkvæða undir forystu Vigdísar Hauksdóttur.Vigdís Hauksdóttir verður borgarfulltrúi fyrir Miðflokk.Vísir/Erla Björg„Við erum að fá menn úti um allt land, en ég er bara svo metnaðarfull sjálf að ég hefði viljað fá tvo. Ég trúi því að þeir liggi í kössunum niðri í Laugardal og bara spái því,“ sagði Vigdís. Sú spá rættist ekki, en Vigdís komst inn ein fulltrúa flokksins. Staða Vinstri grænna sveiflaðist nokkuð í nótt, en eftir fyrstu tölur mældist flokkurinn með tvo fulltrúa inni.Samfylkingin tapaði fylgi og fær sjö borgarfulltrúa.Vísir/Rakel Ósk„Við höfum skynjað mikinn meðbyr og höfum verið að hitta fólk og tala við fólk í borginni. Okkar málflutningi hefur verið vel tekið svo þetta eru gleðifréttir,“ sagði frambjóðandinn Elín Oddný Sigurðardóttir eftir fyrstu tölur. Það voru þó engar gleðifréttir sem biðu í lok nætur, en Elín Oddný sem skipaði annað sæti listans endaði úti. Niðurstaðan nokkuð fylgistap flokksins frá síðustu kosningum. Síðastur til að ná inn manni var svo Flokkur fólksins, með 4,3 prósent greiddra atkvæða og einn fulltrúa – en aðrir sátu eftir úti í kuldanum.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Sjá meira
Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15