Innlent

Loka­tölur úr Ár­borg: Sjálf­stæðis­flokkurinn missti meiri­hluta sinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Myndin sýnir bæjarfulltrúa Árborgar á komandi kjörtímabili.
Myndin sýnir bæjarfulltrúa Árborgar á komandi kjörtímabili.
Lokatölur í áttunda stærsta sveitarfélagi landsins, Árborg, liggja nú fyrir. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins féll þar sem hann missti einn bæjarfulltrúa og er nú með fjóra en ekki fimm af níu.

Á kjörskrá voru 6.591 en atkvæði greiddu 4.636 sem þýðir kjörsókn upp á 70,3 prósent. Auðir seðlar voru 180 og ógildir 19 en gild atkvæði skiptust þannig á milli flokkanna:

Áfram Árborg hlaut 376 atkvæði eða 8,5 prósent.

Framsóknarflokkur hlaut 687 atkvæði eða 15,5 prósent.

Sjálfstæðisflokkur hlaut 1698 atkvæði eða 38,3 prósent.

Miðflokkurinn hlaut 476 atkvæði eða 10,7 prósent.

Samfylkingin hlaut 891 atkvæði eða 20,1 prósent.

Vinstri græn hlutu 309 atkvæði eða 7 prósent.

Lokatölur úr Árborg.
Níu manns eru í sveitarstjórn í Árborg. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn, Samfylkingin tvo en Áfram Árborg, Framsókn og Miðflokkurinn einn hver.

Bæjarfulltrúar Árborgar á komandi kjörtímabili eru eftirfarandi:

1    D   Gunnar Egilsson

2    S   Eggert Valur Guðmundsson

3    D   Brynhildur Jónsdóttir  

4    B   Helgi Sigurður Haraldsson

5    D   Kjartan Björnsson  

6    M   Tómas Ellert Tómasson  

7    S   Arna Ír Gunnarsdóttir

8    D   Ari Björn Thorarensen    

9    Á   Sigurjón Vídalín Guðmundsson


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×