Lokatölur í sjöunda stærsta sveitarfélagi landsins, Mosfellsbæ, liggja nú fyrir.
Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna heldur velli með fimm bæjarfulltrúa af níu.
Á kjörskrá voru 7.467 manns en atkvæði greiddu 4.828 sem þýðir kjörsókn upp á 64,7 prósent. Auðir seðlar voru 121 og ógildir 11 en gild atkvæði skiptust þannig á milli flokkanna:
Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur 1841 atkvæði eða 39,2 prósent.
Viðreisn fær 528 atkvæði eða 11,2 prósent
Vinstri græn fá 452 atkvæði eða 9,6 prósent
Samfylkingin fær 448 atkvæði eða 9,5 prósent
Miðflokkurinn fær 421 atkvæði eða 9 prósent
Píratar fá 369 atkvæði eða 7,9 prósent
Vinir Mosfelssbæjar fá 499 atkvæði eða 10,6 prósent
Framsókn fær 138 atkvæði eða 2,9 prósent
Bæjarfulltrúar eru:
1 D Haraldur Sverrisson
2 D Ásgeir Sveinsson
3 D Kolbrún G. Þorsteinsdóttir
4 C Valdimar Birgisson
5 L Stefán Ómar Jónsson
6 D Rúnar Bragi Guðlaugsson
7 V Bjarki Bjarnason
8 S Anna Sigríður Guðnadóttir
9 M Sveinn Óskar Sigurðsson
