Innlent

Eldur í blokk í Gullsmára

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Slökkviliðsmenn á vettvangi á tíunda tímanum.
Slökkviliðsmenn á vettvangi á tíunda tímanum.
Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang í Gullsmára 7 í Kópavogi þar sem eldur er í íbúð á sjöttu hæð í fjölbýlishúsi. Samkvæmt upplýsingum frá ljósmyndara Vísis á svæðinu er eldurinn mikill ef marka má reykinn sem streymir frá íbúðinni.

Fulltrúi slökkviliðs í Skógarhlíð tjáði fréttastofu að reykkafarar væru á leiðinni í húsið í þessum töluðu orðum. Mikill reykur kemur úr íbúðinni í blokkinni. Íbúar yfirgefa blokkina.

Uppfært klukkan 21:24

Búið er að slökkva eldinn. Íbúar á hæðunum fyrir ofan eru enn í íbúðum sínum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði liggur ekki fyrir hvort einhver var heima í íbúðinni eða ekki. Alltaf sé gengið út frá því að svo sé.

Uppfært klukkan 21:40

Að minnsta kosti einn hefur verið fluttur af vettvangi í sjúkrabíl.

Uppfært klukkan 22:26

Slökkvilið hefur lokið störfum á vettvangi. Lögregla er enn að störfum.

Fjölmennt lið lögreglu er á staðnum.Vísir/Vilhelm
Íbúar í tengigangi við Gullsmára 5. Vísir/Vilhelm
Frá Gullsmára 7.Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×