Erlent

Leiðtogar Kóreuríkjanna áttu óvæntan fund á landamærunum

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Vel fór á með leiðtogum Kóreuríkjanna á fundi þeirra í síðasta mánuði
Vel fór á með leiðtogum Kóreuríkjanna á fundi þeirra í síðasta mánuði Vísir/AFP
Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu áttu óvæntan fund á landamærum ríkjanna í morgun. Ekki var tilkynnt um fundinn fyrir fram en leiðtogarnir hittust í fyrsta sinn í sögu ríkjanna í síðasta mánuði. Sá fundur var haldinn á sama stað, á hlutlausu svæði á landamærunum.

Fundurinn þykir hafa gengið vel og bendir það til þess að allt kapp sé lagt á að endurvekja leiðtogafund Trumps Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un í Singapore.



Upphaflega stóð til að fundurinn yrði tólfta júní næstkomandi en Trump aflýsti honum eftir harðorðar yfirlýsingar frá stjórnvöldum í Pyongyang. Nú segir Trump að árangursríkar viðræður hafi átt sér stað um að halda fundinum til streitu eftir allt saman.

Sú ákvörðun Trumps, að aflýsa fundinum, kom forseta Suður-Kóreu í opna skjöldu. Hann mun hafa þrýst á báða aðila að koma aftur að samningaborðinu og í kjölfarið var sáttatónn í yfirlýsingum frá Norður-Kóreu.


Tengdar fréttir

Olli vonbrigðum með því að aflýsa fundinum

Donald Trump mun ekki funda með Kim Jong-un í Singapúr í júní. Aflýsti fundinum vegna reiði Norður-Kóreumanna sem hótuðu kjarnorkustríði og kölluðu varaforsetann heimskingja. Ekki er þó öll von úti enn, að mati skýranda BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×