Turnarnir tveir halda fylginu frá 2014 Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. maí 2018 06:00 Vísir/Grafík „Sem betur fer er langt í næstu kosningar og vonandi verður fólk glaðara þegar það fer næst í kosningar,“ segir Friðjón Friðjónsson almannatengill um kosningabaráttuna sem nú er að renna sitt skeið. „Það er rosalega mikið af reiðu fólki í þessari kosningabaráttu,“ segir Friðjón. Viðmælendur Fréttablaðsins, sem ásamt Friðjóni eru almannatenglarnir Andrés Jónsson og Elías Jón Guðjónsson, eru sammála um að kosningabaráttan hafi almennt verið tilþrifalítil og einkennst af kosningaþreytu enda eru þetta fjórðu kosningarnar sem fram fara frá árinu 2016. Friðjón segir að hér í Reykjavík hafi frambjóðandi Miðflokksins rekið áhugaverðustu kosningabaráttuna.Friðjón Friðjónsson, almannatengill hjá KOM „Mér hefur fundist Vigdís Hauksdóttir skemmtileg,“ segir Friðjón og vísar þar í myndbönd sem Vigdís hefur gert og birt á samfélagsmiðlunum. „Hún hefur brotið upp formið og svo höfum líka séð frambjóðendur í öðrum sveitarfélögum þora að fara út fyrir formið,“ segir Friðjón. Þar vísar hann meðal annars til auglýsinga Ármanns Kr. Ólafssonar í Kópavogi. „Vigdís hefur sýnt fólki að það má vera skemmtilegur í kosningabaráttu,“ segir Friðjón. Það hafi verið helsti gallinn í kosningabaráttunni og kosningabaráttu yfirleitt að menn taki sig of alvarlega. „Menn verða að vera léttir.“ Kosningabarátta Miðflokksins virðist ætla að skila Vigdísi sæti í borgarstjórn Reykjavíkur næsta kjörtímabilið. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær sýnir ný skoðanakönnun, sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu í vikunni, að Viðreisn, Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fengju einn mann kjörinn hver. Píratar og VG fengju tvo menn hvor flokkur, Sjálfstæðisflokkurinn fengi svo sjö menn og Samfylkingin níu menn. Í skoðanakönnuninni var spurt um fylgi allra sextán flokkanna sem bjóða fram lista í Reykjavík. Af þeim sem afstöðu tóku sögðust rúm 32 prósent ætla að kjósa Samfylkinguna, rúmlega 26 prósent myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, rúm 10 prósent myndu kjósa Pírata, 7,5 prósent myndu kjósa VG, rúm sex prósent myndu kjósa Viðreisn, rúm fimm prósent myndu kjósa Miðflokkinn, 3,6 prósent Framsóknarflokkinn, 3,1 prósent Flokk fólksins og 2,3 prósent myndu kjósa Sósíalistaflokkinn. Næst Sósíalistaflokknum að stærð er Kvennahreyfingin með 1,9 prósent, 0,3 prósent nefna Höfuðborgarlistann og 0,3 prósent nefna Frelsisflokkinn. Þá nefndi 0,1 prósent Alþýðufylkinguna. Hvorki Íslenska þjóðfylkingin, Borgin okkar – Reykjavík né Karlalistinn komust á blað.Sjá einnig: Samfylkingin enn stærst í borginniÞegar horft er til hlutfallslegrar skiptingar atkvæða sést að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eru nánast á pari við það sem flokkarnir fengu í borgarstjórnarkosningunum 2014. Píratar hins vegar tvöfalda nánast fylgi sitt en VG er svo aftur á móti með svipað fylgi og fyrir fjórum árum. Meirihlutaflokkarnir þrír sem bjóða fram að nýju, það er Samfylkingin, Píratar og VG, eru því í nokkuð góðri stöðu eftir kjörtímabilið. Björt framtíð er hins vegar horfin af sjónarsviðinu, að minnsta kosti um stundarsakir.Andrés JónssonElías Jón Guðjónsson segir að umræðan í aðdraganda kosninganna hafi verið flöt. „Málefnin hafa ekki komist í umræðuna, en hún hefur kannski að mörgu leyti snúist um það hvor verður borgarstjóri, Dagur eða Eyþór. Fólk er ekki móttækilegt fyrir pólitískri umræðu akkúrat núna,“ segir hann. Þá kunni fjöldi framboða að hafa valdið því að frambjóðendur eigi erfitt með að koma stefnumálum sínum á framfæri. Elías Jón, sem þekkir vel til í VG, segir að ef niðurstaða kosninganna í dag verði í samræmi við skoðanakönnun Fréttablaðsins þá starfi meirihlutinn áfram saman, að undanskilinni Bjartri framtíð. „Þá þarf ekkert að flækja málin, þá bara heldur sami meirihluti áfram með sömu áherslur. Ég sé ekki neina ástæðu til að bæta einhverjum öðrum inn í. Ekki nema að sá hinn sami vilji vinna að sömu málefnum.“ Andrés Jónsson almannatengill segir að kosningabaráttan sé að verða styttri og knappari. „Sá tími sem kosningabaráttan er í algleymingi var þrjár vikur í þarsíðustu kosningum, tvær vikur í síðustu kosningum og 10 dagar í þessum kosningum.“ Hann segir að mesta spennan á morgun muni snúast um það hvort minni framboð, sem geta vænst þess að fá einn mann inn, geti haft áhrif á stöðu meirihlutans.Könnun Gallup sýnir ólíkar niðurstöður Könnun sem Gallup gerði dagana 22. til 25. maí og birt var í fréttum RÚV í gær sýnir aðra mynd af fylgi flokkanna. Samkvæmt þeirri könnun er Sjálfstæðis flokkurinn stærsti flokkurinn í Reykjavík með 28,3 prósenta fylgi. Samfylkingin er næst stærst með 26 prósent, svo koma Píratar með 11 prósent, Viðreisn 8,7 prósent, Vinstri græn 6,2 prósent, Miðflokkurinn 5,8 prósent og Flokkur fólksins 3,8 prósent. Samkvæmt þessari könnun verða fyrrgreindir sjö flokkar með fulltrúa í borgarstjórn. Sósíalistaflokkurinn er næstur með mann inn, flokkurinn mælist með 3,4 prósenta fylgi en 2,9 pró- sent sögðust ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Aðrir flokkar mældust með 3,8 prósenta fylgi samanlagt. Af þeim sem tóku þátt sagðist enginn ætla að kjósa Frelsisflokkinn og einn Íslensku þjóðfylkinguna. Þrír nefndu Höfuðborgarlistann, fjórir ætluðu að greiða Borginni okkar – Reykjavík atkvæði sitt, sex Karlalistanum, ellefu Alþýðufylkingunni og sautján Kvennahreyfingunni. Heildarúrtaksstærð í könnun Gallup var 2.215 og var þátttökuhlutfall 57,7 prósent eða 1.104. Af þeim sögðust 6,6 prósent ekki ætla að kjósa eða skila auðu og 7 prósent tóku ekki afstöðu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin er enn stærst í borginni Útlit er fyrir að sjö flokkar fái fulltrúa í borgarstjórn, samkvæmt nýrri könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu. Meirihlutinn heldur velli. 25. maí 2018 02:02 Meirihlutinn í borginni fallinn samkvæmt könnun Gallup Sjálfstæðisflokkurinn stærstur. 25. maí 2018 18:24 Leiðinlegustu kosningar í manna minnum Kosningabaráttan minnir helst á finnska kvikmynd sem ekki er vitað hvort á að vera fyndin eða sorgleg. 25. maí 2018 14:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
„Sem betur fer er langt í næstu kosningar og vonandi verður fólk glaðara þegar það fer næst í kosningar,“ segir Friðjón Friðjónsson almannatengill um kosningabaráttuna sem nú er að renna sitt skeið. „Það er rosalega mikið af reiðu fólki í þessari kosningabaráttu,“ segir Friðjón. Viðmælendur Fréttablaðsins, sem ásamt Friðjóni eru almannatenglarnir Andrés Jónsson og Elías Jón Guðjónsson, eru sammála um að kosningabaráttan hafi almennt verið tilþrifalítil og einkennst af kosningaþreytu enda eru þetta fjórðu kosningarnar sem fram fara frá árinu 2016. Friðjón segir að hér í Reykjavík hafi frambjóðandi Miðflokksins rekið áhugaverðustu kosningabaráttuna.Friðjón Friðjónsson, almannatengill hjá KOM „Mér hefur fundist Vigdís Hauksdóttir skemmtileg,“ segir Friðjón og vísar þar í myndbönd sem Vigdís hefur gert og birt á samfélagsmiðlunum. „Hún hefur brotið upp formið og svo höfum líka séð frambjóðendur í öðrum sveitarfélögum þora að fara út fyrir formið,“ segir Friðjón. Þar vísar hann meðal annars til auglýsinga Ármanns Kr. Ólafssonar í Kópavogi. „Vigdís hefur sýnt fólki að það má vera skemmtilegur í kosningabaráttu,“ segir Friðjón. Það hafi verið helsti gallinn í kosningabaráttunni og kosningabaráttu yfirleitt að menn taki sig of alvarlega. „Menn verða að vera léttir.“ Kosningabarátta Miðflokksins virðist ætla að skila Vigdísi sæti í borgarstjórn Reykjavíkur næsta kjörtímabilið. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær sýnir ný skoðanakönnun, sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu í vikunni, að Viðreisn, Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fengju einn mann kjörinn hver. Píratar og VG fengju tvo menn hvor flokkur, Sjálfstæðisflokkurinn fengi svo sjö menn og Samfylkingin níu menn. Í skoðanakönnuninni var spurt um fylgi allra sextán flokkanna sem bjóða fram lista í Reykjavík. Af þeim sem afstöðu tóku sögðust rúm 32 prósent ætla að kjósa Samfylkinguna, rúmlega 26 prósent myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, rúm 10 prósent myndu kjósa Pírata, 7,5 prósent myndu kjósa VG, rúm sex prósent myndu kjósa Viðreisn, rúm fimm prósent myndu kjósa Miðflokkinn, 3,6 prósent Framsóknarflokkinn, 3,1 prósent Flokk fólksins og 2,3 prósent myndu kjósa Sósíalistaflokkinn. Næst Sósíalistaflokknum að stærð er Kvennahreyfingin með 1,9 prósent, 0,3 prósent nefna Höfuðborgarlistann og 0,3 prósent nefna Frelsisflokkinn. Þá nefndi 0,1 prósent Alþýðufylkinguna. Hvorki Íslenska þjóðfylkingin, Borgin okkar – Reykjavík né Karlalistinn komust á blað.Sjá einnig: Samfylkingin enn stærst í borginniÞegar horft er til hlutfallslegrar skiptingar atkvæða sést að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eru nánast á pari við það sem flokkarnir fengu í borgarstjórnarkosningunum 2014. Píratar hins vegar tvöfalda nánast fylgi sitt en VG er svo aftur á móti með svipað fylgi og fyrir fjórum árum. Meirihlutaflokkarnir þrír sem bjóða fram að nýju, það er Samfylkingin, Píratar og VG, eru því í nokkuð góðri stöðu eftir kjörtímabilið. Björt framtíð er hins vegar horfin af sjónarsviðinu, að minnsta kosti um stundarsakir.Andrés JónssonElías Jón Guðjónsson segir að umræðan í aðdraganda kosninganna hafi verið flöt. „Málefnin hafa ekki komist í umræðuna, en hún hefur kannski að mörgu leyti snúist um það hvor verður borgarstjóri, Dagur eða Eyþór. Fólk er ekki móttækilegt fyrir pólitískri umræðu akkúrat núna,“ segir hann. Þá kunni fjöldi framboða að hafa valdið því að frambjóðendur eigi erfitt með að koma stefnumálum sínum á framfæri. Elías Jón, sem þekkir vel til í VG, segir að ef niðurstaða kosninganna í dag verði í samræmi við skoðanakönnun Fréttablaðsins þá starfi meirihlutinn áfram saman, að undanskilinni Bjartri framtíð. „Þá þarf ekkert að flækja málin, þá bara heldur sami meirihluti áfram með sömu áherslur. Ég sé ekki neina ástæðu til að bæta einhverjum öðrum inn í. Ekki nema að sá hinn sami vilji vinna að sömu málefnum.“ Andrés Jónsson almannatengill segir að kosningabaráttan sé að verða styttri og knappari. „Sá tími sem kosningabaráttan er í algleymingi var þrjár vikur í þarsíðustu kosningum, tvær vikur í síðustu kosningum og 10 dagar í þessum kosningum.“ Hann segir að mesta spennan á morgun muni snúast um það hvort minni framboð, sem geta vænst þess að fá einn mann inn, geti haft áhrif á stöðu meirihlutans.Könnun Gallup sýnir ólíkar niðurstöður Könnun sem Gallup gerði dagana 22. til 25. maí og birt var í fréttum RÚV í gær sýnir aðra mynd af fylgi flokkanna. Samkvæmt þeirri könnun er Sjálfstæðis flokkurinn stærsti flokkurinn í Reykjavík með 28,3 prósenta fylgi. Samfylkingin er næst stærst með 26 prósent, svo koma Píratar með 11 prósent, Viðreisn 8,7 prósent, Vinstri græn 6,2 prósent, Miðflokkurinn 5,8 prósent og Flokkur fólksins 3,8 prósent. Samkvæmt þessari könnun verða fyrrgreindir sjö flokkar með fulltrúa í borgarstjórn. Sósíalistaflokkurinn er næstur með mann inn, flokkurinn mælist með 3,4 prósenta fylgi en 2,9 pró- sent sögðust ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Aðrir flokkar mældust með 3,8 prósenta fylgi samanlagt. Af þeim sem tóku þátt sagðist enginn ætla að kjósa Frelsisflokkinn og einn Íslensku þjóðfylkinguna. Þrír nefndu Höfuðborgarlistann, fjórir ætluðu að greiða Borginni okkar – Reykjavík atkvæði sitt, sex Karlalistanum, ellefu Alþýðufylkingunni og sautján Kvennahreyfingunni. Heildarúrtaksstærð í könnun Gallup var 2.215 og var þátttökuhlutfall 57,7 prósent eða 1.104. Af þeim sögðust 6,6 prósent ekki ætla að kjósa eða skila auðu og 7 prósent tóku ekki afstöðu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin er enn stærst í borginni Útlit er fyrir að sjö flokkar fái fulltrúa í borgarstjórn, samkvæmt nýrri könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu. Meirihlutinn heldur velli. 25. maí 2018 02:02 Meirihlutinn í borginni fallinn samkvæmt könnun Gallup Sjálfstæðisflokkurinn stærstur. 25. maí 2018 18:24 Leiðinlegustu kosningar í manna minnum Kosningabaráttan minnir helst á finnska kvikmynd sem ekki er vitað hvort á að vera fyndin eða sorgleg. 25. maí 2018 14:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Samfylkingin er enn stærst í borginni Útlit er fyrir að sjö flokkar fái fulltrúa í borgarstjórn, samkvæmt nýrri könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu. Meirihlutinn heldur velli. 25. maí 2018 02:02
Meirihlutinn í borginni fallinn samkvæmt könnun Gallup Sjálfstæðisflokkurinn stærstur. 25. maí 2018 18:24
Leiðinlegustu kosningar í manna minnum Kosningabaráttan minnir helst á finnska kvikmynd sem ekki er vitað hvort á að vera fyndin eða sorgleg. 25. maí 2018 14:00