Mætum og kjósum Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 26. maí 2018 10:00 Gengið er til sveitarstjórnarkosninga í dag. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum, sem birtar voru í gær, spáir önnur að meirihlutinn í Reykjavík haldi, hin að hann falli. Í könnun Fréttablaðsins heldur meirihlutinn í Reykjavík. Samfylking fengi 32% og níu menn kjörna. Sjálfstæðisflokkur yrði næststærstur með 26% og sjö menn. Gallup gerði könnun þessa sömu daga. Þar er meirihlutinn í borginni fallinn. Sjálfstæðisflokkur orðinn stærstur og næði inn átta mönnum, Samfylking sjö. Þrátt fyrir ofgnótt framboða og frambjóðenda virðist sem kjósendur líti svo á að þeir séu fyrst og fremst að kjósa milli þessara tveggja risa í reykvískri pólitík. Samfylkingin hefur háð nokkuð hnökralausa kosningabaráttu. Dagur B. Eggertsson hefur verið í fararbroddi og lítið sést til annarra frambjóðenda. Uppleggið virðist hafa verið að leggja upp með einfaldar áherslur, fá hnitmiðuð mál og óskoraðan leiðtoga í fararbroddi. Þetta virðist hafa tekist vel, enda flokkurinn siglt lygnan sjó í baráttunni, sérstaklega í ljósi þess að vera flokkur sitjandi borgarstjóra og grunnstoðin í ríkjandi meirihluta. Sjálfstæðismönnum hefur hins vegar ekki lánast að sigla jafn lygnan sjó. Kosningamálin hafa kannski verið fleiri en skynsamlegt getur talist, og sést hefur mikið til frambjóðenda jafnvel langt niður eftir listanum. Spyrja verður hvort ekki hefði verið skynsamlegra að einfalda boðskapinn, sérstaklega í ljósi þess að lítill áhugi hefur verið á kosningunum og því erfiðara en ella að halda athygli kjósenda. Hvað aðra flokka í núverandi meirihluta varðar þá má velta því upp hvort þeim hafi tekist að skilja sig frá Samfylkingunni? Hvorki Píratar né Vinstri Grænir hafa gagnrýnt Samfylkinguna eða borgarstjóra svo heitið getur. Viðreisn hefur sömuleiðis ekki náð að takast á loft. Hvað önnur framboð varðar, þá væri það að æra óstöðugan að telja þau öll upp. Athyglisvert er þó eins og fram kemur á forsíðu Fréttablaðsins í dag, þá eru ríflega 3.400 manns í framboði. Það samsvarar um 1% þjóðarinnar, og er eins og 640 þúsund manns væru í framboði í Bretlandi, eða 3.25 milljónir manna færu fram í Bandaríkjunum. Auðvitað er það gott að svo margir láti sig pólitík varða, en að sumu leyti gerir það viti borinni umræðu erfiðara fyrir. Fjölmiðlarnir, sem verða að gæta jafnræðis, hafa einfaldlega ekki pláss til að kynna öll framboð svo vel sé. Kannski er það ástæðan fyrir því að svo margir eru óákveðnir nú á lokametrunum. Tæplega fimmti hver kjósandi er óákveðinn, og ríflega annað eins vildi ekki svara eða ætlar að skila auðu, samkvæmt könnun Fréttablaðsins og svipaðar tölur má greina í könnun Gallup. Fylgið virðist vera á flökti og margir ekki enn búnir að ákveða sig. Frammistaða frambjóðenda á lokametrunum getur því skipt miklu. Hvað sem öllum bollaleggingum líður ber að fagna tækifærinu til að tjá skoðun okkar og mæta á kjörstað. Þrátt fyrir að talsverðrar kosningaþreytu kunni að gæta eftir síðustu ár má aldrei gleymast að kosningarétturinn er alls ekki sjálfsagður. Látum ekki vorhretið endalausa draga úr okkur kjark. Mætum og kjósum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Spörum með betri opinberum innkaupum Guðmundur R. Sigtryggsson skrifar Skoðun Hvers vegna Evrópusinni? Einar Helgason skrifar Skoðun Það gera allir mistök Árný Björg Blandon skrifar Sjá meira
Gengið er til sveitarstjórnarkosninga í dag. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum, sem birtar voru í gær, spáir önnur að meirihlutinn í Reykjavík haldi, hin að hann falli. Í könnun Fréttablaðsins heldur meirihlutinn í Reykjavík. Samfylking fengi 32% og níu menn kjörna. Sjálfstæðisflokkur yrði næststærstur með 26% og sjö menn. Gallup gerði könnun þessa sömu daga. Þar er meirihlutinn í borginni fallinn. Sjálfstæðisflokkur orðinn stærstur og næði inn átta mönnum, Samfylking sjö. Þrátt fyrir ofgnótt framboða og frambjóðenda virðist sem kjósendur líti svo á að þeir séu fyrst og fremst að kjósa milli þessara tveggja risa í reykvískri pólitík. Samfylkingin hefur háð nokkuð hnökralausa kosningabaráttu. Dagur B. Eggertsson hefur verið í fararbroddi og lítið sést til annarra frambjóðenda. Uppleggið virðist hafa verið að leggja upp með einfaldar áherslur, fá hnitmiðuð mál og óskoraðan leiðtoga í fararbroddi. Þetta virðist hafa tekist vel, enda flokkurinn siglt lygnan sjó í baráttunni, sérstaklega í ljósi þess að vera flokkur sitjandi borgarstjóra og grunnstoðin í ríkjandi meirihluta. Sjálfstæðismönnum hefur hins vegar ekki lánast að sigla jafn lygnan sjó. Kosningamálin hafa kannski verið fleiri en skynsamlegt getur talist, og sést hefur mikið til frambjóðenda jafnvel langt niður eftir listanum. Spyrja verður hvort ekki hefði verið skynsamlegra að einfalda boðskapinn, sérstaklega í ljósi þess að lítill áhugi hefur verið á kosningunum og því erfiðara en ella að halda athygli kjósenda. Hvað aðra flokka í núverandi meirihluta varðar þá má velta því upp hvort þeim hafi tekist að skilja sig frá Samfylkingunni? Hvorki Píratar né Vinstri Grænir hafa gagnrýnt Samfylkinguna eða borgarstjóra svo heitið getur. Viðreisn hefur sömuleiðis ekki náð að takast á loft. Hvað önnur framboð varðar, þá væri það að æra óstöðugan að telja þau öll upp. Athyglisvert er þó eins og fram kemur á forsíðu Fréttablaðsins í dag, þá eru ríflega 3.400 manns í framboði. Það samsvarar um 1% þjóðarinnar, og er eins og 640 þúsund manns væru í framboði í Bretlandi, eða 3.25 milljónir manna færu fram í Bandaríkjunum. Auðvitað er það gott að svo margir láti sig pólitík varða, en að sumu leyti gerir það viti borinni umræðu erfiðara fyrir. Fjölmiðlarnir, sem verða að gæta jafnræðis, hafa einfaldlega ekki pláss til að kynna öll framboð svo vel sé. Kannski er það ástæðan fyrir því að svo margir eru óákveðnir nú á lokametrunum. Tæplega fimmti hver kjósandi er óákveðinn, og ríflega annað eins vildi ekki svara eða ætlar að skila auðu, samkvæmt könnun Fréttablaðsins og svipaðar tölur má greina í könnun Gallup. Fylgið virðist vera á flökti og margir ekki enn búnir að ákveða sig. Frammistaða frambjóðenda á lokametrunum getur því skipt miklu. Hvað sem öllum bollaleggingum líður ber að fagna tækifærinu til að tjá skoðun okkar og mæta á kjörstað. Þrátt fyrir að talsverðrar kosningaþreytu kunni að gæta eftir síðustu ár má aldrei gleymast að kosningarétturinn er alls ekki sjálfsagður. Látum ekki vorhretið endalausa draga úr okkur kjark. Mætum og kjósum.
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun