Erlent

Útlit fyrir að bann við fóstureyðingum verði afnumið

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Samkvæmt útgönguspám verður breytingin á stjórnarskrá landsins samþykkt með 69,4% atkvæða en 32,6% eru andvígir breytingunum.
Samkvæmt útgönguspám verður breytingin á stjórnarskrá landsins samþykkt með 69,4% atkvæða en 32,6% eru andvígir breytingunum. Vísir/afp
Útlit er fyrir að Írar hafi samþykkt að afnema bann á fóstureyðingum ef marka má útgönguspár sem birtar voru í kvöld.

Samkvæmt útgönguspám verður breytingin á stjórnarskrá landsins samþykkt með 69,4% atkvæða en 30,6% eru andvígir breytingunum.

Kjörstaðir eru lokaðir og talning hefst ekki fyrr en klukkan 9 í fyrramálið að staðartíma. Að því er fram kemur á vef CNN má gera ráð fyrir því að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar liggi fyrir síðdegis á morgun.

Ef Írar hafa í raun kosið með breytingum er búist við því að fóstureyðingar verði gerðar frjálsar fram að 12. viku meðgöngu en með ákveðnum takmörkunum eftir þann tíma.

Stjórnarskrárákvæðið umdeilda sem kveður á um bann við fóstureyðingum var tekið upp árið 1983 en síðan þá hafa verið gerðar ýmsar breytingar þar á. Ákvæðinu var til dæmis breytt árið 2013 í frelsisátt þannig að læknar hafa síðan þá getað framkvæmt fóstureyðingar ef líf móðurinnar var í hættu.

Steinunn Rögnvaldsdóttir, kynjafræðingur og annar tveggja höfunda bókarinnar Rof: Frásagnir kvenna af fóstureyðingum, segir, í samtali við Vísi, að það sé mikið í húfi fyrir írskar konur. 

Hún segir bannið koma verst niður á jaðarsettum konum, eins og innflytjendum og fátækum konum sem eiga erfitt með að ferðast til annarra landa til fara í fóstureyðingu.


Tengdar fréttir

Kjörstaðir opnir á Írlandi

Kjörstaðir hafa nú verið opnaðir á Írlandi vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um fóstureyðingar í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×