Hlustar þú? Þórhildur Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2018 07:00 Styrjöldin í Jemen og þjáningar jemensku þjóðarinnar rata af og til í íslenskar fréttir. Þetta stríð er flókið, landið fjarlægt og fátækt og hagsmunir stórveldanna þar litlir. Það er líklega skýringin á því að þessum hörmungum hefur víðast hvar verið mætt með ótrúlegu tómlæti. Fyrir nokkrum árum bjó ég um skeið í Jemen þar sem ég vann með bandarískum hjálparsamtökum sem reyna að bæta menntun barna. Eins og margir Vesturlandabúar hafði ég mjög yfirborðslega sýn á þetta heimssvæði, hvorki þekkingin né skilningurinn risti djúpt. Liður í starfi mínu var að taka viðtöl við börn sem nutu aðstoðar hjálparsamtakanna. Eitt sinn heimsótti ég fjallahéraðið Taiz í þessum tilgangi. Börnin héldu áfram að vinna og sinna sínu meðan ég ræddi við þau, en öll vildu þau segja frá sjálfum sér, vonum sínum og þrám. Rétt eins og og öll börn alls staðar í heiminum hafa jemensku börnin vonir og þrár í ríkum mæli en óvíða útheimtir það jafn mikið erfiði að láta þær verða að veruleika og einmitt þar. Ég átti erfitt þennan dag. Og ég skammaðist mín fyrir það að þykja þetta erfitt því í samanburði við þessa barnungu viðmælendur mína hafði ég nákvæmlega ekkert til að kvarta yfir. Ólíkt mér gátu þau ekki farið neitt eða gert eitthvað annað. Þegar ég kom aftur á skrifstofuna um kvöldið brast stíflan og ég fékk, að ég held, snert af taugaáfalli. Líklega var það þó frekar forréttindaáfall, velmegunarsjokk Vesturlandabúans. Stuttu síðar flaug ég heim í öryggið. Í Jemen hófst borgarastyrjöld. Grátt bættist ofan á kolsvart. Ég hugsa reglulega til jemensku barnanna sem ég hitti þarna um árið. Sérstaklega núna þegar UNICEF hefur hafið neyðarsöfnun undir yfirskriftinni „Má ég segja þér soldið?“ Þar segja börnin í Jemen sína sögu, þau lýsa veruleika sínum, hörmungunum sem þau upplifa. Ég veit svo sannarlega hversu erfitt það er að hlusta. En við verðum. Það er hægt að lifa af forréttindaáfall og velmegunarsjokk. En það er tvísýnt hvort um 11 milljónir jemenskra barna lifa þetta stríð af. Til að styðja UNICEF sendið sms-ið Jemen í númerið 1900 og gefið 1.900 krónur í neyðaraðgerðir í landinu. Svo er Fatímusjóður Jóhönnu heitinnar Kristjónsdóttur einnig til hjálpar. Reikningsnúmer er 0512-04-250461 og kennitalan er 680808-0580. Íslensk stjórnvöld verða svo að þrýsta á og vinna með alþjóðasamfélaginu að friði. Það verður að stöðva ofbeldið gegn börnum í Jemen.Höfundur er meðlimur í Vinum Jemens Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Sjá meira
Styrjöldin í Jemen og þjáningar jemensku þjóðarinnar rata af og til í íslenskar fréttir. Þetta stríð er flókið, landið fjarlægt og fátækt og hagsmunir stórveldanna þar litlir. Það er líklega skýringin á því að þessum hörmungum hefur víðast hvar verið mætt með ótrúlegu tómlæti. Fyrir nokkrum árum bjó ég um skeið í Jemen þar sem ég vann með bandarískum hjálparsamtökum sem reyna að bæta menntun barna. Eins og margir Vesturlandabúar hafði ég mjög yfirborðslega sýn á þetta heimssvæði, hvorki þekkingin né skilningurinn risti djúpt. Liður í starfi mínu var að taka viðtöl við börn sem nutu aðstoðar hjálparsamtakanna. Eitt sinn heimsótti ég fjallahéraðið Taiz í þessum tilgangi. Börnin héldu áfram að vinna og sinna sínu meðan ég ræddi við þau, en öll vildu þau segja frá sjálfum sér, vonum sínum og þrám. Rétt eins og og öll börn alls staðar í heiminum hafa jemensku börnin vonir og þrár í ríkum mæli en óvíða útheimtir það jafn mikið erfiði að láta þær verða að veruleika og einmitt þar. Ég átti erfitt þennan dag. Og ég skammaðist mín fyrir það að þykja þetta erfitt því í samanburði við þessa barnungu viðmælendur mína hafði ég nákvæmlega ekkert til að kvarta yfir. Ólíkt mér gátu þau ekki farið neitt eða gert eitthvað annað. Þegar ég kom aftur á skrifstofuna um kvöldið brast stíflan og ég fékk, að ég held, snert af taugaáfalli. Líklega var það þó frekar forréttindaáfall, velmegunarsjokk Vesturlandabúans. Stuttu síðar flaug ég heim í öryggið. Í Jemen hófst borgarastyrjöld. Grátt bættist ofan á kolsvart. Ég hugsa reglulega til jemensku barnanna sem ég hitti þarna um árið. Sérstaklega núna þegar UNICEF hefur hafið neyðarsöfnun undir yfirskriftinni „Má ég segja þér soldið?“ Þar segja börnin í Jemen sína sögu, þau lýsa veruleika sínum, hörmungunum sem þau upplifa. Ég veit svo sannarlega hversu erfitt það er að hlusta. En við verðum. Það er hægt að lifa af forréttindaáfall og velmegunarsjokk. En það er tvísýnt hvort um 11 milljónir jemenskra barna lifa þetta stríð af. Til að styðja UNICEF sendið sms-ið Jemen í númerið 1900 og gefið 1.900 krónur í neyðaraðgerðir í landinu. Svo er Fatímusjóður Jóhönnu heitinnar Kristjónsdóttur einnig til hjálpar. Reikningsnúmer er 0512-04-250461 og kennitalan er 680808-0580. Íslensk stjórnvöld verða svo að þrýsta á og vinna með alþjóðasamfélaginu að friði. Það verður að stöðva ofbeldið gegn börnum í Jemen.Höfundur er meðlimur í Vinum Jemens
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun