Segja hættulegt fyrir blaðamenn að starfa í Palestínu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 24. maí 2018 20:00 Fræðimennirnir Juman Ali Quneis og Mohammad Abu Alrob héldu erindi sín í Hákóla Íslands í dag. Mynd/Frikki Höfði friðarsetur, Alþjóðamálastofnun og Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna stóðu fyrir opnum fundi í Háskóla Íslands í morgun um stöðu fjölmiðla í Palestínu. Í máli tveggja sérfræðinga fjölmiðladeildar Birzeit háskóla í Palestínu kom meðal annars fram að starfsskilyrði fjölmiðlamanna í palestínu séu nær ómöguleg. Þau telja Ísraelsher gera blaðamenn að sérstökum skotmörkum en til að mynda voru tveir blaðamenn á meðal þeirra 60 sem létust í mótmælunum á Gaza svæðinu í síðustu viku. Juman Ali Quneis, deildarstjóri fjölmiðladeildar skólans, segir 85 fréttamenn hafa verið drepna frá árinu 1972 þar af meirihlutinn á síðastliðnum tíu árum. „Allir blaðamenn sem fjalla um viðburði, jafnvel friðsæla viðburði, geta átt hættu á því að vera drepnir, handteknir eða skotnir af ísraelska hernum. Jafnvel þó að þeir klæðist jakka sem gefur til kynna að þeir séu fjölmiðlamenn er það áhættusamt,“ segir hún. Þá segir hún það mismunandi eftir löndum hvernig fjallað sé um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. „Því miður er Ísrael almennt séð öflugt í að koma málstað sínum á framfæri. Ef þú skoðar umfjöllun BBC eða CNN eru fréttir um málstað Palestínumanna óskýrar og ekki ofarlega á fréttalistanum,“ segir hún og nefnir dæmi um að opnun Bandaríska sendiráðsins hafi víða verið gert hærra undir höfði heldur en þeim 60 Palestínumönnum sem féllu í mótmælunum á dögunum. Erindi Mohammad Abu Alrob, lektors við fjölmiðladeildina, sneri að notkun samfélagsmiðla í tengslum við átökin á milli Palestínu og Ísrael. Hann segir tilkomu samfélagsmiðla hafa komið sér afar vel fyrir málstað Palestínu en hins vegar sé það tvíeggja sverð þar sem Palestínumenn segjast finna fyrir miklum hatursáróðri af hálfu Ísraelsmanna. „Ein palestínsk rannsóknsókn sýndi til dæmis fram á að árið 2007 hafi um hálf miljón færsla á samfélagsmiðlum í Ísrael flokkast undir hatursáróður. Það er um það bil ein færsla á mínútu.“ Hann segir að þessu fylgi aukið réttlæti á ofbeldi gagnvart Palestínumönnum. Þá séu Palestínumenn heldur ekki alsaklausir hvað hatursáróður varðar en harðar refsingar fylgi því fyrir Palestínumann að setja eitthvað á samfélagsmiðla sem Ísrael gæti túlkað sem hatursáróður. Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Höfði friðarsetur, Alþjóðamálastofnun og Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna stóðu fyrir opnum fundi í Háskóla Íslands í morgun um stöðu fjölmiðla í Palestínu. Í máli tveggja sérfræðinga fjölmiðladeildar Birzeit háskóla í Palestínu kom meðal annars fram að starfsskilyrði fjölmiðlamanna í palestínu séu nær ómöguleg. Þau telja Ísraelsher gera blaðamenn að sérstökum skotmörkum en til að mynda voru tveir blaðamenn á meðal þeirra 60 sem létust í mótmælunum á Gaza svæðinu í síðustu viku. Juman Ali Quneis, deildarstjóri fjölmiðladeildar skólans, segir 85 fréttamenn hafa verið drepna frá árinu 1972 þar af meirihlutinn á síðastliðnum tíu árum. „Allir blaðamenn sem fjalla um viðburði, jafnvel friðsæla viðburði, geta átt hættu á því að vera drepnir, handteknir eða skotnir af ísraelska hernum. Jafnvel þó að þeir klæðist jakka sem gefur til kynna að þeir séu fjölmiðlamenn er það áhættusamt,“ segir hún. Þá segir hún það mismunandi eftir löndum hvernig fjallað sé um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. „Því miður er Ísrael almennt séð öflugt í að koma málstað sínum á framfæri. Ef þú skoðar umfjöllun BBC eða CNN eru fréttir um málstað Palestínumanna óskýrar og ekki ofarlega á fréttalistanum,“ segir hún og nefnir dæmi um að opnun Bandaríska sendiráðsins hafi víða verið gert hærra undir höfði heldur en þeim 60 Palestínumönnum sem féllu í mótmælunum á dögunum. Erindi Mohammad Abu Alrob, lektors við fjölmiðladeildina, sneri að notkun samfélagsmiðla í tengslum við átökin á milli Palestínu og Ísrael. Hann segir tilkomu samfélagsmiðla hafa komið sér afar vel fyrir málstað Palestínu en hins vegar sé það tvíeggja sverð þar sem Palestínumenn segjast finna fyrir miklum hatursáróðri af hálfu Ísraelsmanna. „Ein palestínsk rannsóknsókn sýndi til dæmis fram á að árið 2007 hafi um hálf miljón færsla á samfélagsmiðlum í Ísrael flokkast undir hatursáróður. Það er um það bil ein færsla á mínútu.“ Hann segir að þessu fylgi aukið réttlæti á ofbeldi gagnvart Palestínumönnum. Þá séu Palestínumenn heldur ekki alsaklausir hvað hatursáróður varðar en harðar refsingar fylgi því fyrir Palestínumann að setja eitthvað á samfélagsmiðla sem Ísrael gæti túlkað sem hatursáróður.
Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira