Segja hættulegt fyrir blaðamenn að starfa í Palestínu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 24. maí 2018 20:00 Fræðimennirnir Juman Ali Quneis og Mohammad Abu Alrob héldu erindi sín í Hákóla Íslands í dag. Mynd/Frikki Höfði friðarsetur, Alþjóðamálastofnun og Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna stóðu fyrir opnum fundi í Háskóla Íslands í morgun um stöðu fjölmiðla í Palestínu. Í máli tveggja sérfræðinga fjölmiðladeildar Birzeit háskóla í Palestínu kom meðal annars fram að starfsskilyrði fjölmiðlamanna í palestínu séu nær ómöguleg. Þau telja Ísraelsher gera blaðamenn að sérstökum skotmörkum en til að mynda voru tveir blaðamenn á meðal þeirra 60 sem létust í mótmælunum á Gaza svæðinu í síðustu viku. Juman Ali Quneis, deildarstjóri fjölmiðladeildar skólans, segir 85 fréttamenn hafa verið drepna frá árinu 1972 þar af meirihlutinn á síðastliðnum tíu árum. „Allir blaðamenn sem fjalla um viðburði, jafnvel friðsæla viðburði, geta átt hættu á því að vera drepnir, handteknir eða skotnir af ísraelska hernum. Jafnvel þó að þeir klæðist jakka sem gefur til kynna að þeir séu fjölmiðlamenn er það áhættusamt,“ segir hún. Þá segir hún það mismunandi eftir löndum hvernig fjallað sé um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. „Því miður er Ísrael almennt séð öflugt í að koma málstað sínum á framfæri. Ef þú skoðar umfjöllun BBC eða CNN eru fréttir um málstað Palestínumanna óskýrar og ekki ofarlega á fréttalistanum,“ segir hún og nefnir dæmi um að opnun Bandaríska sendiráðsins hafi víða verið gert hærra undir höfði heldur en þeim 60 Palestínumönnum sem féllu í mótmælunum á dögunum. Erindi Mohammad Abu Alrob, lektors við fjölmiðladeildina, sneri að notkun samfélagsmiðla í tengslum við átökin á milli Palestínu og Ísrael. Hann segir tilkomu samfélagsmiðla hafa komið sér afar vel fyrir málstað Palestínu en hins vegar sé það tvíeggja sverð þar sem Palestínumenn segjast finna fyrir miklum hatursáróðri af hálfu Ísraelsmanna. „Ein palestínsk rannsóknsókn sýndi til dæmis fram á að árið 2007 hafi um hálf miljón færsla á samfélagsmiðlum í Ísrael flokkast undir hatursáróður. Það er um það bil ein færsla á mínútu.“ Hann segir að þessu fylgi aukið réttlæti á ofbeldi gagnvart Palestínumönnum. Þá séu Palestínumenn heldur ekki alsaklausir hvað hatursáróður varðar en harðar refsingar fylgi því fyrir Palestínumann að setja eitthvað á samfélagsmiðla sem Ísrael gæti túlkað sem hatursáróður. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Höfði friðarsetur, Alþjóðamálastofnun og Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna stóðu fyrir opnum fundi í Háskóla Íslands í morgun um stöðu fjölmiðla í Palestínu. Í máli tveggja sérfræðinga fjölmiðladeildar Birzeit háskóla í Palestínu kom meðal annars fram að starfsskilyrði fjölmiðlamanna í palestínu séu nær ómöguleg. Þau telja Ísraelsher gera blaðamenn að sérstökum skotmörkum en til að mynda voru tveir blaðamenn á meðal þeirra 60 sem létust í mótmælunum á Gaza svæðinu í síðustu viku. Juman Ali Quneis, deildarstjóri fjölmiðladeildar skólans, segir 85 fréttamenn hafa verið drepna frá árinu 1972 þar af meirihlutinn á síðastliðnum tíu árum. „Allir blaðamenn sem fjalla um viðburði, jafnvel friðsæla viðburði, geta átt hættu á því að vera drepnir, handteknir eða skotnir af ísraelska hernum. Jafnvel þó að þeir klæðist jakka sem gefur til kynna að þeir séu fjölmiðlamenn er það áhættusamt,“ segir hún. Þá segir hún það mismunandi eftir löndum hvernig fjallað sé um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. „Því miður er Ísrael almennt séð öflugt í að koma málstað sínum á framfæri. Ef þú skoðar umfjöllun BBC eða CNN eru fréttir um málstað Palestínumanna óskýrar og ekki ofarlega á fréttalistanum,“ segir hún og nefnir dæmi um að opnun Bandaríska sendiráðsins hafi víða verið gert hærra undir höfði heldur en þeim 60 Palestínumönnum sem féllu í mótmælunum á dögunum. Erindi Mohammad Abu Alrob, lektors við fjölmiðladeildina, sneri að notkun samfélagsmiðla í tengslum við átökin á milli Palestínu og Ísrael. Hann segir tilkomu samfélagsmiðla hafa komið sér afar vel fyrir málstað Palestínu en hins vegar sé það tvíeggja sverð þar sem Palestínumenn segjast finna fyrir miklum hatursáróðri af hálfu Ísraelsmanna. „Ein palestínsk rannsóknsókn sýndi til dæmis fram á að árið 2007 hafi um hálf miljón færsla á samfélagsmiðlum í Ísrael flokkast undir hatursáróður. Það er um það bil ein færsla á mínútu.“ Hann segir að þessu fylgi aukið réttlæti á ofbeldi gagnvart Palestínumönnum. Þá séu Palestínumenn heldur ekki alsaklausir hvað hatursáróður varðar en harðar refsingar fylgi því fyrir Palestínumann að setja eitthvað á samfélagsmiðla sem Ísrael gæti túlkað sem hatursáróður.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira