Íslands skorar mjög hátt á „þetta reddast“ mælikvarðanum Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. maí 2018 18:30 Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskpktaráðs Íslands. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Ísland stendur öllum hinum Norðurlöndunum að baki í samkeppnishæfni samkvæmt úttekt IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni ríkja. Ísland fellur niður um fjögur sæti milli ára og er í 24. sæti í úttektinni. Viðskiptaráð Íslands kynnti í dag niðurstöður úttektar IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni þjóða. Ísland féll niður um fjögur sæti í úttektinni milli ára og er í 24. sæti að þessu sinni. Ísland er enn talsvert að baki hinum Norðurlöndunum sem eru 6.- 16. sæti en Bandaríkin tróna á toppnum. Ísland er fyrir neðan hin Norðurlöndin í sautján matsþáttum af tuttugu og er framleiðni á Íslandi mun minni en á hinum Norðurlöndunum. „Ísland skorar mjög hátt í mælikvarða sem spyr í raun og veru, þetta reddast. Við erum í öðru sæti þar. En við komum frekar illa út í öllu sem snýr að stefnumótun og stefnufestu. Þannig að ég held að við ættum kannski að einbeita okkur að því að halda stefnufestu og horfa til lengri tíma heldur en að vera alltaf að slökkva elda. Það myndi þá skila framleiðni upp á við til lengri tíma,“ segir Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.Skiptir samkeppnishæfni máli? Samkeppnishæfni skiptir máli því aukin samkepnishæfni Íslands leiðir til betri lífsgæða hjá almenningi. Niðurstöður úttektarinnar leiða í ljós að hátt verðlag á Íslandi og mikil styrking íslensku krónunnar eru að draga niður samkeppnishæfni landsins. Konráð Guðjónsson segir að aðgerðir gegn styrkingu krónunnar ættu að vera í forgangi og að aukin fjárfesting lífeyrissjóða í útlöndum gæti vegið upp á móti gengisstyrkingu. „Við höfum velt því upp hvort það sé skynsamlegt að setja gólf á erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna því þeir eru orðnir það stórir að það er ekki mikið pláss eftir fyrir þá á íslenskum markaði og þeir búa við mikið innflæði. Ef þeir fara út er það sjálfkrafa ákveðin sveiflujöfnun á móti styrkingarþrýstingi. Þá er að minnsta kosti hægt að koma í veg fyrir að ástandi versni mikið meira,“ segir Konráð. Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Sjá meira
Ísland stendur öllum hinum Norðurlöndunum að baki í samkeppnishæfni samkvæmt úttekt IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni ríkja. Ísland fellur niður um fjögur sæti milli ára og er í 24. sæti í úttektinni. Viðskiptaráð Íslands kynnti í dag niðurstöður úttektar IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni þjóða. Ísland féll niður um fjögur sæti í úttektinni milli ára og er í 24. sæti að þessu sinni. Ísland er enn talsvert að baki hinum Norðurlöndunum sem eru 6.- 16. sæti en Bandaríkin tróna á toppnum. Ísland er fyrir neðan hin Norðurlöndin í sautján matsþáttum af tuttugu og er framleiðni á Íslandi mun minni en á hinum Norðurlöndunum. „Ísland skorar mjög hátt í mælikvarða sem spyr í raun og veru, þetta reddast. Við erum í öðru sæti þar. En við komum frekar illa út í öllu sem snýr að stefnumótun og stefnufestu. Þannig að ég held að við ættum kannski að einbeita okkur að því að halda stefnufestu og horfa til lengri tíma heldur en að vera alltaf að slökkva elda. Það myndi þá skila framleiðni upp á við til lengri tíma,“ segir Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.Skiptir samkeppnishæfni máli? Samkeppnishæfni skiptir máli því aukin samkepnishæfni Íslands leiðir til betri lífsgæða hjá almenningi. Niðurstöður úttektarinnar leiða í ljós að hátt verðlag á Íslandi og mikil styrking íslensku krónunnar eru að draga niður samkeppnishæfni landsins. Konráð Guðjónsson segir að aðgerðir gegn styrkingu krónunnar ættu að vera í forgangi og að aukin fjárfesting lífeyrissjóða í útlöndum gæti vegið upp á móti gengisstyrkingu. „Við höfum velt því upp hvort það sé skynsamlegt að setja gólf á erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna því þeir eru orðnir það stórir að það er ekki mikið pláss eftir fyrir þá á íslenskum markaði og þeir búa við mikið innflæði. Ef þeir fara út er það sjálfkrafa ákveðin sveiflujöfnun á móti styrkingarþrýstingi. Þá er að minnsta kosti hægt að koma í veg fyrir að ástandi versni mikið meira,“ segir Konráð.
Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Sjá meira