Íslands skorar mjög hátt á „þetta reddast“ mælikvarðanum Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. maí 2018 18:30 Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskpktaráðs Íslands. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Ísland stendur öllum hinum Norðurlöndunum að baki í samkeppnishæfni samkvæmt úttekt IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni ríkja. Ísland fellur niður um fjögur sæti milli ára og er í 24. sæti í úttektinni. Viðskiptaráð Íslands kynnti í dag niðurstöður úttektar IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni þjóða. Ísland féll niður um fjögur sæti í úttektinni milli ára og er í 24. sæti að þessu sinni. Ísland er enn talsvert að baki hinum Norðurlöndunum sem eru 6.- 16. sæti en Bandaríkin tróna á toppnum. Ísland er fyrir neðan hin Norðurlöndin í sautján matsþáttum af tuttugu og er framleiðni á Íslandi mun minni en á hinum Norðurlöndunum. „Ísland skorar mjög hátt í mælikvarða sem spyr í raun og veru, þetta reddast. Við erum í öðru sæti þar. En við komum frekar illa út í öllu sem snýr að stefnumótun og stefnufestu. Þannig að ég held að við ættum kannski að einbeita okkur að því að halda stefnufestu og horfa til lengri tíma heldur en að vera alltaf að slökkva elda. Það myndi þá skila framleiðni upp á við til lengri tíma,“ segir Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.Skiptir samkeppnishæfni máli? Samkeppnishæfni skiptir máli því aukin samkepnishæfni Íslands leiðir til betri lífsgæða hjá almenningi. Niðurstöður úttektarinnar leiða í ljós að hátt verðlag á Íslandi og mikil styrking íslensku krónunnar eru að draga niður samkeppnishæfni landsins. Konráð Guðjónsson segir að aðgerðir gegn styrkingu krónunnar ættu að vera í forgangi og að aukin fjárfesting lífeyrissjóða í útlöndum gæti vegið upp á móti gengisstyrkingu. „Við höfum velt því upp hvort það sé skynsamlegt að setja gólf á erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna því þeir eru orðnir það stórir að það er ekki mikið pláss eftir fyrir þá á íslenskum markaði og þeir búa við mikið innflæði. Ef þeir fara út er það sjálfkrafa ákveðin sveiflujöfnun á móti styrkingarþrýstingi. Þá er að minnsta kosti hægt að koma í veg fyrir að ástandi versni mikið meira,“ segir Konráð. Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Fleiri fréttir Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira
Ísland stendur öllum hinum Norðurlöndunum að baki í samkeppnishæfni samkvæmt úttekt IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni ríkja. Ísland fellur niður um fjögur sæti milli ára og er í 24. sæti í úttektinni. Viðskiptaráð Íslands kynnti í dag niðurstöður úttektar IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni þjóða. Ísland féll niður um fjögur sæti í úttektinni milli ára og er í 24. sæti að þessu sinni. Ísland er enn talsvert að baki hinum Norðurlöndunum sem eru 6.- 16. sæti en Bandaríkin tróna á toppnum. Ísland er fyrir neðan hin Norðurlöndin í sautján matsþáttum af tuttugu og er framleiðni á Íslandi mun minni en á hinum Norðurlöndunum. „Ísland skorar mjög hátt í mælikvarða sem spyr í raun og veru, þetta reddast. Við erum í öðru sæti þar. En við komum frekar illa út í öllu sem snýr að stefnumótun og stefnufestu. Þannig að ég held að við ættum kannski að einbeita okkur að því að halda stefnufestu og horfa til lengri tíma heldur en að vera alltaf að slökkva elda. Það myndi þá skila framleiðni upp á við til lengri tíma,“ segir Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.Skiptir samkeppnishæfni máli? Samkeppnishæfni skiptir máli því aukin samkepnishæfni Íslands leiðir til betri lífsgæða hjá almenningi. Niðurstöður úttektarinnar leiða í ljós að hátt verðlag á Íslandi og mikil styrking íslensku krónunnar eru að draga niður samkeppnishæfni landsins. Konráð Guðjónsson segir að aðgerðir gegn styrkingu krónunnar ættu að vera í forgangi og að aukin fjárfesting lífeyrissjóða í útlöndum gæti vegið upp á móti gengisstyrkingu. „Við höfum velt því upp hvort það sé skynsamlegt að setja gólf á erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna því þeir eru orðnir það stórir að það er ekki mikið pláss eftir fyrir þá á íslenskum markaði og þeir búa við mikið innflæði. Ef þeir fara út er það sjálfkrafa ákveðin sveiflujöfnun á móti styrkingarþrýstingi. Þá er að minnsta kosti hægt að koma í veg fyrir að ástandi versni mikið meira,“ segir Konráð.
Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Fleiri fréttir Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira