Stjórn VR treystir ekki forseta ASÍ 24. maí 2018 14:16 Gylfi Arnbjörnsson er forseti ASÍ. VÍSIR/VILHELM Stjórn VR ber ekki traust til Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, til að leiða viðræður við stjórnvöld eða Samtök atvinnulífsins fyrir hönd stéttarfélagsins og mun hann ekki tala í umboði þess. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt er á heimasíðu VR og stjórn félagsins samþykkti í dag. Í yfirlýsingunni, sem sjá má í heild sinni hér, segir að hlutverk forseta ASÍ sé að stuðla að samvinnu og samstarfi milli aðildarsamtaka ASÍ. Segir að til þess að svo megi verða þurfi forsetinn að vera í góðu sambandi við fulltrúa aðildarsamtakanna og virða ólík sjónarmið, hlusta og vera tilbúinn til að miðla málum. Síðan segir: „Forsetinn á alltaf að taka málstað félagsmanna aðildarfélaga ASÍ og tryggja að hagsmunir þeirra séu efstir á blaði. Ábyrgð forseta ASÍ er fyrst og fremst gagnvart hinum almenna félagsmanni í verkalýðsfélögunum. Við undirrituð teljum að forsetinn hafi ekki ræktað þetta meginhlutverk sitt. Þrátt fyrir skýra kröfu grasrótarinnar innan aðildarfélaga ASÍ um breyttar áherslur og róttækari verkalýðsbaráttu hefur forseti ASÍ kosið að sniðganga þær kröfur og þær breytingar sem orðið hafa í forystu verkalýðshreyfingarinnar og notað til þess rödd Alþýðusambandsins. Forseti ASÍ nýtur því ekki trausts til að leiða viðræður við stjórnvöld eða Samtök atvinnulífsins fyrir okkar hönd og mun ekki tala í umboði okkar.“ Fyrr í mánuðinum boðaði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vantraustsyfirlýsingu á Gylfa vegna myndbands sem ASÍ birti þar sem farið er yfir árangur kjarasamninga. Tengdar fréttir Gylfi segir ekki nýtt að Ragnar Þór lýsi vantrausti á sér Miðstjórn ASÍ telji nauðsynlegt að koma upplýsingum á framfæri í aðdraganda kjarasamninga og þings sambandsins. 11. maí 2018 12:15 Boðar formlegt vantraust á Gylfa vegna auglýsingar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, heitir því að gefa út formlega vantraustyfirlýsingu á hendur Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, á allra næstu dögum. 11. maí 2018 06:02 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Fleiri fréttir Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Sjá meira
Stjórn VR ber ekki traust til Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, til að leiða viðræður við stjórnvöld eða Samtök atvinnulífsins fyrir hönd stéttarfélagsins og mun hann ekki tala í umboði þess. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt er á heimasíðu VR og stjórn félagsins samþykkti í dag. Í yfirlýsingunni, sem sjá má í heild sinni hér, segir að hlutverk forseta ASÍ sé að stuðla að samvinnu og samstarfi milli aðildarsamtaka ASÍ. Segir að til þess að svo megi verða þurfi forsetinn að vera í góðu sambandi við fulltrúa aðildarsamtakanna og virða ólík sjónarmið, hlusta og vera tilbúinn til að miðla málum. Síðan segir: „Forsetinn á alltaf að taka málstað félagsmanna aðildarfélaga ASÍ og tryggja að hagsmunir þeirra séu efstir á blaði. Ábyrgð forseta ASÍ er fyrst og fremst gagnvart hinum almenna félagsmanni í verkalýðsfélögunum. Við undirrituð teljum að forsetinn hafi ekki ræktað þetta meginhlutverk sitt. Þrátt fyrir skýra kröfu grasrótarinnar innan aðildarfélaga ASÍ um breyttar áherslur og róttækari verkalýðsbaráttu hefur forseti ASÍ kosið að sniðganga þær kröfur og þær breytingar sem orðið hafa í forystu verkalýðshreyfingarinnar og notað til þess rödd Alþýðusambandsins. Forseti ASÍ nýtur því ekki trausts til að leiða viðræður við stjórnvöld eða Samtök atvinnulífsins fyrir okkar hönd og mun ekki tala í umboði okkar.“ Fyrr í mánuðinum boðaði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vantraustsyfirlýsingu á Gylfa vegna myndbands sem ASÍ birti þar sem farið er yfir árangur kjarasamninga.
Tengdar fréttir Gylfi segir ekki nýtt að Ragnar Þór lýsi vantrausti á sér Miðstjórn ASÍ telji nauðsynlegt að koma upplýsingum á framfæri í aðdraganda kjarasamninga og þings sambandsins. 11. maí 2018 12:15 Boðar formlegt vantraust á Gylfa vegna auglýsingar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, heitir því að gefa út formlega vantraustyfirlýsingu á hendur Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, á allra næstu dögum. 11. maí 2018 06:02 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Fleiri fréttir Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Sjá meira
Gylfi segir ekki nýtt að Ragnar Þór lýsi vantrausti á sér Miðstjórn ASÍ telji nauðsynlegt að koma upplýsingum á framfæri í aðdraganda kjarasamninga og þings sambandsins. 11. maí 2018 12:15
Boðar formlegt vantraust á Gylfa vegna auglýsingar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, heitir því að gefa út formlega vantraustyfirlýsingu á hendur Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, á allra næstu dögum. 11. maí 2018 06:02