Synir Netanjahú með vopnaða lífverði á Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2018 14:45 Tveir synir Benjamíns Netajahú, forsætisráðherra Ísraels, eru staddir á landinu í einkaferð. Vísir/EPA Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum tveggja sona forsætisráðherra Ísraels að bera skotvopn á meðan þeir eru á landinu. Synir forsætisráðherrans eru sagðir hér í einkaerindagjörðum en öryggisgæslan með þeim hefur vakið deilur í heimalandinu. Greint var frá því í gær að Avner og Yair Netanjahú, synir Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, væru staddir á landinu. Þeir séu í einkaferð með hópi frá Ísrael en ekki í opinberum erindagjörðum. Bræðurnir eru fyrstir fullorðinna barna forsætisráðherra til að fá fulla öryggisgæslu og hefur það verið umdeilt í Ísrael. Samkvæmt heimildum Vísis komu lífverðir bræðranna með skotvopn með sér til Íslands. Fyrst var greint frá vopnaburði lífvarðanna í Stundinni í morgun.Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir að sjálfsögðu ekki gefinn upp fjölda lífvarða né íslenskra lögreglumanna.vísir/gvaEnginn munur á opinberri eða einkaheimsókn Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis staðfestir Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, að lífverðir bræðranna beri vopn undir stjórn sérsveitar ríkislögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri geti samkvæmt lögum heimilað erlendum lögreglumönnum og öryggisvörðum að bera vopn við störf sín hér á landi enda starfi þeir undir stjórn lögreglunnar og fylgi reglum um vopnaburð og notkun vopna að öllu leyti. Ríkislögreglustjóri gefi út sérstök skírteini handa viðkomandi. Ekki er gerður greinarmunur á því hvort að um opinbera eða einkaheimsókn sé að ræða. Ákvörðun um að veita heimild til vopnaburðar er sögð byggjast á mati hverju sinni. Lífverðir bræðranna eru á vegum ísraelskra stjórnvalda en ríkislögreglustjóri gefur ekki upp hversu margir þeir eru eða hversu margir íslenskir lífverðir fylgja þeim. Tengdar fréttir Synir Netanyahu á Íslandi Þeir munu vera hér í einkaferð með hópi frá Ísrael og ekki á vegum ísraelska ríkisins en öryggisverðir eru með þeim. 23. maí 2018 16:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum tveggja sona forsætisráðherra Ísraels að bera skotvopn á meðan þeir eru á landinu. Synir forsætisráðherrans eru sagðir hér í einkaerindagjörðum en öryggisgæslan með þeim hefur vakið deilur í heimalandinu. Greint var frá því í gær að Avner og Yair Netanjahú, synir Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, væru staddir á landinu. Þeir séu í einkaferð með hópi frá Ísrael en ekki í opinberum erindagjörðum. Bræðurnir eru fyrstir fullorðinna barna forsætisráðherra til að fá fulla öryggisgæslu og hefur það verið umdeilt í Ísrael. Samkvæmt heimildum Vísis komu lífverðir bræðranna með skotvopn með sér til Íslands. Fyrst var greint frá vopnaburði lífvarðanna í Stundinni í morgun.Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir að sjálfsögðu ekki gefinn upp fjölda lífvarða né íslenskra lögreglumanna.vísir/gvaEnginn munur á opinberri eða einkaheimsókn Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis staðfestir Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, að lífverðir bræðranna beri vopn undir stjórn sérsveitar ríkislögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri geti samkvæmt lögum heimilað erlendum lögreglumönnum og öryggisvörðum að bera vopn við störf sín hér á landi enda starfi þeir undir stjórn lögreglunnar og fylgi reglum um vopnaburð og notkun vopna að öllu leyti. Ríkislögreglustjóri gefi út sérstök skírteini handa viðkomandi. Ekki er gerður greinarmunur á því hvort að um opinbera eða einkaheimsókn sé að ræða. Ákvörðun um að veita heimild til vopnaburðar er sögð byggjast á mati hverju sinni. Lífverðir bræðranna eru á vegum ísraelskra stjórnvalda en ríkislögreglustjóri gefur ekki upp hversu margir þeir eru eða hversu margir íslenskir lífverðir fylgja þeim.
Tengdar fréttir Synir Netanyahu á Íslandi Þeir munu vera hér í einkaferð með hópi frá Ísrael og ekki á vegum ísraelska ríkisins en öryggisverðir eru með þeim. 23. maí 2018 16:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Synir Netanyahu á Íslandi Þeir munu vera hér í einkaferð með hópi frá Ísrael og ekki á vegum ísraelska ríkisins en öryggisverðir eru með þeim. 23. maí 2018 16:30