Oddvitaáskorunin: Bíllinn falinn í kennsluskyni Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2018 17:00 Lilja Björg Ágústsdóttir. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Lilja Björg Ágústsdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð í sveitarstjórnarkosningunum. Lilja er fædd árið 1982 og hún sleit barnsskónum í Búðardal. Hún er menntaður grunnskólakennari og lögfræðingur og starfar í dag við Háskólann á Bifröst. Lilja er gift Þorsteini Pálssyni, rafmagnstæknifræðingi, frá Signýjarstöðum í Hálsasveit. Þau eiga fjóra syni, Benjamín Karl f. 2001, Ágúst Páll f. 2004, Brynjar Þór f. 2010 og Arnþór Freyr f. 2016. Þau fluttu aftur í Borgarfjörðin árið 2006 og byggðu sér hús á Signýjarstöðum árið 2008 þar sem fjölskyldan býr í dag. Á síðasta kjörtímabili var Lilja varamaður í sveitarstjórn í Borgarbyggð og varaformaður fræðslunefndar. Hún var líka dugleg að taka þátt í hinum ýmsu vinnuhópum fyrir hönd sveitarstjórnar en hún er m.a. formaður byggingarnefndar leikskólans Hnoðrabóls og var formaður stýrihóps um stefnumótun í íþrótta- og æskulýðsmálum. Lilja leggur áherslu á fjármál sveitarfélagsins og faglega opna stjórnsýslu þar sem íbúar eru vel upplýstir og hafa tækifæri til að hafa áhrif á stjórn sveitarfélagsins og undirbúning stefnumótunar. Einnig vill hún viðhalda góðu þjónustustigi í Borgarbyggð og að einstaklingum og fyrirtækjum finnist sveitarfélagið fýsilegur kostur til að setjast að.Hver er fallegasti staðurinn á íslandi? Það er mjög erfitt að velja einn stað framar öðrum en hér í Borgarbyggð eru margir mjög fallegir staðir. Ef ég verð að nefna einn þá eru Hraunfossar klárlega mjög ofarlega á blaði.Hvar á Íslandi myndirðu helst vilja búa? (fyrir utan þitt eigið sveitarfélag) Á Akureyri.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Ég hef alltaf verið mjög mikið fyrir pasta og það allra besta er spaghetti bolognese.Hvaða mat ertu best/ur í að elda? PlokkfiskUppáhalds „guilty pleasure“lag? Summer of 69 með Bryan AdamsHvað er vandræðalegasta sem hefur komið fyrir þig, sem má segja frá? Í grunnskólanum í Búðardal kom alltaf dansskóli og hélt tveggja vikna námskeið á hverju ári sem lauk síðan með danssýningu. Eitt árið, þegar að ég var í 9. bekk þá áttum við að sýna rock n roll og danspörin voru valin saman af handahófi. Ég valdist með bróður mínum sem er ári yngri en ég og mér fannst það eitt og sér alveg nægilega vandræðalegt á sínum tíma en í dansrútínunni var eitt sporið þannig að herrarnir áttu að draga dömurnar í gegn um klofið og tosa þær beint upp á fæturna. Þetta endaði þannig að bróðir minn togaði mig aðeins of fast og missti takið þannig ég flaug í gegn um klofið á honum og fell kylliföt á gólfið með pilsið uppi um mig fyrir framan alla á sýningunni.Draumaferðalagið? Mér finnst mjög gaman að ferðast og hefur lengi dreymt um að fara í heimsreisu.Trúir þú á líf eftir dauðann? Já, ég trúi því að minnsta kosti að lífið hafi þýðingu í stóra samhenginu.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Heima í sveitinni skil ég oft bíllyklana eftir í bílnum mínum. Einu sinni þegar að ég kom út þá fann ég bílinn hvergi og leitaði út um allt. Var alveg við það að hringja á lögregluna þegar að vinur minn birtist og hafði falið bílinn til að kenna mér að taka bíllyklana með inn.Hundar eða Kettir? Hundar. Á eina yndislega cavalier tík.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? The Labyrinth. Ég kunni þessa mynd utan að þegar að ég var krakki og langar oft að horfa á hana í dag. Synir mínir skilja ekkert þessu.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Klárlega Reese Witherspoon.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Ætli ég væri ekki af House Stark ættinni. Þar skiptir framkoma og heiður miklu máli í samskiptum og ég tel mikilvægt að koma fram við náungann eins og þú vilt að komið sé fram við þig.Uppáhalds tónlistarmaður? Michael BubléUppáhalds bókin? Þriðja táknið, eftir Yrsu SigurðardótturUppáhalds föstudagsdrykkur? Ískalt kókUppáhalds þynnkumatur? HamborgariÞegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Get ekki gert upp á milli, finnst bæði betra.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei! Er alger pempía og því kæmi það aldrei tilHvaða lag kemur þér í gírinn? Sugar með Maroon 5.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Já, fyrirkomulag snjómoksturs.Á að banna flugelda? Nei alls ekki, bara nota þá þegar þeir eiga við.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Aron Einar, við erum bæði mikið keppnisfólk og gefumst ekki upp fyrr en í fulla hnefana.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Lilja Björg Ágústsdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð í sveitarstjórnarkosningunum. Lilja er fædd árið 1982 og hún sleit barnsskónum í Búðardal. Hún er menntaður grunnskólakennari og lögfræðingur og starfar í dag við Háskólann á Bifröst. Lilja er gift Þorsteini Pálssyni, rafmagnstæknifræðingi, frá Signýjarstöðum í Hálsasveit. Þau eiga fjóra syni, Benjamín Karl f. 2001, Ágúst Páll f. 2004, Brynjar Þór f. 2010 og Arnþór Freyr f. 2016. Þau fluttu aftur í Borgarfjörðin árið 2006 og byggðu sér hús á Signýjarstöðum árið 2008 þar sem fjölskyldan býr í dag. Á síðasta kjörtímabili var Lilja varamaður í sveitarstjórn í Borgarbyggð og varaformaður fræðslunefndar. Hún var líka dugleg að taka þátt í hinum ýmsu vinnuhópum fyrir hönd sveitarstjórnar en hún er m.a. formaður byggingarnefndar leikskólans Hnoðrabóls og var formaður stýrihóps um stefnumótun í íþrótta- og æskulýðsmálum. Lilja leggur áherslu á fjármál sveitarfélagsins og faglega opna stjórnsýslu þar sem íbúar eru vel upplýstir og hafa tækifæri til að hafa áhrif á stjórn sveitarfélagsins og undirbúning stefnumótunar. Einnig vill hún viðhalda góðu þjónustustigi í Borgarbyggð og að einstaklingum og fyrirtækjum finnist sveitarfélagið fýsilegur kostur til að setjast að.Hver er fallegasti staðurinn á íslandi? Það er mjög erfitt að velja einn stað framar öðrum en hér í Borgarbyggð eru margir mjög fallegir staðir. Ef ég verð að nefna einn þá eru Hraunfossar klárlega mjög ofarlega á blaði.Hvar á Íslandi myndirðu helst vilja búa? (fyrir utan þitt eigið sveitarfélag) Á Akureyri.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Ég hef alltaf verið mjög mikið fyrir pasta og það allra besta er spaghetti bolognese.Hvaða mat ertu best/ur í að elda? PlokkfiskUppáhalds „guilty pleasure“lag? Summer of 69 með Bryan AdamsHvað er vandræðalegasta sem hefur komið fyrir þig, sem má segja frá? Í grunnskólanum í Búðardal kom alltaf dansskóli og hélt tveggja vikna námskeið á hverju ári sem lauk síðan með danssýningu. Eitt árið, þegar að ég var í 9. bekk þá áttum við að sýna rock n roll og danspörin voru valin saman af handahófi. Ég valdist með bróður mínum sem er ári yngri en ég og mér fannst það eitt og sér alveg nægilega vandræðalegt á sínum tíma en í dansrútínunni var eitt sporið þannig að herrarnir áttu að draga dömurnar í gegn um klofið og tosa þær beint upp á fæturna. Þetta endaði þannig að bróðir minn togaði mig aðeins of fast og missti takið þannig ég flaug í gegn um klofið á honum og fell kylliföt á gólfið með pilsið uppi um mig fyrir framan alla á sýningunni.Draumaferðalagið? Mér finnst mjög gaman að ferðast og hefur lengi dreymt um að fara í heimsreisu.Trúir þú á líf eftir dauðann? Já, ég trúi því að minnsta kosti að lífið hafi þýðingu í stóra samhenginu.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Heima í sveitinni skil ég oft bíllyklana eftir í bílnum mínum. Einu sinni þegar að ég kom út þá fann ég bílinn hvergi og leitaði út um allt. Var alveg við það að hringja á lögregluna þegar að vinur minn birtist og hafði falið bílinn til að kenna mér að taka bíllyklana með inn.Hundar eða Kettir? Hundar. Á eina yndislega cavalier tík.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? The Labyrinth. Ég kunni þessa mynd utan að þegar að ég var krakki og langar oft að horfa á hana í dag. Synir mínir skilja ekkert þessu.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Klárlega Reese Witherspoon.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Ætli ég væri ekki af House Stark ættinni. Þar skiptir framkoma og heiður miklu máli í samskiptum og ég tel mikilvægt að koma fram við náungann eins og þú vilt að komið sé fram við þig.Uppáhalds tónlistarmaður? Michael BubléUppáhalds bókin? Þriðja táknið, eftir Yrsu SigurðardótturUppáhalds föstudagsdrykkur? Ískalt kókUppáhalds þynnkumatur? HamborgariÞegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Get ekki gert upp á milli, finnst bæði betra.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei! Er alger pempía og því kæmi það aldrei tilHvaða lag kemur þér í gírinn? Sugar með Maroon 5.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Já, fyrirkomulag snjómoksturs.Á að banna flugelda? Nei alls ekki, bara nota þá þegar þeir eiga við.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Aron Einar, við erum bæði mikið keppnisfólk og gefumst ekki upp fyrr en í fulla hnefana.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira