Erlent

Sektuð fyrir að segja herðartré koma frá Taívan

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Þessi herðartré eru frá... Kína.
Þessi herðartré eru frá... Kína. Vísir/Getty
Stjórnvöld í Kína hafa sektað Japönsku fataverslunarkeðjuna Muji um rúmar þrjár milljónir króna fyrir að tilgreina Taívan sem upprunaland herðartrjáa sem það flutti inn til landsins. Kínverjar líta á Taívan sem órjúfanlegan hluta af Kína þrátt fyrir að þar hafi verið sjálfstæð ríkisstjórn í tæp sjötíu ár.

Herðartrén voru flutt inn í pakkningum merktum Taívan sem fór svo mjög fyrir brjóstið á tollvörðum í Shanghai að þeir sektuðu fyrirtækið umsvifalaust. Fréttaskýrendur segja þetta til marks um aukna hörku Kínverja við að árétta landamæri sín.



Á dögunum baðst verslunarkeðjan Gap afsökunar á því að hafa selt boli með kortamyndum af meginlandi Kína án Tíbets, Taívan og annarra eyja sem stjórnvöld í Pekíng gera tilkall til. Þúsundir kínverskra netverja höfðu kvartað til yfirvalda eftir að þeir sáu mynd af bolnum á samfélagsmiðlum.


Tengdar fréttir

Stuttermabolur ærði kínverska netverja

Bandaríski fatarisinn Gap hefur beðist afsökunar á því að bolur, sem fyrirtækið framleiddi, hafi ekki sýnt „réttar útlínur“ Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×