Slappiði af, Han Solo getur ekki klikkað Þórarinn Þórarinsson skrifar 24. maí 2018 12:30 Loksins fáum við að fylgjast með fyrstu kynnum þessara góðu vina og traustu vopnabræðra, Han Solo og Chewie. Fyrsta sjálfstæða Stjörnustríðsmyndin, Rogue One: A Star Wars Story, heppnaðist gríðarlega vel og sýndi fram á að í raun eru möguleikarnir óteljandi fyrir skemmtileg ævintýri í Star Wars-heiminum með frelsinu sem fylgir því að þurfa ekki að spinna söguna innan ramma ættarsögu Geimgenglanna. Þetta frelsi er nýtt til hins ýtrasta í Solo: A Star Wars Story sem er samt alveg þvottekta Star Wars. Han Solo er að sjálfsögðu ein allra skemmtilegasta persónan í gervöllum myndabálkinum og þar sem þessi mynd er fyrst og fremst ofboðslega skemmtileg er óhætt að segja að andi hans svífi yfir öllum hamaganginum. Han Solo er margbrotinn, ef ekki hreinlega margir. Hann er kúreki, orrustuflugmaður, smyglari, sjóræningi og glæpamaður en samt sem áður góði gæinn, þótt hann rembist við að afneita því. Þessi mynd er líka margar myndir; stríðssaga sem bergmálar jafnvel fyrri heimsstyrjöldina, falleg ástarsaga, smá vestri en aðallega glæpamynd með sterkum film noir undirtónum. Og sem betur fer gengur þessi spice-kryddaða uppskrift upp og skilur eftir sig ljúft eftirbragð. „Never tell me the odds“ Líkurnar voru ekki með þessari mynd og full ástæða til að óttast. Skipt var um leikstjóra í miðjum klíðum og sá frekar steríli fagmaður Ron Howard fenginn til þess að klára verkið. Þá mátti eðlilega hafa efasemdir um Alden Ehrenreich í hlutverki hins unga Han Solo. Persónu sem er svo nátengd Harrison Ford að það var nánast gefið að hann myndi klúðra þessu. En ef það er eitthvað sem Han Solo hirðir ekki um og nennir ekki að ræða þá eru það líkur og hann lætur þær ekki trufla sig hvorki fyrr né nú. Ehrenreich skilar bara býsna skemmtilegum og sjarmerandi Solo og er dyggilega studdur öðrum leikurum þar sem þeir glansa sérstaklega Woody Harrelson og Donald Glover sem töfrar fram bráðskemmtilegan Lando. Emilia Clarke sýnir síðan á sér margar hliðar og gerir Solo og áhorfendum nokkuð erfitt fyrir. Hinn trausti Chewbacca hefur aldrei fengið að njóta sín jafn vel og núna og ekki verður hjá því komist að minnast á feminíska byltingarvélmennið L3-37. Það verður ekki af Disney tekið að því bákni hefur tekist að tengja Star Wars bráðsmekklega við samtímann og breytta tíma frá 1977.Niðurstaða: Ofboðslega skemmtileg og sprellfjörug mynd. Og við fáum að sjá bestu vini í vetrarbrautinni fara the Kessel Run á 12 parasecs. Þetta verður ekki mikið betra. Bíó og sjónvarp Menning Star Wars Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Fyrsta sjálfstæða Stjörnustríðsmyndin, Rogue One: A Star Wars Story, heppnaðist gríðarlega vel og sýndi fram á að í raun eru möguleikarnir óteljandi fyrir skemmtileg ævintýri í Star Wars-heiminum með frelsinu sem fylgir því að þurfa ekki að spinna söguna innan ramma ættarsögu Geimgenglanna. Þetta frelsi er nýtt til hins ýtrasta í Solo: A Star Wars Story sem er samt alveg þvottekta Star Wars. Han Solo er að sjálfsögðu ein allra skemmtilegasta persónan í gervöllum myndabálkinum og þar sem þessi mynd er fyrst og fremst ofboðslega skemmtileg er óhætt að segja að andi hans svífi yfir öllum hamaganginum. Han Solo er margbrotinn, ef ekki hreinlega margir. Hann er kúreki, orrustuflugmaður, smyglari, sjóræningi og glæpamaður en samt sem áður góði gæinn, þótt hann rembist við að afneita því. Þessi mynd er líka margar myndir; stríðssaga sem bergmálar jafnvel fyrri heimsstyrjöldina, falleg ástarsaga, smá vestri en aðallega glæpamynd með sterkum film noir undirtónum. Og sem betur fer gengur þessi spice-kryddaða uppskrift upp og skilur eftir sig ljúft eftirbragð. „Never tell me the odds“ Líkurnar voru ekki með þessari mynd og full ástæða til að óttast. Skipt var um leikstjóra í miðjum klíðum og sá frekar steríli fagmaður Ron Howard fenginn til þess að klára verkið. Þá mátti eðlilega hafa efasemdir um Alden Ehrenreich í hlutverki hins unga Han Solo. Persónu sem er svo nátengd Harrison Ford að það var nánast gefið að hann myndi klúðra þessu. En ef það er eitthvað sem Han Solo hirðir ekki um og nennir ekki að ræða þá eru það líkur og hann lætur þær ekki trufla sig hvorki fyrr né nú. Ehrenreich skilar bara býsna skemmtilegum og sjarmerandi Solo og er dyggilega studdur öðrum leikurum þar sem þeir glansa sérstaklega Woody Harrelson og Donald Glover sem töfrar fram bráðskemmtilegan Lando. Emilia Clarke sýnir síðan á sér margar hliðar og gerir Solo og áhorfendum nokkuð erfitt fyrir. Hinn trausti Chewbacca hefur aldrei fengið að njóta sín jafn vel og núna og ekki verður hjá því komist að minnast á feminíska byltingarvélmennið L3-37. Það verður ekki af Disney tekið að því bákni hefur tekist að tengja Star Wars bráðsmekklega við samtímann og breytta tíma frá 1977.Niðurstaða: Ofboðslega skemmtileg og sprellfjörug mynd. Og við fáum að sjá bestu vini í vetrarbrautinni fara the Kessel Run á 12 parasecs. Þetta verður ekki mikið betra.
Bíó og sjónvarp Menning Star Wars Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira