Kjósum breytingar í Reykjavík Eyþór Arnalds skrifar 24. maí 2018 07:00 Á fjögurra ára fresti geta kjósendur valið hverjir fara með stjórn borgarinnar. Á laugardaginn göngum við til kosninga og valið er einfalt. Annaðhvort óbreytt ástand eða breytingar. Síðustu fjögur árin hefur húsnæðisverð hækkað um 50% og leiguverð heldur áfram að hækka. Ekkert hefur orðið af þeim 3.000 leiguíbúðum sem var lofað enda byggt upp á dýrum þéttingarreitum og borgin innheimtir mjög há byggingargjöld. Fólk eyðir meiri tíma en áður á leiðinni í vinnuna eða heim. Íbúar í austurhluta borgarinnar mega búast við því að heil vinnuvika á ári fari í tafatíma í umferð miðað við fyrir sex árum. Þessu þarf að breyta. Þeir sem kjósa núverandi borgarstjórnarflokka eru um leið að sætta sig við verkleysi meirihlutans í borgarstjórn. Biðlistar á leikskóla og svifryksmengun eiga að heyra sögunni til. Ekki er búið að semja við grunnskólakennara og skuldasöfnun borgarsjóðs er mikil í góðæri. Af hverju er ekki búið að taka á þessum málum? Samfylkingin hefur stjórnað borginni óslitið í átta ár. Og borgarstjóri búinn að vera í borgarstjórn í 16 ár. Öll kerfi hafa gott af uppstokkun. Annars staðna þau. Við viljum beita okkur fyrir breytingum í borginni og vera það hreyfiafl sem þarf. Við ætlum að minnka stjórnkerfið sem hefur þanist út á síðustu árum og setja fjármagnið í skólana. Fjölga hagstæðum búsetukostum og minnka álögur á húsbyggjendur. Leysa umferðarhnútana með heildstæðum og raunsæjum lausnum. Opna fyrir Sundabraut og jafna umferðina sem er of þung á morgnana inn í borgina og of þung út úr henni síðdegis. Þetta gerum við með því að opna fyrir uppbyggingu á Keldum fyrir stofnanir, fyrirtæki og byggð. Framtíðarsvæði fyrir spítala. Á síðustu árum hefur umferðin þyngst vegna ákvarðana í skipulagsmálum. Vantað hefur svæði til uppbyggingar og margir hafa leitað í Kópavog. Nú þarf Reykjavík að vera aftur leiðandi afl. Við bjóðum fram krafta okkar til að breyta borginni til hins betra. Með ykkar stuðningi getum við leitt fram þær lausnir sem nauðsynlegar eru. Nýtum kosningaréttinn og kjósum breytingar.Höfundur skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Kosningar 2018 Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Sjá meira
Á fjögurra ára fresti geta kjósendur valið hverjir fara með stjórn borgarinnar. Á laugardaginn göngum við til kosninga og valið er einfalt. Annaðhvort óbreytt ástand eða breytingar. Síðustu fjögur árin hefur húsnæðisverð hækkað um 50% og leiguverð heldur áfram að hækka. Ekkert hefur orðið af þeim 3.000 leiguíbúðum sem var lofað enda byggt upp á dýrum þéttingarreitum og borgin innheimtir mjög há byggingargjöld. Fólk eyðir meiri tíma en áður á leiðinni í vinnuna eða heim. Íbúar í austurhluta borgarinnar mega búast við því að heil vinnuvika á ári fari í tafatíma í umferð miðað við fyrir sex árum. Þessu þarf að breyta. Þeir sem kjósa núverandi borgarstjórnarflokka eru um leið að sætta sig við verkleysi meirihlutans í borgarstjórn. Biðlistar á leikskóla og svifryksmengun eiga að heyra sögunni til. Ekki er búið að semja við grunnskólakennara og skuldasöfnun borgarsjóðs er mikil í góðæri. Af hverju er ekki búið að taka á þessum málum? Samfylkingin hefur stjórnað borginni óslitið í átta ár. Og borgarstjóri búinn að vera í borgarstjórn í 16 ár. Öll kerfi hafa gott af uppstokkun. Annars staðna þau. Við viljum beita okkur fyrir breytingum í borginni og vera það hreyfiafl sem þarf. Við ætlum að minnka stjórnkerfið sem hefur þanist út á síðustu árum og setja fjármagnið í skólana. Fjölga hagstæðum búsetukostum og minnka álögur á húsbyggjendur. Leysa umferðarhnútana með heildstæðum og raunsæjum lausnum. Opna fyrir Sundabraut og jafna umferðina sem er of þung á morgnana inn í borgina og of þung út úr henni síðdegis. Þetta gerum við með því að opna fyrir uppbyggingu á Keldum fyrir stofnanir, fyrirtæki og byggð. Framtíðarsvæði fyrir spítala. Á síðustu árum hefur umferðin þyngst vegna ákvarðana í skipulagsmálum. Vantað hefur svæði til uppbyggingar og margir hafa leitað í Kópavog. Nú þarf Reykjavík að vera aftur leiðandi afl. Við bjóðum fram krafta okkar til að breyta borginni til hins betra. Með ykkar stuðningi getum við leitt fram þær lausnir sem nauðsynlegar eru. Nýtum kosningaréttinn og kjósum breytingar.Höfundur skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar