Það sem #metoo kenndi okkur Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm og Þorsteinn V. Einarsson skrifar 23. maí 2018 15:51 Þúsundir kvenna stigu fram í nóvember á síðasta ári og sögðu sögu sína af áreiti og kynbundnu ofbeldi sem þær höfðu mátt þola undir merkjum #metoo. Atvikin höfðu átt sér stað á vinnustöðum, heimilum, skemmtistöðum og raunar hvar sem konur voru. Konur af erlendum uppruna, fatlaðar konur, íþrottakonur stjórnmálakonur og svo mætti lengi halda áfram. Það þarf ekkert að tíunda áhrifin sem áreitið og ofbeldið hefur haft á konur. Loksins þegar ekki var lengur komist hjá því að hlustað væri á reynsluheim kvenna urðu samfélagsbyltingar sem enginn komst ósnortinn undan. Við tókum bæði þátt í þessum byltingum, en með nokkuð ólíkum hætti. Við lærðum mikið af þessarri reynslu hver með okkar hætti. Það er mikilvægt að vanda til verka þegar unnið er að jafn viðkvæmu og brothættu málefni og kynbundu ofbeldi. Gæta þarf að því að allir upplifi öryggi og að þeirra rödd heyrist.Baráttukonur ruddu brautinaÞegar frásagnir #metoo fengu að líta dagsins ljós fór í gang eitthvað stærra en við höfðum gert okkur í hugarlund. Samfélagið sat eins og lamað, las frásagnirnar og leit loksins í eigin barm. Það varð breyting á því hvernig við hugsum um áreiti og ofbeldi. Þá breytingu á #metoo byltingin ekki ein. Við stöndum í þakkarskuld við þær ótal konur sem hafa rutt brautina, allt frá Rauðsokkum til annarra samfélagsmiðlabyltinga á borð við #þöggun #konurtala og #höfumhátt. Allar þær byltingar sem komu á undan greiddu götuna. #metoo kenndi okkur að kvennasamstaðan er einstök. #metoo kenndi okkur að konur eru alls ekki konum verstar. #metoo kenndi okkur að við öll getum haft áhri og tekið þátt í að breyta heiminum. #metoo kenndi okkur líka að vandamálið er miklu djúpstæðara en við höfðum mörg gert okkur grein fyrir.Þorsteinn V. Einarsson#karlmennskan og eitruð karlmennskaEftir standa áleitnar spurningar sem samfélagið allt þarf að svara. Gerendur eru nánast eingöngu karlar. Hvernig ölum við upp drengi þessa lands svo að þeir komi fram af virðingu við konur? Um leið og við rjúfum þögnina um áreiti og kynbundið ofbeldi verðum við að uppræta eitraða karlmennsku. Undir merkjum #karlmennskan deildu karlar reynslu sinni af eitraðri karlmennskuímynd. Þar komu fram sláandi frásagnir sem konur höfðu aldrei heyrt, í öfugu samhengi við sögurnar í #metoo sem margir karlar höfðu aldrei heyrt.FramtíðinKvenfrelsi er ein af grunnstoðum Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Því leggjum við þunga áherslu á að það verði stigin raunveruleg skref til þess að vinna gegn margþættri mismunun í Reykjavík. Við verðum að halda áfram að vinna með þolendum og styðja sérstaklega við bakið á þeim sem búa við margþætta mismunun; hinsegin fólki, öldruðum, innflytjendum og fötluðum konum. Við verðum að leggja áherslu á fræðslu meðal annars með því að efla jafnréttiskólann sem Vinstri græn stofnuðu. Við verðum að tryggja að konur, börn og ungmenni séu örugg og upplýst í öllu frístunda-, íþrótta- og skólastarfi m.a. með því að sjá til þess að til séu forvarnaráætlanir og aðgerðaráætlanir. Við stöndum alltaf með þolendum ofbeldis og fordæmum alla þöggunartilburði gegn femínískum baráttukonum. Við getum og ætlum að útrýma kynbundnu ofbeldi og mismunun í Reykjavík.Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm, ein af forsprökkum #metoo í sviðslistum og kvikmyndagerð, skipar 4 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnarÞorsteinn V. Einarsson, einn af forsprökkum #karlmennskan, skipar 3 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm Kosningar 2018 Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Sjá meira
Þúsundir kvenna stigu fram í nóvember á síðasta ári og sögðu sögu sína af áreiti og kynbundnu ofbeldi sem þær höfðu mátt þola undir merkjum #metoo. Atvikin höfðu átt sér stað á vinnustöðum, heimilum, skemmtistöðum og raunar hvar sem konur voru. Konur af erlendum uppruna, fatlaðar konur, íþrottakonur stjórnmálakonur og svo mætti lengi halda áfram. Það þarf ekkert að tíunda áhrifin sem áreitið og ofbeldið hefur haft á konur. Loksins þegar ekki var lengur komist hjá því að hlustað væri á reynsluheim kvenna urðu samfélagsbyltingar sem enginn komst ósnortinn undan. Við tókum bæði þátt í þessum byltingum, en með nokkuð ólíkum hætti. Við lærðum mikið af þessarri reynslu hver með okkar hætti. Það er mikilvægt að vanda til verka þegar unnið er að jafn viðkvæmu og brothættu málefni og kynbundu ofbeldi. Gæta þarf að því að allir upplifi öryggi og að þeirra rödd heyrist.Baráttukonur ruddu brautinaÞegar frásagnir #metoo fengu að líta dagsins ljós fór í gang eitthvað stærra en við höfðum gert okkur í hugarlund. Samfélagið sat eins og lamað, las frásagnirnar og leit loksins í eigin barm. Það varð breyting á því hvernig við hugsum um áreiti og ofbeldi. Þá breytingu á #metoo byltingin ekki ein. Við stöndum í þakkarskuld við þær ótal konur sem hafa rutt brautina, allt frá Rauðsokkum til annarra samfélagsmiðlabyltinga á borð við #þöggun #konurtala og #höfumhátt. Allar þær byltingar sem komu á undan greiddu götuna. #metoo kenndi okkur að kvennasamstaðan er einstök. #metoo kenndi okkur að konur eru alls ekki konum verstar. #metoo kenndi okkur að við öll getum haft áhri og tekið þátt í að breyta heiminum. #metoo kenndi okkur líka að vandamálið er miklu djúpstæðara en við höfðum mörg gert okkur grein fyrir.Þorsteinn V. Einarsson#karlmennskan og eitruð karlmennskaEftir standa áleitnar spurningar sem samfélagið allt þarf að svara. Gerendur eru nánast eingöngu karlar. Hvernig ölum við upp drengi þessa lands svo að þeir komi fram af virðingu við konur? Um leið og við rjúfum þögnina um áreiti og kynbundið ofbeldi verðum við að uppræta eitraða karlmennsku. Undir merkjum #karlmennskan deildu karlar reynslu sinni af eitraðri karlmennskuímynd. Þar komu fram sláandi frásagnir sem konur höfðu aldrei heyrt, í öfugu samhengi við sögurnar í #metoo sem margir karlar höfðu aldrei heyrt.FramtíðinKvenfrelsi er ein af grunnstoðum Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Því leggjum við þunga áherslu á að það verði stigin raunveruleg skref til þess að vinna gegn margþættri mismunun í Reykjavík. Við verðum að halda áfram að vinna með þolendum og styðja sérstaklega við bakið á þeim sem búa við margþætta mismunun; hinsegin fólki, öldruðum, innflytjendum og fötluðum konum. Við verðum að leggja áherslu á fræðslu meðal annars með því að efla jafnréttiskólann sem Vinstri græn stofnuðu. Við verðum að tryggja að konur, börn og ungmenni séu örugg og upplýst í öllu frístunda-, íþrótta- og skólastarfi m.a. með því að sjá til þess að til séu forvarnaráætlanir og aðgerðaráætlanir. Við stöndum alltaf með þolendum ofbeldis og fordæmum alla þöggunartilburði gegn femínískum baráttukonum. Við getum og ætlum að útrýma kynbundnu ofbeldi og mismunun í Reykjavík.Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm, ein af forsprökkum #metoo í sviðslistum og kvikmyndagerð, skipar 4 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnarÞorsteinn V. Einarsson, einn af forsprökkum #karlmennskan, skipar 3 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun