Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í máli um hugverkaþjófnað Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. maí 2018 19:00 Pétur Már Halldórsson forstjóri Nox Medical. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í dómsmáli á hendur bandaríska lækningavörufyrirtækinu Natus Neurology í einhverju stærsta og dýrasta máli sem íslenskt félag hefur höfðað. Kviðdómur í Delaware komst að þeirri niðurstöðu að Natus hefði stolið hönnun Nox Medical á búnaði til svefnrannsókna sem er varin af einkaleyfi. Nox Medical er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem er orðið leiðandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á búnaði til svefnrannsókna. Starfsmenn Nox Medical eru um fimmtíu, velta fyrirtækisins er nálægt 11 milljónum evra, jafnvirði 1,4 milljarða króna, og eru vörur þess notaðar á mörgum af virtustu sjúkrahúsum í heimi en félagið hefur líka verið leiðandi í þróun á búnaði til svefnmælinga sem fólk notar heima hjá sér. Félagið hefur vaxið hratt á síðustu árum og var á lista Financial Times yfir þau fyrirtæki í Evrópu sem uxu hraðast milli áranna 2012 og 2015. Nox Medical höfðaði mál fyrir dómstól í Delaware á hendur bandaríska fyrirtækinu Natus Neurology vegna brots á einkaleyfi sem Nox Medical hefur fyrir sérstakan búnað sem mælir svefnmynstur. Um er að ræða sérstakan öndunarnema, belti úr teygju sem tengist búnaði sem mælir síðan öndun við svefn. „Varan kemur á markað árið 2011 en í byrjun árs 2014 verðum við þess áskynja að okkar helsti keppinautur (Natus Neurology), risafyrirtæki í Bandaríkjunum, hefur afritað okkar vöru. Hefur í raun hafið framleiðslu á nákvæmlega eins öndunarnema,“ segir Pétur Már Halldórsson forstjóri Nox Medical. Nox Medical hafði fengið skráð einkaleyfi á þessa hönnun í bæði Evrópusambandinu og í Bandaríkjunum. Eftir að hafa varið einkaleyfið á báðum vígstöðvum höfðaði fyrirtækið mál á hendur Natus. Kviðdómur í Delaware komst síðan á mánudag að þeirri niðurstöðu að Natus hefði vísvitandi afritað hönnun Nox Medical með ólögmætum hætti og af þeim sökum ætti félagið rétt á skaðabótum en nákvæm fjárhæð þeirra verður ákveðin af dómara.Reyndu fjórum sinnum að hanna sinn eigin öndunarnema „Þetta gerðist ekki fyrir slysni. Natus reyndi fjórum sinnum að hanna sambærilega vöru. Þeim mistókst og í síðustu tilrauninni þá ákváðu þeir að kaupa okkar vöru, senda hana til Kína og framleiða nákvæmlega eins. Reyndar hjá þeim aðila sem franleiðir okkar vöru líka, svo það sýnir dálítið viðskiptasiðferðið í Kína,“ segir Pétur. Málið Delaware er líklega ein dýrasta málshöfðun sem íslenskt félag hefur rekið en málskostnaðurinn er kominn yfir þrjú hundruð milljónir króna. Sú fjárhæð mun hækka enda verður dómnum áfrýjað. „Við hefðum að öllum líkindum aldrei farið út í þetta mál ef okkur hefði órað fyrir hvað í vændum var. En þetta er náttúrulega staðfesting á því sem við höfum alltaf haldið fram. Að einkaleyfið skuli halda. Það skiptir sannarlega máli að vinna gagnvart bótunum sem við fáum og það skiptir máli gagnvart möguleikum okkar á markaði að stöðva þetta. Auðvitað vitum við að okkar keppinautur mun að einhverju leyti reyna að komast framhjá okkar einkaleyfi með því að reyna að breyta hönnun vörunnar en það breytir því ekki að við höfum unnið sigur í þessu máli og hann skiptir mjög miklu máli upp á framhaldið,“ segir Pétur. Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í dómsmáli á hendur bandaríska lækningavörufyrirtækinu Natus Neurology í einhverju stærsta og dýrasta máli sem íslenskt félag hefur höfðað. Kviðdómur í Delaware komst að þeirri niðurstöðu að Natus hefði stolið hönnun Nox Medical á búnaði til svefnrannsókna sem er varin af einkaleyfi. Nox Medical er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem er orðið leiðandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á búnaði til svefnrannsókna. Starfsmenn Nox Medical eru um fimmtíu, velta fyrirtækisins er nálægt 11 milljónum evra, jafnvirði 1,4 milljarða króna, og eru vörur þess notaðar á mörgum af virtustu sjúkrahúsum í heimi en félagið hefur líka verið leiðandi í þróun á búnaði til svefnmælinga sem fólk notar heima hjá sér. Félagið hefur vaxið hratt á síðustu árum og var á lista Financial Times yfir þau fyrirtæki í Evrópu sem uxu hraðast milli áranna 2012 og 2015. Nox Medical höfðaði mál fyrir dómstól í Delaware á hendur bandaríska fyrirtækinu Natus Neurology vegna brots á einkaleyfi sem Nox Medical hefur fyrir sérstakan búnað sem mælir svefnmynstur. Um er að ræða sérstakan öndunarnema, belti úr teygju sem tengist búnaði sem mælir síðan öndun við svefn. „Varan kemur á markað árið 2011 en í byrjun árs 2014 verðum við þess áskynja að okkar helsti keppinautur (Natus Neurology), risafyrirtæki í Bandaríkjunum, hefur afritað okkar vöru. Hefur í raun hafið framleiðslu á nákvæmlega eins öndunarnema,“ segir Pétur Már Halldórsson forstjóri Nox Medical. Nox Medical hafði fengið skráð einkaleyfi á þessa hönnun í bæði Evrópusambandinu og í Bandaríkjunum. Eftir að hafa varið einkaleyfið á báðum vígstöðvum höfðaði fyrirtækið mál á hendur Natus. Kviðdómur í Delaware komst síðan á mánudag að þeirri niðurstöðu að Natus hefði vísvitandi afritað hönnun Nox Medical með ólögmætum hætti og af þeim sökum ætti félagið rétt á skaðabótum en nákvæm fjárhæð þeirra verður ákveðin af dómara.Reyndu fjórum sinnum að hanna sinn eigin öndunarnema „Þetta gerðist ekki fyrir slysni. Natus reyndi fjórum sinnum að hanna sambærilega vöru. Þeim mistókst og í síðustu tilrauninni þá ákváðu þeir að kaupa okkar vöru, senda hana til Kína og framleiða nákvæmlega eins. Reyndar hjá þeim aðila sem franleiðir okkar vöru líka, svo það sýnir dálítið viðskiptasiðferðið í Kína,“ segir Pétur. Málið Delaware er líklega ein dýrasta málshöfðun sem íslenskt félag hefur rekið en málskostnaðurinn er kominn yfir þrjú hundruð milljónir króna. Sú fjárhæð mun hækka enda verður dómnum áfrýjað. „Við hefðum að öllum líkindum aldrei farið út í þetta mál ef okkur hefði órað fyrir hvað í vændum var. En þetta er náttúrulega staðfesting á því sem við höfum alltaf haldið fram. Að einkaleyfið skuli halda. Það skiptir sannarlega máli að vinna gagnvart bótunum sem við fáum og það skiptir máli gagnvart möguleikum okkar á markaði að stöðva þetta. Auðvitað vitum við að okkar keppinautur mun að einhverju leyti reyna að komast framhjá okkar einkaleyfi með því að reyna að breyta hönnun vörunnar en það breytir því ekki að við höfum unnið sigur í þessu máli og hann skiptir mjög miklu máli upp á framhaldið,“ segir Pétur.
Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira