Gætu krafið ríkið um skaðabætur Kristinn Ingi Jónsson skrifar 23. maí 2018 06:00 Fyrirtækin Datacell og Sunshine Press Productions hafa höfðað skaðabótamál á hendur Valitor vegna ólögmætrar riftunar kortafyrirtækisins á greiðslugáttarsamningi fyrir Wikileaks. Deilt er um þær forsendur sem leggja á til grundvallar við mat á fjártjóni. Vísir/Stefán Verði vanhöld á því að Fjármálaeftirlitið sinni eftirliti sínu með eiginfjárstöðu Valitors gætu fyrirtækin Datacell og Sunshine Press Productions, sem hafa krafið kortafyrirtækið um milljarða króna í skaðabætur vegna ólögmætrar riftunar Valitors á greiðslugáttarsamningi fyrir Wikileaks, beint skaðabótakröfu að íslenska ríkinu. Í bréfi sem Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður fyrirtækjanna tveggja, skrifaði Fjármálaeftirlitinu í gær og Markaðurinn hefur undir höndum eru leiddar að því líkur að aðgerðaleysi eftirlitsins í þessum efnum geti leitt til bótaábyrgðar ríkissjóðs. Er þess farið á leit að eftirlitið beiti úrræðum sínum til þess að knýja á um bætta eiginfjárstöðu Valitors. Viðvörunarljós blikki þegar litið sé til stöðu kortafyrirtækisins. Afkomutölur fyrir síðasta ár og fyrstu þrjá mánuði ársins gefi til kynna að afkoma þessa árs verði að öllum líkindum „gríðarlega slæm“. Tap Valitors hf., dótturfélags Valitors Holding sem er alfarið í eigu Arion banka, nam ríflega 422 milljónum króna fyrir skatta á fyrsta fjórðungi ársins en til samanburðar tapaði félagið um 66 milljónum á sama tímabili í fyrra. Sem kunnugt er hafa Datacell og Sunshine Press Productions höfðað skaðabótamál á hendur kortafyrirtækinu vegna þeirrar ákvörðunar fyrirtækisins að loka greiðslugáttinni einhliða og án fyrirvara árið 2011. Fyrirtækin tvö önnuðust rekstur gáttarinnar fyrir Wikileaks. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu á árinu 2013 að Valitor hefði brostið heimild til þess að loka umræddri gátt. Deila fyrirtækjanna og Valitors hefur einkum snúist um þær forsendur sem leggja eigi til grundvallar við mat á fjártjóni og þar með fjárhæð skaðabóta.Sveinn Andri Sveinsson lögmaðurVísir/ernirSýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði í síðasta mánuði kröfu fyrirtækjanna um að kyrrsettar yrðu eignir Valitors fyrir ríflega 6,4 milljarða króna á þeirri forsendu að staða kortafyrirtækisins hefði ekki versnað og að lækkun eigin fjár þess væri til þess að gera lítil. Ákvörðun sýslumannsins hefur verið kærð til héraðsdóms. Í bréfi lögmannsins, sem var einnig sent til Arion banka, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, ríkislögmanns og Kauphallarinnar, er sagt mikilvægt að Fjármálaeftirlitið skoði með nákvæmum hætti – með hliðsjón af núverandi stöðu Valitors – hvað áætla megi að afkoma félagsins verði í lok þessa árs og auk þess hver geta félagsins sé til þess að greiða Datacell og Sunshine Press skaðabætur, komi til þess.Útlánin lækkuðu Bent er á að samkvæmt ársreikningi kortafyrirtækisins fyrir síðasta ár hafi útlánaáhætta fyrirtækisins verið minni þá en árið 2016 þar sem útlán hafi lækkað á milli ára úr 3,7 milljörðum króna í 2,7 milljarða. Það skýri hvers vegna eiginfjárhlutfall Valitors hafi ekki lækkað á milli ára þrátt fyrir lægri eiginfjárstofn vegna eignafærsla á kostnaði og umtalsverðan taprekstur á árinu, en afkoma félagsins var neikvæð um 446 milljónir á síðasta ári. Í bréfinu er minni útlánaáhætta á milli ára ekki sögð jákvæð þar sem greinilega sé um að ræða lækkun á VISA-raðgreiðslum sem séu arðbær lán og góð viðskipti. „Hér virðist Valitor hafa misst stóra markaðshlutdeild í neyslulánum til einhverra annarra,“ segir í bréfinu. Í bréfinu er auk þess vakin athygli Fjármálaeftirlitsins á því að á sama tíma og bókfærð eiginfjárstaða Valitors hafi lækkað hafi hlutfall óefnislegra eigna sem hluti af eigin fé hækkað. Þannig hafi óefnislegar eignir numið um 168 milljónum árið 2012 en séu nú um 1.548 milljónir eða 21 prósent af heildareiginfé. Telur lögmaðurinn Valitor hafa gengið allt of langt í að eignfæra óefnislegar eignir. Í því samhengi minnir hann á að stór hluti þess þróunarkostnaður sem hefur verið eignfærður sé vegna viðskipta félagsins við hið bandaríska Stripe. Viðskiptum félagsins verði hins vegar hætt á þessu ári – en saman unnu félögin að því að innleiða greiðsluleiðina ApplePay í Bretlandi – og þar með verði ekki hægt að tengja þann þróunarkostnað við framtíðarávinning, eins og áskilið er í alþjóðlegum reikningsstöðlum. „Það er því ljóst að sú skylda hvílir á Valitor að færa aftur til gjalda stóran hluta þess þróunarkostnaðar sem áður hefur verið eignfærður. Mun með þessari óhjákvæmilegu leiðréttingu verða um stórfellda lækkun eigin fjár að ræða og verri afkomu að sama skapi,“ segir í bréfinu. Blikur á lofti hjá móðurfélaginu Í bréfinu er bent á að staða móðurfélagsins, Valitors Holding, sé vissulega sterkari en dótturfélagsins. Miklar blikur séu hins vegar á lofti í rekstri þess félags. Þannig er tekið fram að dótturfélagið AltaPay í Danmörku hafi tapað 77 milljónum króna árið 2016, eigið fé annars dótturfélags, Markadis, hafi verið neikvætt um hálfan milljarð í lok árs 2016 og þá hafi dótturfélagið Valitor Payment Services tapað níu milljónum 2016. Er það mat lögmannsins að mörg viðvörunarljós fari að blikka þegar litið sé til stöðu Valitors. Ljóst sé að kortafyrirtækið muni ekki á eigin spýtur geta greitt skaðabótakröfu Datacell og Sunshine Production án nýs utanaðkomandi fjármagns. „Það yrði ógjaldfært,“ segir í bréfi lögmannsins. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kyrrsetningarbeiðni á eignum Valitor hafnað Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hafnað kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions á eignum Valitor. 9. mars 2018 11:59 Gætu virkjað ákvæði um gjaldfellingu Ákvæði um gjaldfellingu í lánasamningum Valitors gætu virkjast ef eignir fyrirtækisins verða kyrrsettar. Forstjórinn segir Valitor ekki vera með nein langtímalán í efnahagsreikningi sínum. Lögmaður krefst þess að FME stöðvi áform 1. mars 2018 06:00 Niðurstaða um 3 milljarða tjón stendur Valitor fær ekki nýtt undirmat á tjóni DataCell og Sunshine Press Productions vegna ólögmætrar riftunar Valitors á greiðslugáttarsamningi fyrir Wikileaks, samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms í gær. Fyrra mat á tjóni upp á 3,2 milljarða stendur því óhaggað. 27. apríl 2018 06:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Verði vanhöld á því að Fjármálaeftirlitið sinni eftirliti sínu með eiginfjárstöðu Valitors gætu fyrirtækin Datacell og Sunshine Press Productions, sem hafa krafið kortafyrirtækið um milljarða króna í skaðabætur vegna ólögmætrar riftunar Valitors á greiðslugáttarsamningi fyrir Wikileaks, beint skaðabótakröfu að íslenska ríkinu. Í bréfi sem Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður fyrirtækjanna tveggja, skrifaði Fjármálaeftirlitinu í gær og Markaðurinn hefur undir höndum eru leiddar að því líkur að aðgerðaleysi eftirlitsins í þessum efnum geti leitt til bótaábyrgðar ríkissjóðs. Er þess farið á leit að eftirlitið beiti úrræðum sínum til þess að knýja á um bætta eiginfjárstöðu Valitors. Viðvörunarljós blikki þegar litið sé til stöðu kortafyrirtækisins. Afkomutölur fyrir síðasta ár og fyrstu þrjá mánuði ársins gefi til kynna að afkoma þessa árs verði að öllum líkindum „gríðarlega slæm“. Tap Valitors hf., dótturfélags Valitors Holding sem er alfarið í eigu Arion banka, nam ríflega 422 milljónum króna fyrir skatta á fyrsta fjórðungi ársins en til samanburðar tapaði félagið um 66 milljónum á sama tímabili í fyrra. Sem kunnugt er hafa Datacell og Sunshine Press Productions höfðað skaðabótamál á hendur kortafyrirtækinu vegna þeirrar ákvörðunar fyrirtækisins að loka greiðslugáttinni einhliða og án fyrirvara árið 2011. Fyrirtækin tvö önnuðust rekstur gáttarinnar fyrir Wikileaks. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu á árinu 2013 að Valitor hefði brostið heimild til þess að loka umræddri gátt. Deila fyrirtækjanna og Valitors hefur einkum snúist um þær forsendur sem leggja eigi til grundvallar við mat á fjártjóni og þar með fjárhæð skaðabóta.Sveinn Andri Sveinsson lögmaðurVísir/ernirSýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði í síðasta mánuði kröfu fyrirtækjanna um að kyrrsettar yrðu eignir Valitors fyrir ríflega 6,4 milljarða króna á þeirri forsendu að staða kortafyrirtækisins hefði ekki versnað og að lækkun eigin fjár þess væri til þess að gera lítil. Ákvörðun sýslumannsins hefur verið kærð til héraðsdóms. Í bréfi lögmannsins, sem var einnig sent til Arion banka, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, ríkislögmanns og Kauphallarinnar, er sagt mikilvægt að Fjármálaeftirlitið skoði með nákvæmum hætti – með hliðsjón af núverandi stöðu Valitors – hvað áætla megi að afkoma félagsins verði í lok þessa árs og auk þess hver geta félagsins sé til þess að greiða Datacell og Sunshine Press skaðabætur, komi til þess.Útlánin lækkuðu Bent er á að samkvæmt ársreikningi kortafyrirtækisins fyrir síðasta ár hafi útlánaáhætta fyrirtækisins verið minni þá en árið 2016 þar sem útlán hafi lækkað á milli ára úr 3,7 milljörðum króna í 2,7 milljarða. Það skýri hvers vegna eiginfjárhlutfall Valitors hafi ekki lækkað á milli ára þrátt fyrir lægri eiginfjárstofn vegna eignafærsla á kostnaði og umtalsverðan taprekstur á árinu, en afkoma félagsins var neikvæð um 446 milljónir á síðasta ári. Í bréfinu er minni útlánaáhætta á milli ára ekki sögð jákvæð þar sem greinilega sé um að ræða lækkun á VISA-raðgreiðslum sem séu arðbær lán og góð viðskipti. „Hér virðist Valitor hafa misst stóra markaðshlutdeild í neyslulánum til einhverra annarra,“ segir í bréfinu. Í bréfinu er auk þess vakin athygli Fjármálaeftirlitsins á því að á sama tíma og bókfærð eiginfjárstaða Valitors hafi lækkað hafi hlutfall óefnislegra eigna sem hluti af eigin fé hækkað. Þannig hafi óefnislegar eignir numið um 168 milljónum árið 2012 en séu nú um 1.548 milljónir eða 21 prósent af heildareiginfé. Telur lögmaðurinn Valitor hafa gengið allt of langt í að eignfæra óefnislegar eignir. Í því samhengi minnir hann á að stór hluti þess þróunarkostnaður sem hefur verið eignfærður sé vegna viðskipta félagsins við hið bandaríska Stripe. Viðskiptum félagsins verði hins vegar hætt á þessu ári – en saman unnu félögin að því að innleiða greiðsluleiðina ApplePay í Bretlandi – og þar með verði ekki hægt að tengja þann þróunarkostnað við framtíðarávinning, eins og áskilið er í alþjóðlegum reikningsstöðlum. „Það er því ljóst að sú skylda hvílir á Valitor að færa aftur til gjalda stóran hluta þess þróunarkostnaðar sem áður hefur verið eignfærður. Mun með þessari óhjákvæmilegu leiðréttingu verða um stórfellda lækkun eigin fjár að ræða og verri afkomu að sama skapi,“ segir í bréfinu. Blikur á lofti hjá móðurfélaginu Í bréfinu er bent á að staða móðurfélagsins, Valitors Holding, sé vissulega sterkari en dótturfélagsins. Miklar blikur séu hins vegar á lofti í rekstri þess félags. Þannig er tekið fram að dótturfélagið AltaPay í Danmörku hafi tapað 77 milljónum króna árið 2016, eigið fé annars dótturfélags, Markadis, hafi verið neikvætt um hálfan milljarð í lok árs 2016 og þá hafi dótturfélagið Valitor Payment Services tapað níu milljónum 2016. Er það mat lögmannsins að mörg viðvörunarljós fari að blikka þegar litið sé til stöðu Valitors. Ljóst sé að kortafyrirtækið muni ekki á eigin spýtur geta greitt skaðabótakröfu Datacell og Sunshine Production án nýs utanaðkomandi fjármagns. „Það yrði ógjaldfært,“ segir í bréfi lögmannsins.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kyrrsetningarbeiðni á eignum Valitor hafnað Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hafnað kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions á eignum Valitor. 9. mars 2018 11:59 Gætu virkjað ákvæði um gjaldfellingu Ákvæði um gjaldfellingu í lánasamningum Valitors gætu virkjast ef eignir fyrirtækisins verða kyrrsettar. Forstjórinn segir Valitor ekki vera með nein langtímalán í efnahagsreikningi sínum. Lögmaður krefst þess að FME stöðvi áform 1. mars 2018 06:00 Niðurstaða um 3 milljarða tjón stendur Valitor fær ekki nýtt undirmat á tjóni DataCell og Sunshine Press Productions vegna ólögmætrar riftunar Valitors á greiðslugáttarsamningi fyrir Wikileaks, samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms í gær. Fyrra mat á tjóni upp á 3,2 milljarða stendur því óhaggað. 27. apríl 2018 06:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Kyrrsetningarbeiðni á eignum Valitor hafnað Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hafnað kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions á eignum Valitor. 9. mars 2018 11:59
Gætu virkjað ákvæði um gjaldfellingu Ákvæði um gjaldfellingu í lánasamningum Valitors gætu virkjast ef eignir fyrirtækisins verða kyrrsettar. Forstjórinn segir Valitor ekki vera með nein langtímalán í efnahagsreikningi sínum. Lögmaður krefst þess að FME stöðvi áform 1. mars 2018 06:00
Niðurstaða um 3 milljarða tjón stendur Valitor fær ekki nýtt undirmat á tjóni DataCell og Sunshine Press Productions vegna ólögmætrar riftunar Valitors á greiðslugáttarsamningi fyrir Wikileaks, samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms í gær. Fyrra mat á tjóni upp á 3,2 milljarða stendur því óhaggað. 27. apríl 2018 06:00