Skemmtilegt stuð að sýna í vondu veðri Benedikt Bóas skrifar 23. maí 2018 06:00 Leikhópurinn samankominn. Þarna má sjá meðal annars Ósk sem nefnd hefur verið Garðabrúða í íslenskum ævintýrum af einhverjum ástæðum. Anna Bergljót, leikstjóri og höfundur verksins um Gosa, er þriðja frá vinstri. „Maður hlakkar aldrei til að sýna í vondu veðri en það er alltaf gaman þegar það er búið,“ segir Anna Bergljót Thorarensen höfundur og leikstjóri nýjasta verks, leikhópsins Lottu, sem nefnist Gosi. Leikhópurinn frumsýnir í dag en veðurspáin er þokkaleg. Betri en síðustu daga allavega. „Við erum ánægð. Það stefnir í sól og blíðu. Þetta lítur allavega ansi vel út. Þjóðin er búin að vera að býsnast yfir veðrinu undanfarinn mánuð og við getum því ekki annað en verið hress með veðrið sem verður,“ segir hún. Þetta er tólfta sumarið í röð sem leikhópurinn leggur land undir fót og ferðast með glænýja fjölskyldusýningu um landið þvert og endilangt. „Það hefur komið haglél á okkar sýningum. Við erum öllu vön en þetta er auðveldast fyrir okkur leikarana því við hlaupum og hoppum, syngjum og tröllum til að halda á okkur hita. Áhorfendur þurfa svolítið að klæða sig eftir veðri. Það er stundum skemmtilegra að vera á vondaveðurs-sýningum. Það eru færri og stemningin breytist. Áhorfendur þjappa sér meira saman en það er erfitt að útskýra hvað það er sem gerir slíkar sýningar betri.“ Sagan um Gosa gerist inni í Ævintýraskóginum en eins og Lottu er von og vísa blandast fleiri þekkt ævintýri inn í verkið. Heyrst hefur að það beri okkur inn í háan turn þar sem við hittum skemmtilega stelpu með afskaplega langa fléttu og að á öðrum stað í Ævintýraskóginum verðum við vitni að því þegar þrjár óskir valda miklum vandræðagangi.Anna Bergljót þegar sýningin í fyrra, Litli ljóti andarunginn, var frumsýnindur.Þetta er áttunda verkið sem Anna Bergljót skrifar fyrir hópinn. Hún semur einnig lagatexta ásamt þeim Baldri Ragnarssyni og Stefáni Benedikt Vilhelmssyni. Í Gosa eru samtals 10 glæný lög sem eru samin af fyrrnefndum Baldri, Birni Thorarensen og Rósu Ásgeirsdóttur. „Við erum að fjalla um Gosa en það er ekkert mikið meira úr hans ævintýri annað en nafnið heldur gerðum við nýja sögu með blöndu úr Garðabrúðu og Óskunum þremur. Garðabrúða heitir reyndar Ósk í okkar útgáfu. Börn þessa lands tengja meira held ég við Ósk frekar en Garðabrúðu. Síðan er þriðja ævintýrið Óskirnar þrjár sem margir eru búnir að gleyma.“ Sýningarplanið er einfalt. Það verða um 100 sýningar á um 50 stöðum víðsvegar um landið en sýningarplanið er á Facebook síðu hópsins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
„Maður hlakkar aldrei til að sýna í vondu veðri en það er alltaf gaman þegar það er búið,“ segir Anna Bergljót Thorarensen höfundur og leikstjóri nýjasta verks, leikhópsins Lottu, sem nefnist Gosi. Leikhópurinn frumsýnir í dag en veðurspáin er þokkaleg. Betri en síðustu daga allavega. „Við erum ánægð. Það stefnir í sól og blíðu. Þetta lítur allavega ansi vel út. Þjóðin er búin að vera að býsnast yfir veðrinu undanfarinn mánuð og við getum því ekki annað en verið hress með veðrið sem verður,“ segir hún. Þetta er tólfta sumarið í röð sem leikhópurinn leggur land undir fót og ferðast með glænýja fjölskyldusýningu um landið þvert og endilangt. „Það hefur komið haglél á okkar sýningum. Við erum öllu vön en þetta er auðveldast fyrir okkur leikarana því við hlaupum og hoppum, syngjum og tröllum til að halda á okkur hita. Áhorfendur þurfa svolítið að klæða sig eftir veðri. Það er stundum skemmtilegra að vera á vondaveðurs-sýningum. Það eru færri og stemningin breytist. Áhorfendur þjappa sér meira saman en það er erfitt að útskýra hvað það er sem gerir slíkar sýningar betri.“ Sagan um Gosa gerist inni í Ævintýraskóginum en eins og Lottu er von og vísa blandast fleiri þekkt ævintýri inn í verkið. Heyrst hefur að það beri okkur inn í háan turn þar sem við hittum skemmtilega stelpu með afskaplega langa fléttu og að á öðrum stað í Ævintýraskóginum verðum við vitni að því þegar þrjár óskir valda miklum vandræðagangi.Anna Bergljót þegar sýningin í fyrra, Litli ljóti andarunginn, var frumsýnindur.Þetta er áttunda verkið sem Anna Bergljót skrifar fyrir hópinn. Hún semur einnig lagatexta ásamt þeim Baldri Ragnarssyni og Stefáni Benedikt Vilhelmssyni. Í Gosa eru samtals 10 glæný lög sem eru samin af fyrrnefndum Baldri, Birni Thorarensen og Rósu Ásgeirsdóttur. „Við erum að fjalla um Gosa en það er ekkert mikið meira úr hans ævintýri annað en nafnið heldur gerðum við nýja sögu með blöndu úr Garðabrúðu og Óskunum þremur. Garðabrúða heitir reyndar Ósk í okkar útgáfu. Börn þessa lands tengja meira held ég við Ósk frekar en Garðabrúðu. Síðan er þriðja ævintýrið Óskirnar þrjár sem margir eru búnir að gleyma.“ Sýningarplanið er einfalt. Það verða um 100 sýningar á um 50 stöðum víðsvegar um landið en sýningarplanið er á Facebook síðu hópsins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira