Körfubolti

Tvöfaldur Íslandsmeistari í Njarðvík

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jeb Ivey handsalar samninginn.
Jeb Ivey handsalar samninginn. vísir/facebook-síða Njarðvíkur
Jeb Ivey hefur skrifað undir eins árs samning við Njarðvík en hann mun leika með liðinu í Dominos-deildinni á næstu leiktíð.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jeb spilar í Ljónagryfjunni því hann varð meistari með Njarðvík tímabilið 2005/2006. Hann spilaði einnig með liðinu árið eftir.

Þaðan hélt Jeb meðal annars til Finnland og Þýskaland en Snæfell náði í kappann á lokasprettinum árið 2010. Hann varð þá Íslandsmeistari með liðinu.

Aftur fór hann til Finnlands eftir það og Frakklands en síðustu tímabil hefur hann leikið með með Espoo United. Hann var einn af stigahæstu leikmönnum finnsku deildarinnar á síðasta tímabili. Hann er 38 ára gamall.

Einar Árni Jóhannsson er tekinn við Njarðvík og er nú þegar byrjaður að setja ummerki sín á liðið en Einar hefur gert frábæra hluti í Þorlákshöfn undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×